Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 256
254
Ritfregnir
þar hafa gestir vinnuaðstöðu og aðgang að tölvuskjá. Einnig er hægt að komast að
tölvuskrám Orðabókarinnar um tölvunet Háskólans.
Ritstjórar Sýniheftis:
Ásta Svavarsdóttir, s. 694437, asta@lexis.hi.is
Guðrún Kvaran, s. 694432, gkvaran@lexis.hi.is
Jón Hilmar Jónsson, s. 694436, jhj@lexis.hi.is
Kristfn Bjamadóttir, s. 694449, kristinb@lexis.hi.is
Orðabók Háskólans
Neshaga 16
Pósthólf 7220
127Reykjav£k
Þrjár íslenskar doktorsritgerðir
Kjartan G. Ottósson. 1992. The Icelandic Middle Voice. The Morphological
and Phonological Development. Department of Scandinavian Languages, Lund
University. 312 bls.
Sigríður Siguijónsdóttir. 1992. Binding in Icelandic: Evidencefrom Language
Acquisistion. University of Califomia, Los Angeles. 231 bls.
Guðrún Þórhallsdóttir. 1993. The Development of Intervocalic *j in Proto-
Germanic. Comell University. 282 bls.
Á síðastliðnu rúmu ári hafa þrír íslendingar varið doktorsritgerðir um málfiræðileg
efni og verður hér sagt ffá þeim í örstuttu máli.
Þróun endinga og viðskey tis miðmyndarsagna í fslensku hefur löngum verið nokkm
mistri hulin. í ritgerð sinni tekur Kjartan G. Ottósson sér fyrir hendur að kanna þetta
efni og reisir niðurstöður sfnar á ítarlegri athugun á miðmyndarsögnum í handritum
(útgefnum og óútgefhum) ffá því á 12. öld og allar götur ffam á 19. öld. Ein helsta
niðurstaða Kjartans er að miðmyndarviðskeytið hafi breyst beint úr -sk í -st á 13.
öld með eðlilegri samlögun. Á meðal annars efhis sem Kjartan fjallar um er þróun
endingar miðmyndarsagna í 1. persónu fleirtölu, úr -umst í -unst, -ust, -unstum og
-ustum, og síðan afturhvarf til -umst. Kemst Kjartan að þeirri niðurstöðu að -ustum
hafi verið allsráðandi á fyrri hluta 19. aldar og afturhvarfið til hinnar fomu endingar
sé „ónáttúrleg" þróun, knúin ffam af meðvitaðri málfymingu. Óhætt er að fullyrða að
þessi ritgerð ber vott um yfirburðaþekkingu á fslenskri handritaffæði, einstaka elju og
afar vönduð vinnubrögð.
fslenska er eitt af tiltölulega fáum tungumálum heimsins sem hefur svokallaða
langdræga afturbeygingu, en með því hugtaki er átt við að afturbeygt fomafh geti
vísað úr einni semingu í aðra, t.d. úr aukasetningu í móðursetningu hennar. Langdræg
afturbeyging rímar ekki vel við hugmyndir sem Chomsky og fleiri hafa sett ffam um
bindingu (notkun endurvísa) en samkvæmt þeim mætti búast við að afturbeygð fomöfn
gætu aldrei vísað út fyrir setningu sína. Langdræg afturbeyging í íslensku, japönsku