Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 7
E I N I N G
7
ið haft sínar neikvæðu hliðar. Fólkið
þyrpist til þéttbýlli staða, og á bann
hátt slitna ýmsir úr tengslum við f jöl-
skyldur sínar og eiga þangað ekki aft-
urkvæmt, skv. hefðbundnum venjum.
Lýsti ræðumaður þessu og ýmsu öðru
með átakanlegum dæmum, og svo hinni
sívaxandi áfengisnautn. Hvatti hann
mjög til aukinnar aðstoðar við hinar
vanþróuðu þjóðir.
Að erindinu loknu var hlé töluverða
stund og voru þá fulltrúum veitt hin
svonefndu óáfengu vín, ýmsar tegund-
ir, sem nú ryðja sér mjög til rúms á
Norðurlöndum. Er full ástæða til, að
ísl. bindindismenn gefi því máli meiri
gaum en gert hefur verið til þessa.
Einnig skoðuðu menn í hléinu ofur-
litla sýningu, sem komið hafði verið
fyrir á snyrtilegan hátt í rúmgóðum
gangi félagsheimilisins. Mátti þar sjá
ýmis útgáfurit kristnu bindindissam-
takanna á Norðurlöndum.
Síðan var fundur settur að nýju og
flutti þá séra Per David Ekby, dóm-
kirkjuprestur, erindi, sem hann nefndi
„Aukið bindindisstarf kristinna safn-
aða meðal vanþróaðra þjóða.“ Séra Ek-
by hafði verið um skeið í Afríku eigi
alls fyrir löngu og gat því talað um
þessi mál af eigin reynd eins og hin-
ir ræðumennirnir. Brá hann upp mörg-
um átakanlegum myndum af hinni sí-
vaxandi áfengisneyzlu þar syðra. Eru
mér ekki sízt minnisstæðar lýsingar
hans á hinni miklu áfengisneyzlu
kvenna. Taldi hann, að oft væru á-
stæðurnar þær, að menn þeirra leit-
uðu til ört vaxandi borga og bæja og
vanræktu heimilin, en það væri þeim
um megn. Erindið var flutt af alvöru-
þunga og hita hugsjónamannsins. Hann
lauk máli sínu með því að segja: Það
er ekki nóg að tala, — heldur starfa,
starfa í kærleika.
Að þessu erindi loknu fóru fram
umræður nokkra stund, en síðan var
eftirfarandi ályktun, sem senda skyldi
blöðum og útvarpi, borin upp og sam-
þykkt einróma:
,,Á þingi sínu í Karlstad ræddi
Bindindisþing norrænna safnaða ekki
aðeins um ástandið í bindindismálum
á Norðurlöndum, heldur einnig meðal
hinna vanþróuðu þjóða. Þingið lítur
svo á, að stefna beri markvisst að því
að auka fjárhagslega og tæknilega að-
stoð við vanþróuðu þjóðirnar. Jafn-
framt telur þingið mikilvægt, að að-
stoð Norðurlandanna mótist af félags-
legum og siðrænum viðhorfum og þá
meðal annars með fræðslu um skað-
semi áfengis og annarra deyfilyfja, en
kunnugt er að neyzla áfengra drykkja
og ýmiss konar eiturlyfja fer nú mjög
í vöxt meðal æsku vanþróuðu þjóð-
anna. Það er afar nauðsynlegt, að sér-
fræðingar þeir, sem Norðurlöndin
senda til starfa hjá vanþróuðu þjóð-
unum, stuðli markvisst að því með
fræðslu og eigin fordæmi, að unga
fólkið keppi að háleitu marki og holl-
um lífsvenjum. Þingið mælist einnig
til þess, að kirkjur og trúboðsfélög
leggi meiri rækt í trúboðsskólum sín-
um en verið hefur við nútímafræðslu
um skaðsemi áfengra drykkja. Tryggja
þarf einnig, að aðrir en þeir, semfara
frá Norðurlöndum til starfa meðal
vanþróaðra þjóða, hljóti sams konar
fræðslu.
Eins og hingað til, verður bindind-
isstarfið í trúboðslöndunum að fara
fram í náinni samvinnu við kirkju-
stjórnirnar. Meðal annars má gera
ráð fyrir, að í hinum ört vaxandi bæj-
um og borgum vanþróuðu þjóðanna
þurfi að stofna sérstök ráð, sem
stjórni bindindisstarfinu, og drykkju-
mannahæli. Hvers konar fræðslu varð-
andi bindindisstarfið, og áróður fyrir
neyzlu óáfengra drykkja, ber ráða-
mönnum að láta í té á því máli, sem
við á, og vænlegast þykir til góðs ár-
angurs.
