Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 6
6 EINING Bmdmdisþmg norrænna safnaða Haldiö í Karlstad í Svíþjóð 2.-3. ág. sl. Eftir Sigurð Gunnarsson, kennaraskólakennara. egar ákveðið var í vor, að ég yrði ’-'myf; fulltrúi íslenzkra bindindissam- -■“-i taka á norræna bindindisþinginu, sem halda átti að þessu sinni í Karl- stad í Svíþjóð, hugsaði ég til þessmeð gleði að fá að kynnast þar bindindis- starfi norræna safnaða og sitja þing þeirra, sem jafnan er haldið í tengslum við stóra norræna bindindisþingið. Allt frá því, er ég fór að starfa nokkuð að ráði á vegum bindindissam- takanna, hefur mér oft fundizt og finnst enn tilfinnanlegt, að íslenzka þjóðkirkjan skuli ekki starfa mark- vissar en hún gerir fyrir málstað bind- indishugsjónarinnar. í raun og sann- leika stendur það þó engum nær en kristinni kirkju, og tel ég óþarft að rökstyðja svo augljóst mál. Að sjálf- sögðu ber að minnast þess og þakka, að margir prestar hafa verið og eru enn forystumenn á sviði bindindis- mála. En þeir hafa fyrst og fremst verið það sem áhugasamir einstakling- ar, en ekki vegna þess, að bindindis- skoðun væri fastur liður í starfi kirkj- unnar. Ég var því einn af þeim, sem fagnaði mjög þeirri framkvæmd, þeg- ar okkar óþreytandi áhugamaður í þágu göfugra hugsjóna, Pétur Sigurðsson, ritstjóri, átti frumkvæði að því, að stofnað var 12. maí 1962 Bindindisráð kristinna safnaöa í Reykjavík, Hafn- arfirði og Kópavogi. Munu margir þá hafa spurt eins og ég í hljóðumhuga: Var ekki þarna stofnað til samtaka, sem líkleg eru til þess að geta orðið öfl- ugri en nokkur önnur í baráttunni gegn áfengisbölinu? Ég tel öruggt, að svo geti orðið, ef allir kristnir söfn- uðir verða samtaka um að vinna mark- visst gegn áfengisbölinu undir for- ystu prests og safnaðarstjórnar. Það er hugsjónin, sem að baki liggur og hin ungu samtök stefna að. Ég hafði nokkra hugmynd um, að kristnir söfnuðir í Svíþjóð og Noregi hefðu lengi unnið merk störf á sviði bindindismála, en vissi annars mjög lítið um þau yfirleitt. Það var því harla forvitnilegt fyrir mig að fá tæki- færi til að kynnast forystumönnum þeirra og fá að hnýsast lítið eitt í störf og starfsaðferðir samtakanna í þess- um tveim nágrannalöndum. Ég mun nú segja frá reynslu minni í sambandi við mótið í stórum drátt- um og geta þá fyrst þingsins með nokkrum orðum. Það hófst í glæsilegu félagsheimili dómkirkjusafnaðarins í Karlstad föstu- daginn 2. ágúst kl. 13. Rétt um 40 full- trúar sóttu mótið frá Norðurlöndunum fimm. Færeyjar áttu engan fulltrúa á þessu þingi og munu ekki enn hafa stofnað til slíkra samtaka. — Fram- kvæmdastjóri sænsku bindindissafnað- anna og formaður norræna safnaðar- ráðsins, séra Alf Tallborg, bauð full- trúa velkomna með stuttri ræðu og skipaði í embætti. Síðan flutti séra Nils Hammarstál, erindreki hugvekju og lagði út af guðspjalli sunnudags- ins 4. ág. Hugvekjan var stutt, en brennandi hvatning til allra viðstaddra. Þá flutti séra Povl Erik Bjemo, sem nú er erindreki kristnu samtak- anna sænsku, langt erindi um trúboðs- störf sín í Afríku og ástandið í áfeng- ismálunum þar. En séra Bjerno hafði starfað þar nýlega sem