Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 67 Frækilegt sund. Föstudaginn 15. júlí síðastl. um miðjan dag synti ungfrú Ruth Hanson, sundkennari, dóttir H. S. Hansons, kaupmanns í Rvík, frá Engey til Rvíkur; hún lenti á Steinbryggjunni. Vega- lengdin er um 2V2 km. og var hún 1 klst. 8 mín. 24,6 sek. á leiðinni. Áður en sundkonan lagði af stað, bar móðir hennar, frú Gerda Hanson, lýsi og feiti á hana, til að verja hana sjávar- kulda. Ruth lagði af stað úr Engeyjarvör, og fór hægt í fyrstu, en herti sig er lengra dró frá eynni. Hún svam bringusund alla leið, þetta frá 32 til 40 sund- tök á mínútu. Aðeins þrem sinn- um lagðist hún á bakið á leiðinni; en enga hressingu fekk hún fyrr en heim kom. Hún var alveg ó- þjökuð er hún kom að landi; en þar var fyrir margt manna, er fögnuðu henni hjartanlega með húrrahrópum. I fylgdarbátnum voru foreldrar hennar, sem jafn - an hafa Iátið sér mjög ant um í- þróttamentun dóttur sinnar, hinn ágæti íþrótta- vinur Matthías Einarsson læknir og dóttir hans, Ólafur Einarsson vélstjóri og undirritaður. Veður var gott (sólskin), og sjávarfall hagstætt (meðstraumur); en töluverð alda var í Engeyjar- sundi og sjór ekki sléttur fyrr en kom inn á innri höfn. Engar marglyttur voru sjáanlegar á leiðinni, og er þó venjulega mikið um þær á þessum slóðum. Sjávarhiti hefir verið á milli 12 og 13 stig; var 14 stig út við sundskálann í Örfirisey. Ruth Hanson er fyrsta konan, sem syndir úr Engey til lands; áður hafa aðeins tveir menn gert það, þeir: Erlingur Pálsson og sá sem þetta ritar. Ruth Hanson hefir numið íþróttir í Danmörku; h<in hefir verið á hinum velþekta íþróttaskóla M. Paul-Petersen og systur hennar í Kaupmannahöfn. Tók hún þar lokapróf í fyrra sumar við ágætan orðstír. Síðan R. H. kom hingað heim aftur hefir hún kent hér ýmsar íþróttir: sund, fimleika, lát- bragðalist og danz. Er hún orðin R.víkingum vel kunn af þessu og fimleika- og sundsýningum sínum. Hún er mjög ung að aldri, um tvítugt, og Á innri-höfninni. Sundkonan kemur á steinbryggjuna. má gera ráð fyrir að hún eigi enn mikið íþrótta- sfarf óunnið hér á landi. Allir íþróttamenn þakka henni þetta sundafrek, og munu lengi minnast hennar fyrir þessa fræki- legu sundraun. Bennó. KnattspYmumót hafa þessi verið háð hér á Iþróttavellinum, það sem af er sumrinu: [/ormót 3. aldursflokks var háð dagana 22., 24. og 26. maí. Fóru Ieikar þannig að K. R. vann mótið með 4 stigum, »Val- ur« hlaut 2 stig og »Fram« 0 stig, þannig: »Valur« vann »Fram« með 1 : 0 mörkum, K.R. — —»— —3:0 —»— — — »VaI« — 1:0 —»— Þannig hlaut þessi unglingadeild K.R. verðlauna- bikarinn í 3. sinn og þar með til fullrar eignar. Vormót 2. aldursflokks var háð dagana 30. maí og 1., 3., 6., 8., 10. og 12. júní. Var það mjög spennandi, því þar mætt- ust tveir flokkar, sem voru svo jafnir, að varla mátti á milli sjá. Urðu þeir — frá K.R. og Val — að keppa 3 kappleika til úrslita og báða síðari leikana framlengda (+). Ru(h Hanson, sundkennari.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.