Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 26
34 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ á þessu augnabliki hvolfdu hinir bátnum og varð lítið úr ræðumanninum. Skemti hann nú áhorfend- um með því að leika al-ósyndan mann með fáti og fálmi, en þó nógu heimtufrekan og kröfu- harðan um að aðrir láti alt á hakanum fyrir því að hjálpa honum. Köstuðu hinir bjarghring til hans, sem hann hafði verið svo forsjáll að taka með sér í bátinn, og komu honum í hringinn. Morraði hann þar svo um hríð og skemti mönnum með ýmsum skrípalátum uns hann alt í einu greip Sundlionungur íslands, Erlingur Pálsson. sundið og fór að hjálpa hinuni. En þeir höfðu á meðan komið bátnum á réttan kjöl, ausið hann að nokkru, sótt í hann árarnar og annað, sem flaut út úr honum og voru nú á leiðinni með hann til lands, þannig, að annar dró, en hinn ýtti á eftir. Þetta íslands-sund var hið sjötta í röðinni. — Fyrsta sinni var það þreytt árið 1910. Þá varð Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn fyrstur. Gaf U. M. F. Reykjavíkur þá þennan fagra bikar (hann sést í miðið á borðinu hjá Erlingi) til að keppa um, og fylgir honum heiðursheitið: »Sundkonungur ís- lands«. Vinst hann aldrei til eignar. Arið eftir varð Benedikt G. Waage fyrstur og hlaut nafnið með bikarnum. Hið þriðja skiftið er kept var, árið 1912, varð Erlingur Pálsson skarpastur og setti þá met sitt á þessari vegalengd, 9 mín. 6 sek. — Nú var ekki kept um bikarinn þar til árið 1919. Þá varð Árni Ásgeirsson fljótastur og hlaut bik- arinn. Næst var svo kept um hann 1924 og hlaut Erlingur þá heiðurinn í annað sinn. Og nú hefir hann hlotið nafn og grip hið þriðja skiftið með heiðri og sóma. Alls þessa gat forseti í. S. í., Ben. G. Waage, er hann afhenti Erlingi bikarinn eftir sundið, og margs fleira. (Framh.). Fréttir af ísl. íþróttamönnum erlendis. Jóhannes Jósefsson glímukappi, var fyrri- partinn í vetur hér í Evrópu (Frakklandi og Þýzka- landi) og sýndi sína glímu við góðan orðstír. Nú er hann farinn aftur vestur til Ameríku. Haraldur Sveinbjörnsson, leikfimiskennari, kennari við St. Caroline-ríkisskólann í Columbia- fylkinu í Bandaríkjunum, hefir nú frí um tíma frá skólanum og ferðast á, meðan með amerískum manni suður um Florídaskagann. Glíma þeir fjöl- bragðaglímu og bjóða hverjum, sem vill og þorir, í bröndótta. Er Har. orðinn allsleipur í glímu þess- ari þótt ekki hafi hann æft hana lengi — nýtur þar kunnáttunnar í ísl. glímu. Líður honum vel og biður að heilsa ísl. íþróttamönnum. Stefán Runólfsson, skaftfellingur, nemandi á fyrsta íþróttanámsskeiði í. S. í., fór til Noregs í sumar til rafvirkjanáms. Hefir hann kent ísl. glímu, þar sem hann er. Hafa 16 piltar lært hjá honum »og eru þeir mjög áhugasamir«, segir hann. Býst hann við að fara þar dálítið um kring með þá beztu og sýna glímuna, »og vonast til að það verði okkur íslendingum ekki til skammar«. Ef úr rætist um atvinnumöguleika býst hann við að fara til Osló til náms og jafnframt til að kenna glímu í þrem íþróttafél. þar, sem hafa falað hann til þess. Honum líður og líkar vel úti og biður að heilsa vinum og kunningjum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.