Þingið beinir þeim tilmælum til Al-
þjóða bindindisráðs safnaða, að það
beiti sér fyrir því við Alþjóðaráð
hinna kristnu kirkna, að aukin verði
að mun baráttan gegn skaðsemi áfeng-
is og eiturlyfjanotkunar yfirleitt með-
al vanþróaðra þjóða.
Loks undirstrikar þingið nauðsyn
þess, að haldið sé áfram samræmdu,
öflugu og áhrifaríku bindindisstarfi á
Norðurlöndum.“
Því næst fóru fram hátíðleg þing-
slit. Að þeim loknum fóru margir
fulltrúar til þátttöku í næsta bindind-
ismóti, sem átti senn að hefjast.
Þegar ég nú lít til baka til þessa
þings, sem hér hefur verið vikið að
með nokkrum orðum, er ég fjarska
þakklátur fyrir það, að hafa fengið
tækifæri til að sitja þingið og kynn-
ast nýjum málefnum og ýmsum ágæt-
um mönnum. Hins vegar hlýt ég að
segja það, þar sem ég kom frá þjóð,
sem er að byrja að leggja grunninn
að bindindisstörfum á vegum krist-
ínna safnaða, að mér fannst allt of
lítið rætt á þinginu um starfið innan
safnaðanna sjálfra á þessu sviði og
og störf erindrekanna innan safnað-
anna, m.ö.o. starfið úti á akrinum og
skipulagningu þess. En á þetta var
raunar aldrei minnst að neinu ráði,
nær allur tími þingsins fór í það að
ræða um vanþróuðu þjóðirnar, eink-
um í Afríku, og aukna aðstoð við þær,
og þrjú aðalerindi þingsins voru um
það efni. En í einkasamræðum við
sænska og norska áhugamenn, einkum
að loknu þinginu, fékk ég margs kon-
ar upplýsingar um störf samtakanna í
Svíþjóð og Noregi. Tel ég því rétt
að gera grein fyrir þeirri reynslu
minni í eins stuttu máli og mér er
unnt.
Samtök kristnu safnaðanna sænsku
eiga þegar langa og merka starfssögu
að baki, nákvæmlega 43 ára gamla.
Starf þeirra er 1 föstu, öruggu formi
og hefur verið lengi, og næstum ótrú-
lega fjölþætt og yfirgripsmikið. Frá-
sögn af því einu væri nægilegt efni í
langan fyrirlestur, þótt hér verði þess
aðeins getið í örfáum orðum.
í þessum sænsku, kristilegu bind-
indissamtökum eru nú 17 félagasam-
bönd, sem hafa rétt til að kjósa 42
fulltrúa á ársþing sitt. Þau hafa sex
fasta starfsmenn í þjónustu sinni,
framkvæmdastjóra, séra Alf Tallborg,
og fimm erindreka. En auk þessara
sex föstu manna, hafa samtökin aðra
fimm, sem ráðnir eru öðru hverju til
skemmri tíma. Skylt er að geta þess,
að fyrrverandi framkvæmdastjóri, séra
Jóel Kullgren, lét af störfum fyrir einu
ári, eftir þrjátíu ára þjónustu í þágu
samtakanna. Er mér tjáð, að hann
hafi reynzt svo frábær starfsmaður,
að fágætt sé, og muni sænsku sam-
tökin njóta ávaxtanna af starfi hans
um langa framtíð. Heildartekjur sam-
takanna á síðastliðnu starfsári voru
tæpar 500.000 krónur, sænskar, eða á
5 milljón íslenzkra króna.
Það liggur í augum uppi, að með
slíku starfsliði og fjármagni er mikið
hægt að gera, enda er þessi starfsemi
Svía alveg furðulega mikil og fjölþætt,
eins og ég drap á fyrr. Erindrekarnir
eru á sífelldu ferðalagi um land allt
mestan hluta ársins, milli safnaða og
annarra félagasambanda samtakanna,
halda fræðslunámskeið og fundi, flytja
mikinn fjölda fræðsluerinda, leiðbeina
í sunnudagaskólum og söfnuðum og
jafnan með þeim hætti, sem hentar
bezt á hverjum stað. Samtökin hafa
sitt eigið bókaforlag, gefa út sitt eigið
tímarit, „Folkets vdl,“ og töluvert af
ýmiss konar smáritum og bókum til
útbýtingar eða sölu. Þá hafa þeir einn-
ig látið gera nokkrar filmur til notk-
unar í starfinu, einkum skuggafilmur.
Framhald á bls. 10