Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
25
ÖIl kvöldin var hljóðfærasláltur samhliða íþrótt-
ununi og sá Þórarinn Guðmundsson um hann.
Fór alt þefta hið bezta fram og var unun bæði
að heyra það og sjá, en þó auðvitað misjafnl.
mihil. Má þar geta þess, að svo góðar sem
Mullersæfingarnar eru fyrir einstaklinga og þjóð-
irnar, þá eru þær engar sýningaræfingar, þær
eru áreiðanlega langt frá því að vera jafn
skemtilegar á að sjá eins og að reyna. Og
»kjaftshöggalistin« er og verður sama skepnu-
skapsforsmánin og nefnt er hér annarsstaðar
í blaðinu, hvað sem líður græðgi manna í að
horfa á hana. Það er sjaldan það hollasta og
fegursta, sem allur fjöldinn er mest sólginn í
að sjá og reyna. Það hefir I. R. oftast reynt,
þegar það hefir boðið beztu leikfimina til sýnis.
Loks hafði fél. á miðvikudag dansleik fyrir fé-
lagsmenn og þátttakendur í móti þessu, og var
hann bráðskemtilegur og heimilislegur.
Eitt er það frá þessu móti, sem ekki má undan
ganga að minnast á. Það er, að þarna sýndi Björn
Jakobsson, leikfimiskennari, í fyrsta skifti, alveg nýja
fótstillingu í leikfimisniðurstökki. Gerði hann það í
kvennflokki sínum. Er stilling þessi bæði sérlega
falleg og áreiðanlega
hollari og eðlilegri en sú,
sem aðallega er og hefir
verið notuð. Mun Iþrótta-
blaðið síðar gera gleggri
grein fyrir niðurstökki
þessu og samanburði á
því og þeim eldri. Er það
nóg efni í heila grein. En
hér er mynd af fótstill-
ingunni eins og hún er,
rétt eftir að fæturnir hafa
snert gólfið. Á Björn sér-
stakan heiður skilið fyrir
að hafa fundið þetta upp,
bæði frá heilbrigðis-, feg-
urðar- og þjóðsæmdar-
legu sjónarmiði séð.
Frá 20 ára starfi í. R. ætla eg ekki meira að
segja. En þar sem fél.stjórnin hefir leyft Iþrótta-
blaðinu að birta það, sem það vill af myndum úr
afmælisblaðinu, munu lesendur blaðsins smátt og
í. R. — Fimleikaflolfliur 1909.
smátt fá að sjá töluvert af starfssögu í. R. í
myndum.
* * *
*
Það er goft hvað gengur í áttina með heil-
brigðis- og iþróttamálin. I. R. hefir starfað vel að
þeim málum og eflst á liðnum árum, án þess að
gera það á annara félaga kostnað. Og vonandi
verður svo áfram. Nú ætlar fél. að senda út tvo
fimleikahópa til Noregs í vor, karla og konur.
Eg veit að flokkarnir fara í heild og sérhver ein-
staklingur í þeim með vakandi tilfinningu fyrir sér-
hverju því, sem verða má félaginu, þjóðinni og
íþróftunum til sóma, gagns og gengis í einu og öllu,
meðal annars í háttum og búningi, að svo miklu
leyti, sem það er hægt. Og víst er um það, að
að minsta kosti sýna stúlkurnar leikfimi, sem er
alveg sérstök og íslenzk, því Björn Jakobsson
hefir alveg búið hana til með þessum flokki sínum.
Heilir hildar til, heilir hildi frá, þér vormenn
íslenzkrar leikfimi. Lýsi blettlaus og sannur íþrótta-
mannaorðstír upp af hverju spori ykkar að heiman
og heim, til blessunar og eflingar óspiltri fegurð
og heilbrigði hvar sem þið farið um!
Framtíðarinnar í. R. HEILL!
Úthald og áhugi. í síðasta blaði var þess
getið í sambandi við Allsherjarmótið að tvær stúlk-
urnar, sem þar sýndu, hefðu þann dag átt 15 og