Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 10
10 E I N I N G SEXTUGUR: Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri Eiríkur er upprunninn á Austurlandi. Fæðingarstaðurinn heitir Hamrasel, hressilegt og fallegt nafn, sveitin Geit- hellnahreppur, sérkennilegt nafn og eitt- hvað töfrandi við allt, sem heitir hellir. Breiðdalur, gróðursæl og fögur byggð. Og há og fjölbreytileg eru Austfjarðafjöllin. Á Austfjörðum var það, að fundum okkar Eiríks bar fyrst saman og varð það mér ógleymanlegt. Vissir menn hafa ævinlega magnað mig, og slíku er ég þakklátur. Þetta var skömmu eftir 1930, Eiríkur var þá ungur maður við kennslu- störf í Norðfirði og gott var þá að hitta samherjana þar, menn eins og Valdimar Snævarr. skólastjóra, Sigdór Brekkan, kennara, Eirík og fleiri góða drengi, kon- ur og karla. Þegar hinn mikli leiðtogi ísraelsmanna, Móse, kom niður af Sínaífjalli eftir mik- ilvægan og afdrifaríkan samfund við Guð sinn, þá stafaði ljómi af andliti hans. Margur bjartur sveinn og svanni hefur vaxið upp milli hárra fjalla í fögrum dölum íslands. Eiríkur Sigurðsson er einn þeirra. Mér fannst, er ég kynntist honum fyrst, að af ljúfmennsku hans, háttprýði og hreinleik stafaði viss ljómi, hann var þá vissulega hinn bjarti sveinn. Það var líkast því sem hann hefði alizt upp í ein- hverjum ljósheimi eða gengið upp á guðafjall til þess að sækja sálarbirtu og fegurð lífs síns. Þessi ungi maður gerðist fylgdarsveinn minn frá Neskaupstað í Norðfirði og upp á Oddsskarð, og átti það sinn þátt í að gera þann fagra dag mér ógleymanlegan. Á fjallveginum gengum við framhjá Höllusteini og sagði Eiríkur mér þá sög- una um harmleik, er þar gerðist fyrr á árum. og eftir að við skildum á fjallinu setti ég að mestu leyti saman ljóðið, sem ég kalla Harmleikurinn við Höllustein. Það var unaður að vera uppi á Odds- skarði þenna dag, veður var svo fagurt og „stemmningin“ dásamleg þegar bregða tók birtu. Leiðin niður af fjallinu var mér góður undirbúningur undir starf sem beið mín nokkra daga í Eskifirði, og þaðan fór ég sigrihrósandi eftir mjög á- nægjulegt samstarf við ágætt fólk á þremur fjörðum eystra. Allt þetta hefur orðið mér ógleymanlegt, og í þeim end- urminningum ber bjarma á nafn Eiríks Eiríkur Sigurðsson Sigurðssonar, og nú eftir 30 ára kynni vildi ég gjarnan eiga fögur orð til að þakka honum þessi góðu kynni og all- mikið samstarf í félagsmálum, en hann á annars miklar þakkir skilið fyrir ára- tuga starf meðal æskulýðsins, bæði við kennslu og félagsmálastörf, sívakandi, ó- þreytandi og farsæll við hið holia og á- hrifaríka uppeldisstarf. Góðvinur hans og samverkamaður á annan tug ára, Snorri Sigfússon, skrifaði í Tímann 30. október sl. afmælisgrein um Eirík og segir þar meðal annarra orða: „Um 14 ára skeið starfaði Eiríkur Sig- urðsson undir minni stjórn á Akureyri. Er hann mér og verður minnisstæður, sem einn þeirra hæfustu og beztu samstarfs- manna, er ég hefi átt um dagana. Hann er prýðilega gefinn maður, vel skapi far- inn, lundléttur og viðmótsþýður, áhuga- samur um andleg og siðleg málefni og úrvalskennari. Hann hefur sem slíkur, þann ómetanlega kost, að hafa meiri á- huga á þætti uppeldisins í kennslustarf- inu en ítroðningnum og átti því vel við mig. Og áhugi hans á starfinu og öllu því, er verða mætti nemendum hans til heilla. efla skapstyrk þeirra og siðgæð- isþroska; var frábær og fölskvalaus. Hin öra og létta lund hans, góðvild og hreinleiki hgarfarsins, ávann