Íþróttablaðið - 01.07.1927, Page 10
66
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
fyrir því, að fá góðan, erlendan ú(i-íþróttakennara
sem allra fyrst.
9.) Fundurinn skorar á í. S. í. að beita sjer
fyrir því að sendur sje maður til annara landa til
að læra úti-íþróttir.
Fundarhlé var frá kl. 8—9. Eftir það komu að
eins 18 fulltrúar á fundinn og 8 æfifjelagar.
Kl. 111/4 var fundi frestað til þriðjudagskvölds.
Þá var honum haldið áfram í Iðnó uppi.
Þar var lagt fram kjörbréf fyrir fulltrúa frá U.
M. F. Dagsbrún í Miklaholtshreppi. Að honum
meðtöldum voru á fundinum að eins 8 fulltrúar
og 7 æfifélagar. Var því framhaldsfundurinn ekki
ályktunarfær.
Af sömu ástæðu féll niður erindi það, er land-
læknir ætlaði að flytja. En vonandi fær íþrótta-
blaðið að bera það lesendum sínum einhverntíma
seinna.
Var á fundi þessum ýmislegt rætt á víð og
dreif um málefni sambandsins og horfur þeirra, og
tilmæli samþykt til sambandsstjórnarinnar.
Forseti þakkaði síðast landlækni ágæta fundar-
stjórn og sleit hann síðan fundinum kl. IOV2 síðd.
Heimanám í íþróttum.
Síðan eg byrjaði á Mullersskólanum er nú tæpt
hálft fjórða ár. Á þessum tíma hafa fleiri hundruð
manns lært 5 mín. kerfið, ýmist í skólanum, hjá
fólki sem hefir lokið fullnaðarnámi í kerfinu eða
af bók þeirri er eg gaf út veturinn 1925. Allir
sem iðka kerfið lofa það að maklegleikum, enda
hafa læknar hér í Reykjavík ráðlagt afar mörgu
veikluðu fólki að iðka það. Veit eg þess engin
dæmi, að æfingarnar hafi ekki borið góðan árang-
ur. Mér finst því að eg hafi fulla sönnun fyrir, að
hægt sé að iðka líkamsæfingar sér að góðu gagni í
heimahúsum. Eg auglýsi því hér í blaðinu enn víð-
tækari kenslu í líkamsæfingum en eg hefi áður haft.
Að vísu legg eg þar Mullersæfingar til grund-
vallar, en mun reyna að gera kensluna svo full-
komna og fjölbreytta sem kostur er á.
Kensluaðferðin er ný hér á landi. Hún er þannig,
að eg sendi fólki nákvæma lýsingu á æfingum
þeim, sem eg kenni; læt eg margar myndir fylgja
æfingunum, svo trygging sé fyrir því, að fólk geri
þær rétt.
Þetta ætti að verða sérstaklega þægilegt fyrir
fólk, sem býr á afskektum sveitaheimilum. Því er
vanalega ókleyft að komast heiman til íþróttanáms,
en hefir oft mjög sterka löngun til að fegra og
styrkja líkama sinn.
Með hinni svonefndu bréflegu kensluaðferð, sem
eg ætla að nota, ætti fólk þetta að geta iðkað
allskonar íþróttir með ágætúm árangri. Eg vil að
þetta námskeið í vetur verði aðeins byrjun á
langtum víðtækari starfsemi. Reynslan ein sker
auðvitað úr, hvernig þessi áform hepnast.
Eg er sannfærður um að við Islendingar verð-
um að leggja meiri áherslu á heimanám í iþrótt-
um en við hingað til höfum gert. Við verðum ekki
íþróttaþjóð með öðru móti. Enda er þetta hægðar-
leikur. Fólk ber því að vísu við, að það hafi ekki
nógan tíma til líkamsiðkana, en það er undantekn-
ingarlítið rangt. Margir segjast ekki hafa húsrúm
eða góðan stað til að æfa í, en það hefir ekki oft
við rök að styðjast. Konur hafa þó óneitanlega
meira til síns máls í þessu atriði en karlmenn. Séu
þeir sveitamenn, geta þeir annaðhvort æft sig úti
eða inni í fénaðarhúsum. I kaupstöðum eða sjáv-
arþorpum er allajafna nægjanlegt húsrúm.
Nei, það er yfirleitt hvorki tími eða húsrúm sem
vantar, það er vilji og úthald. Hvort heldur það
er karl eða kona sem ásetur sér, að fegra og
styrkja líkama sinn með íþróttum, verður að hafa
bjargfasta trú á sigur góðs málefnis og einbeittan
vilja. Þá er góður árangur viss.
Jón Þorsteinsson
frá Hofsstöðum.
Paddock og Borah, eru nú einna bestir
spretthlauparar í Ameríku og þó víðar sé leitað;
hafa þeir verið í essinu sínu í vor. Þannig hefur
Paddock hlaupið 100 yards á 9,8 sek. og 220
yards á 21,8. Borah hefur fengið sama tíma á 100
y. (9,8' ) en 21,4 á sek. 220 y. Og lítt þekfur hlaup-
ari, einnig Ameríkani, hefur hlaupið 880 y. á 1’52,2".
Er hann þar kominn allnærri heimsmeti Peltzers
á þeirri vegarlengd, sem er 1’51,6 sek.