Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 53
Skynjun hljóðlengdar og aðblásturs í íslensku
51
Á töflu 1 em þessi hlutföll reiknuð og þótt þau séu engan veginn
óbreytanleg eru þau vel aðgreind í þessum mælingum og fara nokkuð
nálægt því að greina milli atkvæðagerðaima tveggja.
Lestur CV:C CVC:
Atkvæðafjöldi Atkvæðafjöldi
1 2 3 1 2 3
Stök orð 0,60 0,55 0,60 0,37 0,31 0,36
Setning:hægt 0,65 0,58 0,59 0,43 0,34 0,36
Setning:hratt 0,68 0,59 0,58 0,49 0,38 0,38
Tafla 1: Hlutfallið V/(V+C) breytist tiltölulega lítið þrátt fyrir ólíkan
atkvæðafjölda og talhraða. Hlutföllin hér eru meðaltöl fyrir
fjóra málhafa.
42 Aðblástur
Auk lengdar sérhljóða og samhljóða var í fyrrgreindri athugun einnig
hugað að lengd aðblásturs í orðunum bakk, bakka og bakkaði. Að öðm
leyti vom mælingar með sama hætti og lýst hefur verið fyrr.
Atkvæðum með aðblæstri svipar að sumu leyti til V:C-orða en að öðm
leyti til VC:-orða. Rannsóknin leiddi það að nokkm leyti í ljós. Þannig
vom löng sérhljóð að meðaltali 161 ms löng og rímlengdin 265,7 ms.
Hlutfallið V/(V+C) var 0,60 að meðaltali. í VhC-atkvæðum var lengd
V+h 174,9 ms að meðaltali og meðallengd VhC var 284,1 ms. Hlutfall
Vh/( Vh+C) var 0,62 að meðaltali. Munur hlutfallanna reyndist því lítill
en hins vegar tölffæðilega marktækur. Það ætti reyndar ekki að koma
á óvart því að mörgu leyti svipar VhC-atkvæðum ffekar til atkvæða
með stutt sérhljóð, t.d. er hljóðgildi sérhljóða á undan aðblæstri lflcara
hljóðgildi stuttra sérhljóða en langra. Á mynd 5 er að finna meðalyfirlit
yfir lengd sérhljóða og aðblásturs í orðum af gerðinni VhC.