Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 217
Yfirlit yfir forníslenskar málfrœðiritgerðir
215
því fyrst skipat, at þat er fremst og næst sjálfu efni raddarinnar, at
því er vér hyggjum að loptit megi kalla, ok hafa því hvárir tveggju
meistarar vel og náttúrliga skipat stgfum í sínu máli.
Samhljóðendur eru 11 og skiptast í tvo flokka í samræmi við hefðina:
Hálfraddarstaflr: reið k, nauð i, sól *, maðr Y, lögr h. Þessir stafir ,Jiafa
meiri lfldng raddar-stafa ok merkilegri hljóð en aðrir samhljóðendf“
(ÞMR:27).
Dumbir stafír: furr Y, þom K kaun Y, týr 1, bjarkan t.4 Sagt er (ÞMR:28)
að þessir stafir séu
... eigi því dumbir kallaðir, at þeir hafi ekki hljóð, heldr því at þeir
hafa lítit hljóð hjá raddar-stQfum, í þá lflcing sem sá maðr er lítils
kallaðr verðr eða enskis af góðri ætt, er lítt er mannaðr hjá sínum
g^fgum frændum.
Þess má geta að skiptingin í hálffaddarstafi og dumba stafi kemur
ekki fyrir í fyrstu ritgerðinni þótt þar sé tekið fram að sérhljóð beri af
samhljóðum sem almætti af hálfmætti (FMR:210).
í Þriðju málfræðiritgerðinni telur Ólafur upp orðflokkana átta ásamt
skilgreiningum og dæmum um suma þeirra. Hann getur einnig um
skiptingu setningar í ónoma og rhéma, sem rakin er til Platóns (ÞMR:
37):
Aristoteles hinn spaki kallar tvá parta máls-greinar nafii ok orð, þvíat
þeir gera meðal sín samtengðir fullkomna máls-grein sem hér, maðr
renn.
Nafn er nafnorð og orð er sögn eða sagnorð. Það sem við köllum orð
kallar hann sögn. Af orðflokkaheitunum eru það eingöngu fomafn og
samtenging sem enn em notuð.
4 Hagli t er sleppt úr en um ‘h’ segir (ÞMR:35):
h er kallaðr merking eða nóti áblásningar, þvíat hann er engi staff fyrir sik fiillkominn,
hvárki samhljóðandi né raddar-staff.
^etta á sér rætur f því að í grísku er [h] ekki táknað með sérstökum staf heldur tákni
yfir staf (', spiritus asper).