Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 2
2 EI N I N G Mjög vcvr það ánægjulegt að fylgj- ast með fréttum, bæði í blöðum og út- varpi af heimsókn forsetahjónanna til drottningar og rikisstjórnar Breta dagcrna 18—20 nóvember sl. Öll slík samski'pti þjóða sem efla vináttu og þann anda góðvildar, sem ríkja þyrfti i allri sambúð þeirra, eru vissulega gleðiefni, ekki sizt á tímum víðsjár, tortryggni, óeirða, byltinga og ófriðar í ýmsum myndum. Bretar eru svo mikil og gróin menningarþjóð, að hún hefur ráð á að umgangast smáþjóðir með höfðingsbrag, engu síður en hin- ar voldugri, og við íslendingar erum svo rikir, þótt fámenn þjóð séum, að eiga þjóðhöfðingja og þjóðarleið- toga, sem hvarvetna halda vel á loft sæmd þjóðarinnar. — Forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir, eru slikir fulltrúar þjóð- Forsetinn, hr. Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrúin, Dóra Þórliallsdóttir. arinnar, að sæmd íslands er vel borg- ið hvar sem þau fara. Bretlandsför þeirra var merkur og góður viðbu/rður. Mesta hætta þjóðanna Framhald af 1. bls. GuS er eilíf ást, engu hjarta er hœtt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bœtt. Lofiö giu) sem gaf. Þakki'ö hjálp og hlíf. Tœmt er húmsins haf, allt er Ijós og líf. Stefán frá Hvítadal. Á hverjum jólum er ástœöa til aö minna á fyrirheitiö Mikla: „Barn er oss fœtt, sonur er oss gefinn, á hans heröum skal höfSingjadómurinn hvíla, nafn hatis skal kalla: undraraögjafi, guöhetja, eilífSarfaöir, friöarhöföingi, Mikill skal höföingjadótnurinn verfia og friöurinn engan enda taka.“ Þetta voru orö spámannsins fyrir 27 öldum, og fyrir tæpum 20 öldum fœddist barnifi í hrörlegu gripahúsi, sonurinn, sem veröa skyldi friöar- höföinginn, Ijós heimsins og lausnari mannkynsins. Þótt liönar séu brátt 20 aldir frá fœöingu hans, er fœöing- arhátíö hans enn fagnaöarefni mill- jóna -barna um heim allan, hátíö fagnaöar, góövildar, gjafa og vina- funda. Þá er hœstur og hljómmestur ómur kirkjuklukknanna víös vegar um lönd kristinna manna, og í helgi- dómum þeirra eru endurtekin oröin: Dýrfi sé Giiöi í upphœöum, og friöur á jöröu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Gleöileg j ó l. Á mestu hættutímum þjóða hafa verið uppi einstaklingar eða hreyfing- ingar, sem verið hafa rödd hrópand- ans. Líklega hefur aldrei fyrr allur heim- urinn skolfið af ótta. Svo lamandi ótta, að hann hefur fælt allan þorra manna frá því að horfast í augu við hann, sem hefur því kosið að gefa sig á vald andvaraleysi, léttúð, munaði og spillingu. Hve siðferði almennings er lamað, mælist ef til vill einna bezt á því, að hið bezta fólk virðist ekki gera sér það ljóst, þegar það er að ljúga, svíkja og blekkja, — svíkja t.d. lof- orð sín, en þau svik, mjög svo almenn, valda oft geysilegu tímatapi og skaða þannig bæði einstaklinga og þjóðina. Hér má einnig nefna svik í viðskipt- um og fjármálum og jafnvel svik við sína nánustu. Efnishyggjan er sýkillinn, peninga- græðgin lömunarveiki siðferðisins. Það er bezti gróðavegur að selja við- bjóðslegt og siðspillandi lesmál, sorp- rit, klámrit, glæparit og glæpakvik- myndir, eiturlyf og áfengi, siðspillandi, ranglega nefndar, skemmtanir. Frétta- blöðin nota sem eins konar beitu hálf- ar og heilra blaðsíður, myndir eða frá- sagnir af lauslátum kvikmyndadrósum og körlum, rétt eins og þetta fólk, sem ýmist eyðileggur sig á óreglu og ó- lifnaði eða drýgir sjálfsmorð, ætti að vera fyrirmyndir uppvaxandi kyn- slóðar. Menn þvælast víða um álfur og verja milljónum króna til þess að kvik- mynda ómerkilega reyfara og skáld- sögur, til þess að geta haft almenn- ing fyrir féþúfu. Mesta hætta heimsins er hin al- menna siðspilling, en ekki atómvopnin. Enginn siðferðilega sterkur einstakling- ur né þjóð sleppir lausu villidýri á náungann, og ekki heldur atómspi’engj - um. Allt útvortis prjál heimsmenning- arinnar og tímanleg velgengni fjölda manna læknar ekki innvortis krabba- meinið. Hér má enn einu sinni minna á hinar „kölkuðu“ gi'afir, sem meist- arinn talaði um í hinni stórfenglegu ávítunarræðu sinni. Peningagræðgin gerir flestar fjöl- mennar borgir að glæpabælum. Fyrri alda spámenn átöluðu um hina „blóð- seku“ borg og Jesús grét yfir Jerúsa- lem. Iðulega birta fréttablöðin frásagnir um stórkostleg bankarán, minniháttar rán, innbrot, ofbeldisverk og mann- dráp. 25. ágúst 1962 sögðu blöðin frá þremur unglingum, sem stálu 15,000 kr. af ölvuðum manni, einnig frá dönskum manni, sem dregið hafði sér 48-54 milljónir ísl. króna. Sama blað segir frá 16 ára unglingi sem drepur 14 ára stúlku, og 17 ára pilti, sem

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.