Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 24
32
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
]á, hvernig höfutn við farið með flest það, sem
þjóðlegt er? I stað þess að umbæta það, gera það
léttara, fínlegra og fegra, höfum við varpað því út
og sett útlendan óþverra í staðinn í alt of mörg-
um tilfellum, postulínshundinn eða köttinn og til-
búinn punt og páfjaðrir á dragkistuna í stað út-
skorinna muna, og annað eftir því. Við höfum
draslað útskornu rúmfjölunum og hyllunum út í
skemmu undir trosið, eða í milligerð í fjósið, þeg-
ar útlendingar hafa ekki rekist á það til að hirða
það fyrir nokkra aura. Sama er með rúmábreið-
urnar fögru og sterku, búningana karla og kvenna
o. s. frv., sem lengi mætti telja. í stað þessa gleyp-
um við öllu því útlenda, sem á boðstólum er, bæði
í fæði, klæðum, húsgögnum, húsum, nöfnum og
máli, já, á nær öllum sviðum. Meira að segja,
hárið stúlknanna, sem hingað til hafa þó verið það
fastheldnari en karlarnir, að þær hafa þó að nokkru
verið ísl. í búningi, það ríkur í ofnana og ösku-
stórnar — eins og fleira goft og fagurt — jafn-
léttilega og alment eins og fífa úr mýri á haust-
degi, þegar rok gerir, en í þess stað fá þær sér
fleiri og fleiri berfóta-sokkaleysi, elddúsu milli var-
anna og fleira af líku tagi, alt sjálfum sér og börn-
um sínum til andlegs og líkamlegs dreps og þar
með þjóðinni í heild sinni.
Svona er losið mikið á öllum sviðum. Það þarf
sterka »Sokol«-hreyfingu til að hamla á mófi og
varna því, að þjóðin strandi á einhverju því fjör-
tjónsskeri, sem umkringja hana á allar hliðar.
Hér eigum við þó vott til slíkrar hreifingar þar
sem eru þau ungmennafélög, sem eitthvað hafa
starfað og starfa samkvæmt stefnuskrá sinni. En
betur má og miklu betur, ef duga skal. — — —
Eg vona að Iþr.bl. geti áður en langt um líður
flutt góða grein um Sokolfél. Tjekknesku og myndir
frá starfi þeirra. Og nú um páskana geta Reyk-
víkingar fengið að skoða nokkrar myndir frá
mótum þeirra og leikjum, sem hengdar verða til
Yfirleitt geta íslendingar margt lært af Norömönnum í
þessu. Islenzk þjóðrækni er á milli vita, og þjóðleg ein-
kenni fara menn meÖ í felur, eir.s og þau væru einhver
ósómi. Ungmennafélögin, sem meðal annars áttu aö bæta úr
þessu, hafa algerlega brugðist vonum manna. Þar gutlar
hver sér og alla yfirstjórn vantar.
— — — Nú kingja menn ötlii því, sem útlent er, hvort
sem það er ilt eða gott.“ (Leturbr. hér.)
sýnis í glugga verzlunarinnar »Áfram« á Lauga-
vegi 18.
Ef að íþróttamennirnir okkar gætu lagt fram
sinn hluta til að auka þjóðinni heilbrigða festu inn
á við, til að vekja hana til viðurkenningar á því
marga og góða, sem hún á, og hjálpa henni til að
vernda það frá frekari glötun og spillingu, þá væri
vel að verið.
Áfram í þá átfina!
Sundmót
við sundskálann í Örfirisey voru þessi haldin 1926:
18. júlí, kl. 8 síðdegis.
I. 400 metra sund (fullorðnir karlmenn,
frjáls aðferð).
Þátttakendur voru 6 og varð útkoman þessi:
1. ]óhann Þorláksson, á 7 min. 52 sek.
2. Jón Dagbj. )ónsson, á 8 mín. 8 sek.
3. Ingólfur Guðmundsson, á 8 mín. 17 sek.
4. Sigurður Steindórsson, á 8 mín. 19,4 sek.
5. Lúðvík Sigmundsson, á 8 mín. 38 sek.
6. Axel Grímsson, á 11 mín. 11 sek.
Syntu þeir allir bringusund nema Ingólfur. Hann
synfi yfirhandar hliðsund, en tafðist mikið við það,
að hann var rangskreiður á því.
II. 50 metra sund, (unglingsslúlkur,
frjáls aðferð).
1. Heiðbjört Pétursdóttir, 59 sek.
2. Sabína Jóhannsdóttir, 1 mín. 4 sek.
3. Fanney Jónsdóttir, 1 mín. 8,6 sek.
4. Fjóla Pálsdóttir, 1 min. 10,8 sek.
5. Hulda jóhannsdótir og j
6. ]órunn Þórðardóttír 1
7. Svafa Sigurðardóttir, 1 mín. 15,5 sek.
8. Elín Sigurðardóttir, 1 mín. 17,5 sek.
9. Vilborg Sigurðardóttir, 1 mín. 19,5 sek.
Syntu allar bringusund.
1 mín. 11 sek.
III. 300 metra sund, (drengir,
frjáls aðferð).
1. Ágúst Brynjólfsson, 6 mín. 48,8 sek.
2. Björn Halldórsson, 6 mín. 51 sek.