Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 8
8
E I N I N G
/---------------------------------------------------->
JO TATTATf^ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
J-i-LJ. \ 11 V VJT menningarmál.
Ritst.jóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrkfrá ríkinu og Stórstúku
íslands, kostar 50 kr. árg., 5 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík.
Sími: 41956
V.___________________________________________________J
iaun hluttekningarinnar
Eftir Arthur Gordoti
Því fleiri sem áhugamálin eru og áhuginn heitari,
þeim mun meiri verÖur lífsgleöin.
»egar ég var lítill drengur, var ég sjónarvottur að
verðandi slysi. Á baðströndinni hafði kona hrökklast
út af marbakkanum, út í ólgandi djúpið. Um 20 full-
orðnir menn stóðu þar sem steinilostnir í baðfötum sínum
og höfðust ekkert að. Konan hrópaði á hjálp. Þá kastaði
ungur maður sér í öllum fötunum í sjóinn og bjargaði kon-
unni.
Þegar ég sagði foreldrum mínum frá þessu og bar sam-
an snarræði og hjálpsemi unga mannsins og aðgerðarleysi
hinna, þá fannst mér það skammarlegt.
Faðir minn horfði á mig nokkuð hugsandi og sagði:
„Já, heimurinn virðist stundum skiptast í tvennt, milli
þeirra hluttekningarsömu og áhugamiklu, og hinna sinnu-
lausu. Bezt er að dæma varlega. Áhugi og hluttekning út-
heimtir hugrekki.
Þessum orðum hef ég aldrei gleymt. Vissulega er það
rétt, að hugrekki þarf til að opna hjarta sitt í hluttekn-
ingu, samúð og vandlætingu og af áhuga, þegar miklu auð-
veldara er — og stundum hættuminna — að skipta sér
ekki af viðburðunum, en þeir, sem þora, og ganga hiklaust
í berhögg við afskiptaleysið, uppgötva hið undursamlega,
þetta: aö því fleiri sem átugamálm eru og áhuginn betur
brennandi, þeim mun meiri og sannari veröur lífsgleöi
þeirra.
Sé hinn undursamlegi mannlífsvefur athugaður gaum-
gæfilega, sézt glögglega hversu í hann er ofinn allt í gegn
hinn skínandi þráður hluttekningarinnar og lýsir þar sem
gullin logi. Áhugaleysi getur gert allan mismuninn á því,
hversu hjúskapurinn lánast, atvinnulífið og allt í sambúð
og samfélagi manna. „Aldrei var neitt mikilvægt fram-
kvæmt án áhuga,“ sagði Emerson. Hvað er svo áhugi á
velferð manna, annað en hjartgróin hluttekning?
Fyrir einum mannsaldri tókst manni nokkrum í New
York, sem hafði ekki lokið jafnvel barnaskólanámi, að fásig
kjörinn á löggjafarþing ríkisins. Þegar hann kom þar til
starfa, áttaði hann sig á því, að hann var svo fáfróður og
illa hæfur til þingsetu, að hann gat þess við einn vin sinn,
að hann myndi segja af sér þingmennsku, ef hann skamm-
aðist sín ekki fyrir að láta móður sína vita þetta. Hún var
þá orðin ekkja.
Þrátt fyrir fáfræði mannsins, brann honum í brjósti
þekkingarþorsti, og svo ákaft þráði hann nú að tileinka
sér menntun, að hann hét því að fórna 16 stundum í sólar-
hring til þess að kanna og þekkja hið margbrotna kerfi
stjórnmálnna. — Tíu árum síðar var hann viðurkenndur
áhrifa- og valdsmaður í stjórn New Yorkríkis, og fjórum
sinnum var hann endurkosinn ríkisstjóri. Fjórir háskólar
höfðu sæmt þenna mann, sem aldrei hafði komizt svo hátt
á skólabekk að stunda gagnfræðanám, hvað þá meira. Hver
var þessi maður? A1 Smith.
