Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 248
246
Ritdómur
Jóns og gerð grein fyrir þeim. Þetta handrit kallaði Jón Helgason M1 og er þeirri táknun
haldið í endurútgáfunni. Útgefandi segir að ætla verði að Rask 4 sé frumrit (bls. xiii)
sem er óvenjulegur úrdráttur miðað við fullyrðingu Jóns Helgasonar (1967:101):
Rask 4 repræsenterer tydeligvis et ældre stadium af udarbejdelsen og betegnes derfor
nedenforAf/, medens 422, som er en renskrift deraf, betegnes som M2.
Útgefandi nefnir í ffamhjáhlaupi (bls. xvii) að í Þrándheimi sé
svo enn eitt handrit orðabókarinnar og mun [það] vera elst þeirra. Það hefur ekki
verið notað við útgáfuna, enda mun það ekkert hafa fram yfir tvö áðumefnd handrit
Jón Helgason sá ekki heldur ástæðu til að notfæra sér það við útgáfu svara séra
Bjöms til Jóns Ólafssonar.
Hér vantar talsvert á að vísindaleg vinnubrögð séu viðhöfð eins og ætlast verður til í
útgáfu af þessu tagi: Elsta handritið er ekki notað, það er ekki einu sinni skoðað og
ekki greint frá því að það beri safnmarkið DKNVSB 310 4to. Það er fullyrt að það hafi
ekkert ffam yfir hin án athugunar og svo er vimað til Jóns Helgasonar án tillits til
þess að hann þurfti varla á þessu handriti að halda við það sem hann var að gera. Jón
gaf út viðbætur Bjöms og bar saman við útgáfuna og M1 og M2 en samanburðurinn
var aukaatriði, enda prentaður með smáu letri neðanmáls. Að minnsta kosti hlýtur
DKNVSB 310 4to að skipta meira máli þegar um endurútgáfu á bókinni í heild er að
ræða en útgáfu á nokkmm viðaukum og endurbótum sem ekki vom í ffumútgáfunni.
Jón Helgason (1967) nefnir ekki heldur safnmarkið en hann vísar þó í heimild, Ragn-
vald Iversen (1928), sem útgefandi endurútgáfunnar sér ekki ástæðu til. Þegar grein
Ragnvalds Iversens er skoðuð kemur í ljós að hér er um uppkast að ræða að orðabókinni
(1928:461). Uppkastið, sem er íslenskt-latneskt, er skrifað að mestu leyti á skjalapappír
ffá ámnum 1773 og 1774 og hefur borist Det Kongelige Norske Videnskabers Selskabs
Bibliotek í Þrándheimi á ámnum 1808-1830 (1928:456). Handritið er í tveimur bind-
um segir Ragnvald Iversen og alls um 570-580 blöð, en önnur hver sfða er ætluð undir
athugasemdir og leiðréttingar og er töluvert um þær (1928:455). Nú kynni einhver að
segja að það gerði lítið til þótt uppkastið hafi ekki verið athugað fyrir þessa útgáfu en
því er til að svara að það veit enginn fyrr en það hefur verið athugað hvort það skiptir
einhveiju máli eða ekki, eða eins og Jón Helgason segir í Handritaspjalli (1958:107):
Það er ærið þolinmæðisverk að bera nákvæmlega saman öll handrit einhverrar sögu
og ganga úr skugga um ættemi þeirra. En það er öldungis óhjákvæmilegt ef útgáfa
sögunnar á að standa á óhagganlegum gmndvelli.
Þótt Jón nefni aðeins „sögu“ er augljóst að það sama gildir um önnur verk sem em til
í fleiri en einu handriti. í ljósi framangreindra upplýsinga má líklega fullyrða að Rask
4 (Ml) sé hreinritað ffumrit að orðabókinni.
Rasmus Rask færði inn margar breytingar og leiðréttingar í eintak sitt af prentaðri
útgáfu orðabókarinnar (bls. xvii). Þessi bók er varðveitt á Ámasafni f Höfn meðal
handrita og ber safhmarkið Rask 9-10, en hún er að sjálfsögðu í tveimur bindum;
þessaer þó ekki getið í endurútgáfunni. Hins vegar vom þessarathugasemdirRasmusar
Rasks athugaðar vegna hennar (bls. xvii-xviii) og er það sjálfsagL