honum vin- sældir í samstarfi og félagslífi. Það vissu allir, og munu enn vita, að þar sem Ei- ríkur Sigurðsson er, fer heill og vamm- laus drengskaparmaður." Auk kennslustarfa hefur Eiríkur Sig- urðsson lagt óhemju vinnu í félagsmála- störf, mjög margþætt bindindis- og æsku- lýðsstarf um áratugi á Akureyri, og hef- ur áhrifa hans gætt víða um land, því um langt skeið hefur hann verið sam- starfsmaður Hannesar J. Magnússonar, skólastjóra. um útgáfu hinna ágætu rita, barnablaðsins Vorsins og Heimilis og skóla. Hér er um starfsemi að ræða, sem ekki er unnt að gera nein skil í stuttri afmælisgrein, en þar hefur Eiríkur vissu- lega gerzt sönn fyrirmynd. Eiríkur er fæddur 16. október 1903. Fæddist inn í hið vonbjarta andrúmsloft þeirra aldamóta. Stundaði fyrst nám í Eiðaskóla, þar næst í Askov-lýðháskóla í Danmörku og einnig kennaraskóla í Kaupmannahöfn og útskrifaðist svo nokkrum árum síðar úr Kennaraskóla íslands. Á þessum stöðum, undir áhrifum úrvalsfræðara, mun hann hafa hlotið gott vegarnesti til ræktunar öllu því góða eðlisfari og gáfnafari, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf. Guð blessi honum ævi- árin, sem framundan eru. Þegar góðum mönnum eru færðar þakk- ir, má ekki gleyma þeirra góðu konum. Kona Eiríks, Jónína Steinþórsdóttir, er góðum ko'Stum og menntun búin og hef- ur verið honum traustur samstarfsmaður. Marga góða stund hef ég átt á heimili þeirra hjóna og þakka af heilum hug vináttu þeirra og öll góð kynni. Pétur Sigurðsson. Framhald af 7. bls. Eru sumar þeirra athyglisverðar og gætu hentað okkur, og mun það mál athugað nánar. Norðmenn hafa aðeins lítið eitt styttri starfstíma að baki en Svíar og vinna eins og þeir aðdáunarvert starf á bindindisakri hinna kristnu safnaða. Líkist það um flest starfi Svía, enda mun þar hafa verið löngum um mikla samvinnu að ræða. Það er aðeins nokkru minna í sniðum, eins og að líkum lætur. Á vegum hinna kristilegu bindind- issamtaka Norðmanna eru nú 26 fél- agasambönd. Framkvæmdastjóri er Georg Rinvold, kritsniboði, og á skrif- stofu hans í Osló, þar sem ég kom nokkrum sinnum, eru tveir fastir starfsmenn, auk hans. Samtökin hafa þrjá fasta erindreka og er einn þeirra launaður af ríkinu að % hlutum. En auk þessara þriggja erindreka starfa á vegum þeirra nokkrir aðrir, í viss- um héruðum, stuttan tíma í senn. Ríkisstyrkur samtakanna er á þessu ári 50 þúsund norskar krónur, eða rúmar 300.000 íslenzkar. Auk þess hafa þau ýmsar aðrar tekjur. Erind- rekarnir eru úti á akrinum mestan hluta ársins og leysa af hendi, brenn- andi í anda, hliðstæð störf og Svíar. Blað er gefið út, „Vardevakt,“ og ýmis konar smárit og bækur til dreifingar og til vakningar í starfi. Drykkju- mannahæli hafa þeir starfrækt frá 1947. Hælið tekur við 60 vistmönnum og er eitt hið stærsta og fullkomnasta í Noregi. Virðist rekstur þess eins, út af fyrir sig, vera harla mikið átak. Þótt enn sé frá fjölmörgu öðru að segja af bindindisstarfi kristinna safn- aða hjá þessum tveimur ágætu frænd- þjóðum okkar, verður hér staðarnum- ið að sinni. En ferðalangur, sem kemur frá fjar- lægri þjóð, er enn hefur tæpast hafið störf á þessum vettvangi, hlýtur að hrífast af því mikla og skipulega starfi, sem þær leggja fram í þágu þessara mikilvægu mála. Og hann hlýtur jafnframt að óska þess af heil- um huga, að þjóð hans haldi sem fyrst markvisst inn á líkar leiðir til bless- unar fyrir aldna og óborna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.