Íþróttablaðið - 01.07.1927, Síða 8
64
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Tvö smá samsæti voru haldin í sambandi við
námsskeiðið, hið fyrra til kynningar, en hið síðara
kveðju-samkoma. Voru á þeim margar ræður
haldnar.
Landlæknir, Guðm. Björnson gerði allvíðtækar
mælingar á námsskeiðsmönnunum bæði er þeir byrj-
uðu og enduðu námsskeiðið. Er mikið á þeim að
læra, og getur íþróttablaðið vonandi flutt lesendum
sínum skýrslu landlæknis áður en langt um líður.
Slík námskeið sem þessi tvö, er í. S. í. hefir
nú haldið, eru mjög nauðsynleg og góð, en þeim
þarf að fjölga og þau þurfa að vera víðar. á land-
inu. Það mundi efla mjög íþróttaiðkun og áhuga
út um landið, en á því er mikil þörf. Einkum er
áríðandi að koma á slíkum námsskeiðum á góðum
stöðum til sveita. Því þar sem kyrð er og næði
og ekkert truflar, þar má ná margfalt meiri og
betri árangri heldur en í hringyðuglaumi bæjalífs-
ins, og það á margfalt styttri tíma. Að koma á
námsskeiðum á slíkum stöðum er því margfaldur
sigur fyrir málið: meiri árangur, fastara, ótruflað
nám, ódýrara uppihald og minna tímatap fyrir ein-
staklingana, sem vegna alls þessa koma fleiri og
fleiri á námsskeiðin. Og með vaknaðri þekkingu
munu þeir áhugasömustu og athugulustu brátt
finna, að þeir þurfa á meiri lærdómi að halda til
að verða fullkomnir kennarar, svo að þeir hafa
einhver ráð til að afla sér þeirrar kenslu þar, sem
hana er næst að finna.
Þessi ummæli, að sveitanámsskeið séu betri og
affarasælli en kaupstaðanámsskeiðin, eru ekki gripin
úr lausu lofti. Bæði innlend og erlend reynsla
kennir það rækilega. Má þar benda á barnakenslu-
árangurinn til sveita og í kaupstöðum þrátt fyrir
alt að og meir en helmingi styttri námstíma, og á
skoðanir lýðháskólamannanna og reynslu í ná-
grannalöndum okkar. Fer þeim ólíkt, er þeir velja
skólunum sínum staði, eða þeim mönnum á
Suðurlandsundirlendinu, sem helst vilja byggja hinn
fyrirhugað Alþýðuskóla »um þjóðbraut þvera«, til
þess að nemendurnir geti verið sem mest og best
truflaðir við námið og eigi sem hægast með að
gleypa í sig sem mest af þeim »læpuskapsódygð-
um«, — andlegum og líkamlegum pestum, — sem
að þeim kunna að berast með almenningsfarar-
tækjum þjóðveganna.
B r éf a merki
í. S. í.,
gefin út til að
safna með fé til
Olympíufarar o.
fl. Prenfuð með
tveim litum. —
Þarna er, meðal
margra annara,
taekifæri til að stfna hug sinn til íþrótta- og heilbrigðismála
þjóðarinnar. Kaupið merkin — spyrjið eftir þeim — og
notið þau á bréf yðar.
Nei, sem flestir slíkir skólar og slík námsskeið,
sem ætlað er að gefa nemendum sem mesta og
besta þekkingu og kunnáttu á sem allra skemst-
um tíma og með sem minstum tilkostnaði, þurfa
og eigi að vera í sveit, sem fjærst glaumnum, á
góðum, fallegum stað, en svo afsíðis, að andlegir
og líkamlegir »flakkarar<- verði beinlínis að taka á
sig krók til að koma þar við. Þar sem allir nem-
endurnir búa við samskonar aðbúnað og matar-
æði á einum stað, með eitt takmark óskift, sam-
eiginlegan áhuga, sameiginlegar skemtanir og alveg
sameiginlegt nám og eru undir góðri stjórn eins
og á góðu, stóru heimili, þar verða notin bezt
bæði af bóklegu og verklegu námi. Þar koma engin
aðvífandi, óviðkomandi áhrif til að fleiga í sundur,
brjóta og tvístra námsáhrifunum.
Þó að þessi þrjú námsskeið, sem haldin hafa
verið hér í Rvík., hið fyrsta af í. R. 1922 og hin
tvö nú síðan (1925 og ’26—’27) af í. S. í. og
U. M. F. í. hafi öll verið eftir atvikum góð og
gert mikið gagn, og sjálfsagt sé að halda áfram
með þau, þá er það betra sem betra er. Og, eins
og ég tók áður fram, þá fyrst er við fáum komið
á föstum íþróttanámsskeiðum á góðum stöðum til
sveita, þá fyrst förum við að sjá verulegan árang-
ur af starfinu út um landið, upp um sveitir og
fram til dala. Þá fyrst, en ekki fyr, förum við að
finna að verulegum mun þau íþróttamanna efni,
sem við þroskun og þjálfun geta borið okkur
íslendinga fram í alþjóðafylkingu íþróttamanna.
Því þarf að hefja þá stefnu sem fyrst, án þess þó
að kasta því frá sér, sem þegar er hent1).
1) Að henda, að grípa, hafa hönd á, fá í hendi.