Eining - 01.08.1964, Side 14
14
EINING
(Jnglingaregluþingið 1964
ÁRSÞING UNGLINGAREGLU
I.O.GT., hið 39. í röðinni, var haldið í
samkomuhúsinu B j a r g i á Akureyri
föstudaginn 12. júní síðastliðinn. Þing-
ið sóttu 69 manns, gæzlumenn, þing-
fulltrúar og gestir. Þing þetta var því
fjölsótt og á allan hátt hið ánægjuleg-
asta. — Ólafur Þ. Kristjánsson, stór-
templar, heimsótti þingið og flutti stutt
ávarp. Sérstakan svip setti það á þing
þetta, að allmörg börn úr barnastúkum
Akureyrar sátu flesta fundina,, en þau
voru klædd hinum nýja einkennisbún-
ingi, sem Akureyrarstúkurnar hafa
gert tilraun með í vetur. Vakti búning-
urinn, með hinu stóra og fagra merki
Reglunnar, almenna athygli.
Aðalmál þingsins að þessu sinni voru
tvö:
1) Árlegur kynningar- og fjáröflun-
ardagur Unglingareglunnar, og
2) Einkennisbúningur og hæfnis-
próf.
Bæði þessi mál, sem snerta mjög
framtíð Unglingareglunnar, höfðu kom-
ið til framkvæmda á síðasta ári, ýmist
að nokkru leyti eða öllu og urðu um
þær miklar umræður, sem allar hnigu
á einn veg. Var stórgæzlumanni ein-
róma falið að halda áfram á þeirri
braut, sem mörkuð hafði verið.
Stórgæzlumaður, Sigurður Gunnars-
son, var endurkjörinn.
Unglingaregluþing þáði mjög rausn-
arlegt kaffiboð hjá Þingstúku Eyja-
fjarðar. Einnig bauð Þingstúkan full-
Formaöur NGUF heimsækir ísland
í júlímánuði kom hingað í heimsókn
Henry Sörman, formaður Norræna ung-
templarasambandsins. Hann dvaldist hér
dagana, sem Norræna góðtemplaranám-
skeiðið stóð yfir. Aðalerindi Henry Sör-
man var að kynna sér aðstöðu til þing-
og móthalds Norrænna ungtemplara, sem
hér var ákveðið sumarið 1966, og ræða við
íslenzku nefndina, sem vinnur að undir-
búningi þessa móts.
Bindindis- og umferöarmálasýning
Bindindisfélag ökumanna og Islenzkir
ungtemplarar stóðu fyrir Bindindis- og
umferðarmálasýningu í Reykjavík dagana
11. og 12. júlí s.l. Sýningin var haldin í og
við Góðtemplarahúsið. Sextán aðilar tóku
þátt í sýningunni, sem tókst vel. Á laugar-
dag og sunnudag lék Lúðrasveit Reykja-
víkur úti fyrir húsinu, 1 klst. hvorn dag,
og á sunnudag skemmti Ómar Ragnars-
son. — Þetta er í annað skipti sem þessir
aðilar efna til slíkrar sýningar. Hin fyrri
var haldin í júní 19062.
trúum í skemmtiferð um kvöldið fram
að Grund. Var í för þessari komið við
á ýmsum merkum stöðum, svo sem
Kri^tnesi, Grund og Friðbjarnarhúsi,
þar sem viðdvölin var að sjálfsögðu
lengst. Veður var hið bezta og tókst
ferðin á allan hátt ákjósanlega. í far-
arlok flutti stórgæzlumaður Þingstúku
Eyjafjarðar og fararstjóra, Jóni Krist-
inssyni, hugheilar þakkir fyrir ánægju-
lega ferð og Akureyringum fyrir ó-
gleymanlegar móttökur. Tóku þátttak-
endur undir það með dynjandi lófataki.
Þingið gerði ýmsar ályktanir og var
þessi veigamest:
Unglingaregluþing 1964 harmar það,
að til skuli vera hópur ungs fólks, sem
fremur slík spjöll af völdum drykkju-
skapar og þau, er gerðust nú nýlega á
Hreðavatni, í Þjórsárdal og víðar.
Hins vegar mótmælir þingið því
kröftuglega, að ungt fólk sé nokkuð
spilltara að eðlisfari nú en áður, þótt
ýmsir telji svo vera og hafi hátt um
mikla spillingu æskunnar.
Þingið hikar ekki við að staðhæfa, að
hinir fullorðnu eigi langoftast meginsök
á ávirðingum unga fólksins, meðal ann-
ars með vítaverðu fordæmi á ýmsum
sviðum, og þá ekki sízt um neyzlu á-
fengis og tóbaks.
Þingið átelur sérstaklega þá háttu
forráðamanna þjóðarinnar að veita á-
fengi í veizlum og móttökum hins opin-
bera, þótt vitað sé, að þar er um að
ræða áhrifamikið og hættulegt for-
dæmi öllum landslýð, ekki sízt æskunni.
Mættu þeir gjarna rifja upp hið sígilda
spekimál séra Hallgríms Péturssonar:
„H-vaS höföingjarnir hafast aö, hinir
ætla sér leyfist þaö.“
Þingið beinir því til ritstjóra blaða
og tímarita, að þeir forðist að birta
myndir af samkvæmisdrykkju, sem því
miður gerast hér æ tíðari í blöðum, og
telur, að þeim megi að ýmsu leyti jafna
V
til áfengisauglýsinga, sem bannaðar
eru með lögum.
Loks minnir þingið á þau uppeldis-
legu sannindi, a‘ð fordæmið er meira
virði en allar umvandanir.
Aftalfundur MUAT ...
Framhald af bls. 7.
Á heimleiðinni var Skálholtskirkja
skoðuð allrækilega hátt og lágt, sung-
inn sálmurinn, Vor Guð er borg á
bjargi traust, en fararstjórinn, norsk-
ur klerkur las faðirvorið, og aðrir tóku
undir, hver á sínu máli. Að Selfossi
var snæddur kvöldverður. Við íslend-
ingarnir vorum að þessu sinni gestir
hinna erlendu manna og fengum aldrei
að greiða neitt, hvorki fargjald né
fæði. Einn Svíanna, Ragnar Lund,
bauð mér sæti hjá sér allan daginn og
var ég þar heppinn, því að við hann
var gott að spjalla um eitt og annað.
Hann er einn af fræðslumálastjórum
Svía, hefur áður verið stórtemplar í
Svíþjóð og er mikill atkvæðamaður í
félags- og menningarmálum á ýmsum
sviðum, virðulegur og hæglátur maður,
en glaður og reifur samt, og um allan
hópinn í vagninum mátti sannarlega
segja, að þar fór kátt fólk. Leiðsögu-
mann höfðum við fyrsta flokks, sem
kunni allt, bæði um land og lýð og
sögu, og hafði næga tungumálakunn-
áttu. Þetta var frú Charlotta Th.
Hjaltadóttir, og á leiðinni út í Kópa-
vog um kvöldið, komst ég að því að
frúin á heima á Kársnesinu eins og ég.
Á sunnudaginn skoðuðum við svo
bindindis- og umferðarmálasýninguna í
Templarahúsinu og þar var erlendu
gestunum boðið til kaffidrykkju. —
Næsta morgun flugu gestir okkar heim-
leiðis, en við geymum mjög góðar end-
urminningar um ánægjulega og gagn-
lega samveru. Allt til eflingar nor-
rænni samvinnu og því góða málefni,
sem við bindindismenn þjónum.