Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 15

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 15
EINING 15 Þessum, sem að framan var nefndur: anda drottins, anda vísdóms og skiln- ings, anda ráðspeki og kraftar, anda þekkingar og ótta drottins, — anda Krists. Slík fylling anda og kraftar útilokar gersamlega alla þörf á áfengi og öðrum skaðnautnum. Þetta er sú hugmögnun, sem guðstrú og trú á mannlífið og göfgandi hugsjónir veit- ir. Þetta bjargráð er óbrigðult, vilji menn hlíta því og magna sig þessari guðsfyllingu, þá eru öll lagabönn varð- andi áfengi og skaðnautnir óþörf, en séu sálir manna tómar, snauðar af þessari fyllingu andans, geta þeir auðveldlega orðið fyllibyttur alls konar óhollustu, og þeim til verndar, eins og hverjum öðrum óvitum og auðnuleysingjum, verður að setja ýmis konar bönn. „Þú skalt og þú skalt ekki“ voru laga- ákvæði, sem ein dugðu frumstæðum og andlega vanhirtum lýð. Við þessi lagaákvæði verða menn að búa meðan þeir ekki fyllast þeirri guðsfyllingu, sem stjórnar öllum gerðum manna í samræmi við bróðurkærleika og guð- legt réttlæti. Þetta er enginn eftiröpunar króka- stígur, heldur sá himnastigi, sem leið- ir að hæsta marki. * IJtburður nútímans I lieiðnum siS iökuðu menn það tíðum að bera út böm sín. Hinn kristni siður afmáði bamaútburðinn og gerðist brautryðjandi í alls konar barnavernd og lét sér annt um börnin. / A þessari öld bera menn ekki út böm sín, en aldarhátturinn og viss fræ'öimennska ber rit guðvana sálir manna. Eftir er svo ein nakin staðreynd. IIún er sú, að aldrei hefur guðsþörf mannkynsins verið meiri en einmitt nú, í þessum heimi efnisliyggju og guðlausrar fræðimennsku. ->f- IVfundu þau segja já eða nei? Lítil stúlka var fyrir nokkm að leika sér á gangstétt í Osló. Ölvaður ökuþór varð henni að bana. — Myndu foreldrar hennar segja já eða nei, ef þau væra beðin að greiða atkvæði um það, hvort selja eigi mönnum áfenga drykki eða ekki ? Sama norska blaðið, sem segir frá þessu, getur þess einnig, að maður nokkur þar í landi hafi nýlega verið dæmdur í eins árs og níu mánaða fangelsi fyrir það að aka í ölvunarástandi á mann og valda honum dauða. Maðurinn ók burt frá deyjandi mann- inum, en náðist brátt. í sama nr. blaðsins er sagt frá árekstri ökumanns í bíl og manns á vélhjóli. Báðir vom mennirnir ölvaðir, hjólreiðamaðurinn talinn eiga fremur sök á árekstrinum, og liann beið bana. Þessar em fréttirnar, sem iðulega berast um þátt áfengisneyzlunnar í umferðarslys- um. ->f- Milliliðir Fyrir mörgum árum kom sóknarprestur inn í fiskbúð til þess að kaupa sér í soðið. Ef til vill var þetta .í Vestmannaeyjum. Prestur talaði mikið. M.a. ræddi hann um verðið á soðfiskinum, hversu miklu hann væri ódýrari á bryggju en í fiskbúðinni. „Þessu veldur milliliðurinn,“ sagði prestui'. þá sagði fisksalinn rólega og ísmeygilega: „Sama má víst segja um guðsorðið, það mundi ódýrara, ef það fengist milliliðalaust.“ Blik. -□- Bókaást Þorsteinn heitinn Þorsteinsson, sem lengi var sýslumaður í Dalasýslu, var sem kunnugt er, einn mesti bókasafnari hér á landi. Þeg- ar lát hans fréttist, orti borgfirzkur bóndi þessa vísu: Fallega Þorsteinn flugið tók. Fór um himna kliður. Lykla-Pétur lífsins bók læsti í skyndi niður. Blik. -□- Koma þó seint sé Gamall maður fór til Reykjavíkur og leit- aði læknis. Læknirinn rannsakaði hann gaum- gæfilega og sagði síðan: „Það er slæmt, að sumt fólk leitar ekki læknis fyrr en það er hálf dautt.“ — „Til míri kemur það aldrei, fyrr en það er steindautt,“ sagði gamli mað- urinn. „Nú, hver eruð þér?“ spurði læknirinn. „Eg er grafari við Landakirkju í Vest- mannaeyjum.“ Blik. -□- Heit ást Fyrir svo sem 40 árum bar stúlka bam sitt til skímar. Þurfti hún þá að greina presti frá því, hver væri faðir barnsins. „Hann heitir Pétur Jónsson, sem átti heima á H....,“ sagði stúlkan. „Hvemig má það vera?“ spurði prestur, „hann, sem fór til Ameríku fyrir tveimur árum.“ „Já, en hann sendir mér alltaf bréf öðru hverju,“ sagði stúlkan, „og þau era heit.“ Blik. S=l Skakkt val Ég ætla að giftast þeim manni, sem ég vil eigö, hvað sem hver segir, sagði sú litla. Það er ekki hyggilegt val, sagði vinkona hennar. Betra er að giftast þeim manni, sem ýmsar aðrar vilja ná í. □ Framsýni Skotinn var í brúðkaupsferð og í hrifn- ingu yfir velgengni sinni keypti hann súkku- laðplötu, braut hana í tvennt, fékk ástinni sinni helminginn, en stakk hinum helmingn- um í vasa sinn. Eftir nokkra stund spurði unga frúin, hvort þau ættu ekki að gæða sér einnig á liinum helmingnum. — Nei, svaraði skotinn, við geymum barninu hann. □ Snjallræði Heyrt hef ég það, sagði unga frúin, að egg geymdust betur á köldum stað. Þá spurði ungur bróðir hennar: Hvers vegna ekki að láta hænuna halda til í kæli- skápnum? □ Eftirlýsingar Köttur eirni tapaðist frá frú A...., sem liefur tvo svarta bletti á nefinu og rófunni. Aimbandi týndi stúlka með gulllás að framan en perlu að aftan. Horf þú ekki á vínið, hversu rautt það er, hversu það glóir í bik- arnum og rennur ljúf- lega niður. - Að síðustu bítur það sem högg- ormur og spýtir eitri sem naðra. ---------------------------—.-------

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.