Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Eining - 01.12.1963, Blaðsíða 14
14 EINING GRAFTRARMEIN EftlröPun gVO heitir einn af pistluum rit- stjóra Kirkjuritsins, séra Gunn- ars Árnasonar, í 6. hefti 1963. Þar segir m. a. á þessa leið: Rétt fyrir hvítasunnu ók eg eftir Snorrabrautinni í Reykjavík. Þá sá eg óslitna mannstrauma, sem lágu að og frá Áfengisverzlun ríkisins. Menn voru augsýnilega að búa sig undir hátíðina. Þetta snart mig óneitanlega óþægi- lega. Ég gat ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að það er bæði hryggi- legt og ískyggilegt að kristnar hátíðir og helgidagar skuli vera fjöldamörgum fyrst og fremst tilefni til víndrykkju og ýmis konar ósiða. Fyrst svo er, hlýtur sú spurning að vakna, hvort kirkjan ætti ekki að af- sala sér sumum dögum, sem henni eru nú eignaðir að mestu leyti að nafni. Eða hvort hún a. m. k. gæti bjargað nokkrum hluta þeirra með einhverju móti. Að þessu sinni drep eg aðeins á þá hlið málsins, sem snýr að kirkjunni og að almenningi. Blöðin hafa skýrt frá því að drykkjuskapur var með langmesta móti í höfuðstaðnum um hvítasunnu- helgina. Allar fangageymslur yfirfyllt- ust .Fjölmargir keyrðir heim til sín til þess að láta renna þar af þeim.“ Svo minntist ritstjórinn á Þjórsár- dalsviðburðinn, sem hafi verið svo „ógn- vekjandi", að ríkisstjórnin hafi skipað nefnd til að rannsaka orsakirnar. Og svo segir séra Gunnar Árnason enn- f remur: „Sumar ástæðurnar liggja í augum uppi. Ein þeirra er skemvitikrafan. Áður var fyrst og fremst talað við börn og fullorðna um skyldur — nú skemmtun. Ótrúlegur fjöldi barna og unglinga metur að kalla alla hluti eftir skemmtanagildi þeirra. Sumum finnst ok skólanna næstum óbærilegt vegna þess hvað þeir séu leiðinlegir. Þess vegna verða þeir að geta keypt sér sæl- gæti í frímínútum, leikið sér sem lengst fram á kvöldin og létt sér duglega upp um allar helgar. Og þá auðvitað fyrst og fremst hátíðir.“ Fleira er mjög athyglisvert 1 þessum pistli klerksins, en blaðið leyfir sér ekki að hnupla þar meiru. — En svo er spurning prestsins um það, hvort kirkj- an eigi að afsala sér sumum helgi- og frídögum. Hér er sannarlega hreyft við þörfu máli. Árum saman hef eg, í sambandi við starf mitt, mæðst undir öllum þess- um frídögum þjóðarinnar, sem eru slík plága að vorinu og sumrinu, að ógern- ingur er að komast áfram með ýms störf. 2—3 jóladagar, 5 páskadagar, nú orðið, tveir hvítasunnudagar, 3 dagar verzlunarmannahelgarinnar. Svo upp- stigningardagur, 1. maí, sjómannadag- ur, sem er þó afsakanlegur þar sem hann er víst oftast látinn bera upp á sunnudag. Eftir alla þessa frídaga, og víst fleiri, á vorin, koma svo blessuð sumarleyfin, 14—30 dagar. Eg hef ekki getað séð, að við hér á landi séum neitt betur kristið fólk en til dæmis kristnir söfnuðir í Ameríku, sem hafa engan annan í jólum, engan annan í hvítasunnu, ekki heldur annan páskadag, engan skírdag né föstudag- langa. Sannarlega mættum við sleppa öllum þessum dögum og gætum verið allt eins vel kristnir menn eftir sem áð- ur. Þeir yrðu þá síður svalldagar margra. Vissulega notar fjöldi manna þessa daga sér til ánægju og gagns, en störfin hin daglegu eiga að vera öllum mönnum bezta skemmtunin, ef vinnu- dagurinn er ekki gerður svo langur að úr því verði þrældómur. Spakmælahöf- undurinn Salómon sá „ekkert betra undir sólinni en það, að maðurinn væri glaður við verk sitt.“ Þetta er mikil speki. Vinnan er hið daglega líf og sé maðurinn glaður við hana, þá er hann farsæll alla daga. Skemmtanaæðið, allt þanið og öll hlaupin, framkalla oftast tómleika og þreytu, en litla lífsgleði og enga endurnæringu sálarinnar. Niðurstaðan verður oftast sú, eins og einn af skáldunum, Gestur Pálsson seg- ir, að „þjóta meðal ótal brunna, mega drekka en þyrsta alltaf meir.“ Gestur á auðvitað ekki við aðeins áfengi, þegar hann talar um að „mega drekka“, held- ur allan hégómann yfirleitt, og sjálfur segist hann vera orðinn „þreyttur fram úr máta á þessum leik,“ sem hafi gert hjarta sitt „kalt.“ Skyldi þetta ekki vera reynsla æði margra? En svo þarf ekki að vera. Fáránleg tízka, áfengisneyzla og margt fleira ógagnlegt, þrífst vel á eftiröpunarhneigð manna. Einar H. Kvaran orti: Þér finnst það vera grátlegt góði vin, ef gömlu trúnni um Edenslíf vér töpum. og ljót sú speki, að manna kristið kyn sé komið út af heimskum, loðnum öpum. Þú segir allt sé orðið vesalt þá, ef ættargöfgi vorri þannig töpum. Hitt er þó miklu verri sjón að sjá, er synir manna verða að heimskum öpum. Höfuðorsök áfengisbölsins er auð- vitað áfengissalan, en orsakir þess að menn flýja á náðir áfengisflöskunnar eru svo margar, að naumast verða taldar, svo sem minnimáttarkennd, feimni, leiðindi, kærleiksleysi, sorgir, áhyggjur, ósamlyndi á heimilum, ýms- ir erfiðleikar, ýmsar geðveilur og margt og margt. Ein orsökin, og ekki sú veigaminnsta, er einmitt apakatta- eðli manna, hneigðin til ósjálfstæðis og eftiröpunar, og við gætum bætt við: fátækt andans, sem leiðir til þess að menn hanga hver á öðrum, apa allfc eftir hver öðrum, samlagast múgsál- inni. Þar skortir hina frelsandi hug- mögnun, sem hefur manninn í hæn’a veldi, gerir hann sjálfstæðan, sterkan og sjálfum sér nægan. Um friðarhöfðingjann — hinn fyr- irheitna, hafði spámaðurinn þessi orð: „Yfir honum mun hvíla andi drottins, andi vísdóms og skilnings, andi ráð- speki og kraftar, andi þekkingar og ótta drottins.“ Þeir sem eiga slíka hugmögnun, eru haldnir slíkum anda, verða ekki menn eftiröpuninnar, þeir verða ekki eftirbátar, ekki taglhnýt- ingar. Þeir verða forgöngumenn, braut- ryðjendur, jafnvel lausnarmenn heilla þjóða og mannkyns. Það var með þetta í huga að postulinn sagði: „1 stað þess að drekka yður drukkna í víni, sem aðeins leiðir til spillingar, skuluð þér fyllast andanum.“ — Hvaða anda?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.