Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 13

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 13
EINI NG 13 inn, steypa honum fyrir björg, glöt- umst við sjálf í brimróti hópmennsku og siðspillingar. — Svo glöggur er boðskapur þjóðsögunnar, svo skýr sið- speki hennar, að hún á erindi við okk- ur enn í dag og alla daga. Þessi frá- sögn er eins og ákall liðinna kynslóða: Glíman við myrkrahöfðingjann er ekki leikur, heldur veruleikinn sjálfur. — Og ef til vill hafa myrkravöldin sjald- an verið viðsjárverðari mannlegum breyskleika en einmitt á okkar dögum. Menn steypast fyrir björg, glatastást- vinum og ættingum, drukkna í brim- róti áfengisholskeflunnar, kafna í reyk tóbaksvælunnar, — eða koma úr djúp- unum særðir og vonsviknir þrælar tízkutildurs og eitumautna, stjórnlaus reköld á hafsjó mannlífsins. Gamalt spakmæli, að mig minnir enskt, segir: „Þegar drottinn reisir eina kirkju, opnar fjandinn tvær krár.“ Og myrkraölfin eiga því mið- ur bandamenn á okkar öld — og j afn- vel þar, sem sízt skyldi. — Hverjir skyldu vera öflugri stuðningsmenn fjandans en þeir, sem selja eða veita æskufólki görótta drykki? Og hinir, sem þegja yfir ósómanum, eru ef til vill lítið lakari í stuðningi sínum. Það er ósköp auðvelt að veltast í sljóleika og hugsunarlítilli leti út af Þúfubjargi freistinga og tildurmennsku ofan í brimrót ódygða og vesældar. Þangað er hæg leið. Ekki er á bratt- ann að sækja. Það hallar undan fæti. — Hitt er erfiðara að hafa í fullu tré við siðlitla sendiboða myrkravaldanna, kveða freistarann í kútinn, kasta hé- gómanum fyrir björg. — í helgri bók segir, að sá, sem sigrar sjálfan sig, sé meiri en hinn, sem vinnur borgir. Ber þar að sama brunni og í þjóðsög- unni íslenzku. Það er ofast auðveldast að fylgja hópnum, múgnum, í vana- heimsku hans og siðlitlum athöfnum. Það þarf styrka skapgerð og heilan hug til að segja nei, þegar hópurinn kastar sér hugsunarlítið í brimrótið. Þeir munu koma til þín og segja: „Þorir þú ekki....“ og jafnvel eitt- hvað enn verra. ef þú neitar að fylla flokk þeirra, lyfta með þeim glasi, svæla með þeim tóbak. En eigir þú þrek og dug til þess að segja nei, munu þeir þó í hjarta sínu öfunda þig. Þú hefir þá sigrað sjálfan þig. Þú ert meiri en sá, sem vinnur borgir. Þú hefir varpað sjálfum myrkrahöfðingj- anum í ólgandi brimsogið. Vetrarstarfið bíður okkar. Munið, að það er of seint að iðrast að vori, ef illa hefir verið unnið framan af vetri. Nám er erfið vinna, — og verkalaun- in greiðast oftast ekki fyrr en seint og síðar meir, að þeim hluta þeirra slepptum, sem fólginn er í starfinu sjálfu, í hverju vel unnu verki. — Ég bið ykkur að minnast þeiimar ábyrgð- ar, sem fylgir því að vera nemandi í framhaldsskóla. — Ég heiti á ykkur að bregðast ekki því trausti, sem foreldr- ar ykkar sýna ykkur með því að fá ykkur í hendur veglega menntahöll, búna góðum tækjum. — Ég minni ykkur á, að því meiri alúð sem þið leggið í nám og störf, því meiri dreng- lund og þegnskap sem þið sýnið skóla ykkar, þeim mun ánægjulegri verða ykkur þau árin, sem þið eruð nemend- ur í gagnfræðaskóla. — Og síðast en ekki sízt: Munið, að starf kennarans er að aðstoða ykkur og leiðbeina, leit- ast við að hjálpa ykkur til þroska. Leitið því til kennara ykkar, ef eitt- hvað bjátar á, — og ég veitþeirmunu reynast ykkur vel. Góðir