Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 27
IÞROTTABLAÐIÐ 35 Ýmislegt. Fimleikareglur í. S. í. voru birtar í síðasta síðasta blaði. En bar hafði við umbrot í blaðið fallið úr 5. liðurinn í »Sérstök ákvæði«. Hann hljóðar þannig: Einkunnir eru frá 0—10, án brota. Hver deild leikrauna hefir ákveðið gildi, og einkunnir marg- faldaðar með því. Að því loknu eru einkunnirnar lagðar saman. I New-York kepptu kappar tveir fvrir skömmu á ísi á 50 yards spretti. Var annar skautamaður, en hinn hlaupari. Úrslitin urðu þau að hlauparinn vann sigur á 5,8 sek.; varð skautamaðurinn 15 sm. á eftir honum. Auðvitað var hlauparinn á gaddaskóm. „Það er viðurkent að tóbaksnautnin stendur í nánara sambandi við áfengisnautn, léttúð og af- brot unglinganna en flestir foreldrar og uppeldis- fræðingar trúa. Sá, sem vill berjast á móti einu af þessu, en ekki öðru, er skammsýnn. Dr. Wret/ing. »Fordæmið freistar og kennir«, munið það! Hnefleikar voru nýlega háðir milli Svía og Norðmanna. Unnu Svíar í 5 þyngdarflokkum en Norðmenn í þremur. Hvorug þjóðin á góða áhuga- menn í hnefleik, því beztu menn hvorrar þjóðar- innar um sig, Norðmaðurinn Otto van Porat og Svíinn Harry Persson eru báðir farnir til Ameríku og hafa gerst atvinnumenn þar. Munu Danir hafa jafnbezta hnefleikamenn Norðurlandaþjóðanna. Oslo Turnforening hélt nýlega alþjóða kapp- mót í leikfimi. Fyrstu verðlaun voru dæmd finsk- um manni, Jaakko Kunnas, 2. verðl. Helge Svar- stad, 3. verðl. Franz Eibens frá Belgíu en fjórðu Reiðari Tönsberg, sem íslenzkum íþróttamönnum er kunnur frá veru hans hér. „Maðurinn". í norsku blaði er þess getið að nú í febrúar—marz hafi Rauði krossinn í Noregi sýningu á mannslíkamanum. Er sagt að »allstaðar þar sem »Maðurinn« hefir verið sýndur, hefir að- sóknin verið feykileg. Þannig skoðuðu 70 þús. manns »Manninn« í Stockhólmi, og 1 miljón í Vínarborg*. Hér er mynd af sýningarauglýsingunni. Þar er auðsjáanlega ekki gert ráð fyrir að konan sé »sem afrakað stóðtryppi á vordegi«. Því að konan, seni á myndinni er sýnd, gæti komið fram því nær eins og Aslaug Sigurðardóftir Fáfnisbana, klædd í sitt fegursta skrúð og þó klæðlaus. Gæti Rauði krossinn íslenzki ekki fengið »Mann- inn« til sýningar hér? Það mundi geta eflt mjög heil- brigðisþekkingu manna, eftir því sem sagt er um þessa sýningu í Osló, bæði í þessu blaði og eins í nýkomnu einkabréfi, sem getur um sýningu þessa. Kriegsmann íþróftakennari, sem í nokkur ár hefir verið þjálfari norskra íþróttamanna, hefir ný- verið sagt upp stöðu sinni og er farinn úr landi. Var hann talinn afburða góður kennari og fræg- asti íþróttamaður Norðmanna; Charles Hoff, telur gengi sitt honum að þakka. Hafa Norðmenn nú fengið nýjan kennara, Silferstrand, og fer mikið orð af honum. Hvenær fá íslendingar þá kennara, sem geta gert úr þeim afreksmenn í íþróttum? Olympiuleikarnir næstu verða haldnir í Amsterdam 1928. Stjórn í. S. í. hefir nýl. borist svarbréf frá Alþjóða-Olympíuneíndinni (C. I. 0.)

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.