Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 139
Grammaticœ islandicœ rudimenta
137
2.7.2 Fyrsti flokkur
Að því loknu kemur hann að umfjöllun um meginþorra sagna sem
hann telur að skipta megi í fimm flokka. Til fyrsta flokks teljast sagnir
sem í 1. og 3. pers. et. nt. endi á -a, eg elska, hann elskar en í 2.
pers. á -ar, þu elskar. Sögnin er síðan beygð í nt. (præsens) eg elska,
præteritum imperfectum eg var ad elska, þátíð (eða præteritum perfect-
um) eg elskadi, þáliðinni tíð (præteritum plusquamperfectum) eg hafdi
elskad, framtíð (fíiturum) eg skal elska, boðhætti (imperatif) elski eg,
ffamtíð boðháttar elska skal eg, viðtengingarhætti nútíðar ad eg elski,
viðtengingarhætti þátíðar ad eg elskadi, núliðinni tíð viðtengingarháttar
(perfectum) ad eg hafi elskad, þáliðinni tíð ad eg hefde elskad og fram-
tíð ad eg skuli elska. Þá er sagt frá lýsingarhætti og hvar hann komi fram
í sagnbeygingunni. Á sama hátt er fjallað um hina beygingarflokkana
fjóra.
2.7.3 Annar flokkur
Til annars flokks sagna teljast þær sem í 1. pers. et. enda á-e ení 2.
og 3. pers. á -er. Dæmi: eg brenne.
2.7.4 Þriðji flokkur
Til 3. flokks teljast þær sem enda á -i í 1. pers. et. en -ir í 2. og 3.
pers. Dæmi: eg sny, þu snyr, hann snyr.
2.7.5 Fjórði flokkur
Til fjórða flokks sagna teljast þær sem í 1. pers. enda á -b, -d, -f -g,
-k, -l, -m, -n, -p og -t en í 2. og 3. á -ur. Dæmi: eg hverf, eg bid.
2.7.6 Fimmti flokkur
í fimmta og síðasta flokki eru þær sagnir sem í öllum pers. et. enda
á r eða s. Dæmi: eg ber, þu ber, hann ber, eg les, þu les, hann les.
Varla er hægt að segja að gerð sé sérstaklega grein fyrir þátíðarmynd-
un. í sterkum sögnum er aðeins greint frá því hvaða sérhljóð komi þar
fram. Varla var heldur við því að búast að Runólfúr hefði skýringu á
hljóðskiptum. Til þess var þekking hans ekki nægilega mikil. Það var