Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 185
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
183
hafa gælt við þessa hugmynd og þykjast sjá þess óbein merki í kveðskap
að tónaðgreining hafi lifað í íslensku máli fram eftir öldum. (Um þetta
má benda á yfirlit Kjartans Ottóssonar 1986.)
Þriðja málfræðiritgerðin hefst á því að fjallað er almennt um hljóð
og gerðir þess, kynkvíslir og greinir. Ekki hafa fræðimenn bent á neina
beina fyrirmynd að þessum inngangi, sem Ólafur hafi þýtt orðrétt, en
lfldndi finnast með erlendum fræðiritum þess tíma, og Priscianus byijar
verk sitt á inngangi sem neíhist De Voce, og fjallar um ekki ólíka hluti.
Næst fjallar Ólafur, í öðrum kafla ritgerðarinnar, um stafinn, og virðist
hann nú þýða nokkum veginn beint úr Priscianusi eða texta sem kommn
er frá honum (Finnur Jónsson 1927:22):
Stafr er hinn minsti hlutr raddar samansettrar, sá sem rita má, ok er stafr
kallaðr hinn minnsti hlutr eða óskiptiligr í því, sem heyrir allri samsetning
stafligrar raddar...
Hér em líkindin við Priscianus greinileg, þótt þýðingin sé ekki alveg
orðrétt (sbr. Keil 1961,11:6):
Littera est pars minima vocis compositæ, hoc est quæ constat compositione
literarum, minima autem, quantum ad totam comprehensionem vocis lite-
ratæ ... vel quod omnium est brevissimum eoram, quæ dividi possunt, id
quod dividi non potest. possumus et sic definire: litera est vox, quæ scribi
potest individua.2
Líka er fjallað um það hvemig stafimir mynda málið:
svá gera ok stafir saman settir alla stafliga rqdd svá sem nQkkurs konar
líkam... (Finnur Jónsson 1927:24)
Hér er tekið eftir Priscianusi, og endar umfjöllunin á því að mmnast á
samstöfuna (Finnur Jónsson 1927:24):
Samstgfur hafa hæð í hljóðs grein, en breidd í anda, lengd í tíma, þvíat hver
samstafa er annat hvárt hvgss eða þung eða umbeygilig.
Hjá Priscianusi stendur (sbr. Bjöm M. Ólsen 1884:38, Keil 1961,11:6):
2 Stafur er minnsti hluti samsettrar raddar, það er sem samsett er með stöfum, sá er
n®gi til algers skilnings staflegrar raddar... eða sem er styst allra þeirra [radda] sem
skipta má, það sem getur ekki verið skipt. Við getum einnig skilgreint á þennan hátt:
Stafur er rödd sem getur verið skrifuð óskipt.