nemendur. Mætti ég enn að lokum biðja ykkur að heyra viðvörun forfeðra vorra, aðvörunina magn- þrungnu: öll þurfum við einhvern tíma að takast á við hin myrku öfl, bæði þau, sem búa hið innra með okk- ur sjálfum, og eins hin, sem leynast allt um kring. Og glímuna þá erum við dæmd til að heyja ein. Lífsham- ingja sérhvers okkar er í veði. Bylt- umst við í djúpið, eða sigrumst við á sjálfum okkur, sýndarmennskunni, tízkufjötrunum, hópvitfirringunni ? Veganesti Kolbeins Jöklaraskálds til einvígis á Þúfubjargi var íslenzk hag- mælska,íslenzkt ljóð, þroski, sem hann hafði öðlazt í lágreistri baðstofukytru eða úti við erfið sveitastörf. Það voru vopn hans. Og það voru vopn íslenzkr- ar þjóðar á öllum öldum. Fornar sagn- ir og bók bókanna, Biblían, voru upp- alendumir. — Myrkravöldunum mæt- um við með andlegum og siðferðileg- um styrk. Stál er máttlaust, jafnvel atómsprengja einskis megnug. Og nú er spurningin: Geta skólar nútímans nestað ykkur jafnvel, búið ykkur jafnvel til baráttunnar og ís- lenzk alþýðumenntun gat á öldum fyrri? — Að vísu mun meira til þurfa nú en þá. En von mín er sú, að úr skóla okkar haldið þið hæfari til átak- anna, hæfari til að halda reisn ykkar, hæfari til að verða gott fólk. -K Bindindishreyfingin í Dainmörku færist i aukana Landssamband bindindismanna í Danmörku (Danske Afholdsselskabers Landsforbund) átti 60 ára afmæli á liðnu hausti. 1 samkvæmi afmælis- fagnaðarins 31. ágúst sl. flutti for- maður landssambandsins, Frode Mark- ersen yfirlitsræðu um starfsemi sam- bandsins, gat þess m.a. að á síðast- liðnu ári hefði félögum þess fjölgað úr 42,304 í 43141, en veigameira er þó það, að nú hefur bindindishreyf- ingin í Danmörku eignast sinn æsku- lýðs-bindindisskóla, hefur einnig feng- íð sinn áfengisvarnarráðunaut og fleiri viðurkenningar hins opinbera. Samkvæmið sátu innanríkis og ut- anríkisráðherrarnir m.a. góðra gesta, einnig erlendra, frá Noregi stórþings- maðurinn Jakob Pettersen, frá Sví- þjóð ríksdagsmaðurinn Daniel Wik- lund, sem einnig er formaður lands- sambands bindindi&manna í Svíþjóð, og Karl Wennberg, framkvæmdastjóri norræna góðtemplararáðsins. For- manni Landssambandsins gegn áfeng- isbölinu á íslandi var einnig boðið til afmælisfagnaðarins, en bæði er leið löng og ferð dýr til að sitja eina af- mælisveizlu, en auk þess var von okk- ar hér, að þáverandi stórtemplar okk- ar, Benedikt S. Bjarklind, sem þá myndi vera staddur í Danmörku, gæti verið fulltrúi okkar í afmælisfagnað- inum, en til þess entist honum ekki heilsa og aldur, en tengdafaðir Bjark- linds, hinn alkunni og vinsæli öldung- ur bindismanna á Norðurlöndum, Ad- olph Hansen, fyrrv. framkvæmda- stjóri Landssambands bindindismanna í Danmörku um áratugaskeið, flutti kveðju okkar og heillaóskir í afmælis- fagnaðinum. Vissulega hefði verið gaman að vera þar. Bindindismenn í Danmörku eiga þakkir og heiður skil- ið fyrir 60 ára starfsemi sína, og við óskum þeim mikla sigra á komandi árum. Báðir dönsku ráðherrarnir fluttu á- vörp í afmælissamkvæminu. Forsætis- ráðherrann, Jens Otto Krag sagði: „Það voru bjartsýnir hugsjónamenn, sem hófu bindisstarfsemina og hún hefur verið brautryðjandi margvís- lega, og átt samstarf við stjóm og löggjafarþing. Þakkir flyt ég henni fyrir góð áhrif í þjóðfélaginu þessi ár.“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.