Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 5
EINI NG
5
X( oot 1/
SUMARMÁL
Ritstjórn blaósiðunnar:
GuOmundur I>6rarinsson
og Einar Hannesson.
Þýzk-norrænt jbing
í Þýzkalandi
Æskulýðssambandið Schleswig-Hol-
stein hefur mikirm áhuga á samstarfi
við æskufólk á NorðurlöncLum. Árið
1961 bauð það t.d. hóg íslenzkra æsku-
lýðsleiðtoga til sín, til kynningar á
æskulýðsstarfi. Síðastliðið sumar kom
svo hópur frá þeim til kynningar á
landinu. Nú að þessu sirmi bauð það
3 fulltrúum frá hverju Norðurlcmd-
anna til kynningar um æskulýðsmál,
auk þess sem boðinu fylgdi kynnis-
ferð til Berlínar. Undirritaður átti
þess kost að sitja þetta þing og þykir
hlýða að kynna það örlítið.
Svíar atliafnasamir.
Sænska sambandið hafði tvímælalaust ver-
ið athafnasamast. Það hefði veitt veigamkla
aöstoð vanþróuðu löndunum, svo sem Kongó,
Tang’anika, Ethíópíu o.fl. Æskufólk á aldrin-
um 20—30 ára, sem sérstaklega var þjálfað
og reynt í æskulýðsmenningar og félagsmál-
um og starfi Iiafði verið sent til þessara
landa til hjálpar, upplýsingar og uppbygg-
ingar.
Þingið var sett í húsi samtakanna í IMözen
af fonnanni þess Gunther Martens kvöldið 9.
október. Hann kynnti fyrirkomulag þess og
óskaði nánara samstarfs við Norðurlöndin,
þessar óskir sínar ítrekaði liann við opinber-
ar móttökur í Kiel og Berlín. Eftir þaS
kynntu fulltrúar sig og félag sitt. Nassta dag
var kynningum enn haldið áfram og fulltrú-
amir greindu frá félagsstarfi æskulýðssam-
bandanna. Öll liöfðu þau unnið vel, livert á
sinn liátt, þó augljóst væri að æskulýðsstarfi
Islands væri ekki sá sómi sýndur af ríki og
héruðum, sem æskulýðsstarfi hinna landanna,
sem veita vervilegan stuðning.
Verkefni Evrópuráðs, ceskulýð'sheimssam-
bandsins W A Y.
Á þessu þingi var rætt um verkefni og
framtíðaráætlanir Evrópuráðs æskulýðssam-
takanna. Formaðurinn H. G. Binder, lag’ði
sérstaka áherzlu á kynningu æskulýðsleið-
toga hinna ýmsu landa, sem skiptust á um
reynslu og starfsaðferðir og kæmu á fram-
færi hverju því nýju sem fram kæmi og til
heilla horfði. Grundvöllur samstarfsins yrði
að byggjast á gagnkvæmri vináttu og skiln-
ingi og fyrir þeim ættu öll sérhagsmuna og
tortryggnis sjónarmið að víkja.
A þessu þingi skiptust á fyrirlestrar og sam-
töl. Rætt var um samstöðu og tengsl liinna
eldri við þá yngri og hve oft væri um tak-
markaðan skilning að ræða þeirra í milli, um
áhrif menningartækja nútímans svo sem
blaða, sjónvarps og útvarps, á uppeldi æsk-
unnar. um þáttöku ungs fólks í félagslífi og
stjórnmálmn, hvenær það hefði þroska til
stjómmálalegrar þátttöku o.íl.
Kynnisferðir.
Inn á milli fyrirlestranna var komið á
kynnisferðum og þó sérstaklega viðvíkjandi
farfuglaheimilum. Farfuglaheimili Þjóðverja
eru rekin af hinum mesta myndarbrag. Oft
og tíðum skipulögð af æskulýðssamtökum og
rekin jöfnum höndmn sem gistiheimili og
dvalarstaðir fyrir alls konar æskulýðsnáms-
skeið og skólaferðalög, sum hafa herbergi til
dægradvala, tómstunda og' íþróttaiðkana, svo
sem hið glæsilega heimili í Travemunde og
undantekningarlaust fylgja þeim ágætir borð-
salir, setustofur, mörg liafa tjaldstæði og
alls konar fyrirgreiðslu með mat og annað
er ferðafólk vanhagar um. Glæslegast þeirra
heimila sem ég sá, var farfuglaheimilið í
Kiel, sem miklu fremur má líkja við fullkom-
ið hótel. Æskulýðsheimilið í Bad-Segeberg
var og mjög athyglisvert með herbergjum til
tómstunda- og íþróttaiðkana, útvarpi og seg-
ulbandi og flestu því er laðar æskuna til sín.
Við vorum í opinberu boði landstjórnar-
innar í Kiel og var sýnt ráðhúsið og skipa-
skurðurinn mikli, fleira mætti víst til tína,
svo sem leikhúsferð til Hamborgar, þar sem
okkur var sýnd „My fair lady.“
Ferð til Berlínar.
Að síðustu kemur svo. boðið til Berlínar.
Þar sátum við opinbert boð Berlínaborgar,
með ávörpum og kynningum. þar á meðal
um hina erfiðu aðstöðu borgarinnar vegna
skiptingar austurs og vesturs, en þau mál
eru öllum kunn. Okkui' voru sýndar margar
merkisbyggingar V- Berlínar og hinn mikli
múr er aðskilur borgarhluta. Mest fannst
mér til um faríuglaheimilið í Klukkustræti
3 með 250 rúmum og' fullkomið á allan máta.
Við komumst meira að segja til A-Berlínar
og lituðumst þar nokkuð um.
Síðasta daginn var rætt um tilgang og ár-
angur fararinnar, auk samstarf milli Æskul.
Sch.-H og Norðurlandanna. Þinginu lauk svo
með þökkum fyrir kynningu og góða samveru
og samskipti. Dvölin hafði áreiðanlega orðið
að mörgu leyti til fróðleiks og gagns.
Guðm. Þórarinsson.
-K -K *
Þetta er liið mikla farfuglaheimili í Klukkustrœti 3 í Berlín. Það
rúmar 250 manns. Þar er glœsilegur borðsalur og setustofur. Fjög-
ur til sex rúm eru í liverju lierbergi og fylgja þeim flest þœgindi.
Æskulýðsheimilið „Haus Bothfos“ í Mözen. Þar er hentug aðstaða
fyrir 20-30 manna námskeið eðaþing.