Áhugi og hluttekning kveikir jafnvel í óviðkomandi
mönnum.
Fyrir nokkru fékk unglingur, sem alizt hafði upp í fá-
tækt, 12 stunda daglega vinnu í prentsmiðju, en næstum
ekkert kaup. Bækur gat hann ekki veitt sér, en svo mjög
hungraði hann í bóklegan fróðleilc, að hann gerði sér það
að vana, að ganga dag hvern á leiðinni til prentsmiðj unnar
framhjá fornbóksölu. Ef opinni bók var stillt út í búðar-
gluggann, þá las hann þær tvær blaðsíður. Dag einn veitti
hann því athygli, ao nú stóð honum opin næsta opna bók-
arinnar. Þetta endurtók sig á þriðja degi og framvegis.
Hann hélt áfram að lesa eina opnu daglega, unz hann hafði
lesið alla bókina.
Síðasta daginn kom hinn aldraði bóksali út til unga
mannsins og tjáði honum brosandi, að hann gæti komið
inn í búðina hvenær sem hann vildi og lesið hvaða bók, sem
honum þóknaðist, án þess að þurfa að kaupa nokkuð. Þann-
ig fékk Benjamín Farjeon, sem varð mjög kunnur rithöf-
undur, sinn fyrsta aðgang að heimi bókarinnar, — allt því
að þakka, að áhugi hans var svo áberandi og sýnilegur
aldraða og vingjarnlega bóksalanum á bak við hinn ryk-
uga búðarglugga sinn.
Biblían er auðug af frásögnum um samúð og hluttekn-
ingu. Miskunnsami Samverjinn fann til með manninum,
sem fallið hafði í hendur ræningja og þess vegna lét hann
í té hjálp sína. Hinir ferðamennirnir gengu framlijá,
hræddir við að afskipti kynnu að valda þeim óþæginda.
Það var kæruleysið, sem leiddi týnda soninn út í ógæf-
una. Honum var jafnvel sama um sjálfan sig eða hver áhrif
breytni hans hefði á aðra. En faðir hans lét sér ekki standa
á sama, umhyggja hans þraut ekki. Það var hún sem bjarg-
aði hinum týnda syni, því að þegar hann var sokkinn til
botns í eymd og spillingu, vissi hann hvert hann átti að
snúa sér. „Ég vil taka mig upp,“ sagði hann, „og fara til
föður míns.“
Hér virðist biblían vilja kenna okkur það, að sé þess-
um þætti umhyggjunnar kippt burt úr lífi manna, sé þar
ekki mikið eftir einhvers virði. Hvað eftir annað og alls
staðar í sambandi við hin daglegu störf sjáum við, hveum-
hyggjan og áhuginn má sín mikils. Frægur skartgripasali
fékk eitt sinn mann til að kaupa dýrindis rúbín, eftir að
búðarmanninum hafði misheppnast að vekja áhuga við-
skiptamannsins. Aðspurður, hvernig hann hefði farið að
þessu, svaraði hann: „Búðarmaðurinn minn er prýðilegur
og veit allt um dýrindis steina. Á okkur tveim er aðeins
einn munur. Hann veit allt um þessa skartgiúpi, en ég elska
þá. Mér er ekki sama hver hreppir þá og hver ber þá á sér,
og kaupandinn skynjar þetta, fær löngun til að kaupa, og
gerir það.
í tilfellum eins og þessum, veitir umhyggjan strax á-
þreifanleg laun, en hinir miklu hugsuðir og trúarleiðtogar
hafa ávallt kennt hið frábrugðna í þessu: að hin happa-
sælasta umhyggja væri umhyggjan, sem ekki ætlast til
neinna launa. Til allrar hamingju, vegna alls mannkyns, er
heimurinn ríkur af fólki sem gengur hljóðlega æviferil sinn
og iðkar það, sem Wordsworth nefnir „hin litlu nafnlausu,
gleymdu kærleiksverk og vinahót." Þar eru sjálfboðaliðar