trúboði um eins árs skeið. Hér er ekki hægt að rekja efni þessa langa erindis, en það var einkar fróðlegt og gaf glöggt til kynna, hve trúboðarnir eiga við mikla erfiðleika að stríða í starfi sínu þar syðra, og hve áfengisbölið er þar á háu stigi. Hvatti ræðumaður mjög til aukinnar aðstoðar norrænu þjóðanna við hina svörtu bræður okkar og syst- ur í Afríku. Að erindinu loknu var þátttakend- um skipt í hópa, sem tóku til með- ferðar, hver um sig viss atriði úrfyr- irlestrinum. Þegar hóparnir höfðu ræðzt við alllanga stund og komið sér sam- an um niðurstöðu, var aftur kvatt til sameiginlegs móts í aðalfundarsalnum. Skýrðu þá formenn hópanna frá nið- urstöðum, og voru síðan umræður um þær. Loks tilnefndi forseti menn til þess að taka saman meginþætti úr niðurstöðum hópanna og gefa útfregn til blaða og útvarps. Var þá gefið fundarhlé, sem ekki var langt, til kl. 19, en þá hélt hin norræna stjórnarnefnd kristnu safnað- anna fund á sama stað. Forseti ráðsins, séra Alf Tallborg, setti fundinn og stýrði honum og ræddi á víð og dreif um starfið al- mennt. Umræður urðu töluverðar um ræðu hans, og var það sameiginlegt mál manna, að auka þyrfti samstarf á þessu sviði milli hinna kristnu safn- aða á Norðurlöndum. Var því sam- þykkt ályktun þess efnis, að stefnt yrði markvissar að því en gert hefur verið, að allt það, sem gefið er út af góðu efni í þágu málefnisins í hverju landi um sig, verði kynnt og notað í hinum löndunum, ef það þykir henta. Sama máli gegndi með filmur, og í sambandi við þær kom fram sú hug- mynd, að gera á næstunni góða bar- áttumynd, sem Norðurlöndin öll kost- uðu. Næsta mót var ákveðið í Finnlandi, og forseti kjörinn frá því landi, svo sem venja er til. Var það rektor Holm- ström frá Helsinki, kunnur áhuga- og menntamaður. Loks voru fulltrúar frá Norðurlöndunum fjórum tilnefndir i stjórn ráðsins, fjórir frá hverju landi. ísland gat ekki tilnefnt sína, en ósk- aði eftir, að fyrri fulltrúar mættu vera áfram um sinn, eða þangað til annað yrði ákveðið. Klukkan 20,30 hófst svo samkvæmi fyrir fulltrúa og gesti í veitingasal safnaðarheimilisins. Fóru þar fram m.a. ýmis skemmtiatriði, en að lokum fluttu fulltrúar frá Norðurlöndunum kveðjur. Veitingar voru rausnarlegar. Var samverustund þessi hin ánægju- legasta og lauk ekki fyrr en laust fyr- ir miðnætti. Laugardaginn 3. ágúst hófst svo mótið aftur með morgunbæn, sem finnskur prestur flutti. Því næstflutti sænskur trúboði, Arvid Stenström er- indi um störf trúboða í Afríku og ýmiss konar erfiðleika þeirra. Var er- indi hans á margan hátt líkt erindi séra Bjemos, þar sem hann fjallaði um sama efni, og var undirstrikun á ýmsu því, sem hann minntist á. Svo að gefin sé aðeins örlítil innsýn í er- indi hans, skal hér aðeins nefnt, að hann hóf mál sitt með því að ræða um hinar miklu breytingar, sem orðið hefðu í Afríku á síðustu misserum.. þegar svo mörg ríki hefðu fengið sjálfsforræði. Breytingar þessar hafa haft mjög mikla erfiðleika í för með sér fyrir kristniboðið. Siálfstæði ríkj- anna hefur að sjálfsögðu orðið t.il góðs fyrir fólkið á margan hátt, en þó einn-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.