Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 244
242
Ritdómur
2. Björn Halldórsson og Lexicon Islandico-Latino-Danicum
Bjöm Halldórsson (1724—1794) ólst upp á Stað í Steingrúnsfirði og lauk stúdents-
prófi frá Skálholtsskóla 1745. Hann var skrifari Ólafs Ámasonar, sýslumanns í Haga
á Baröaströnd um skeið, prestur í Sauðlauksdal við Patreksfjörð 1752-1781 (sbr. bls.
x-xi) og á Setbeigi f Eyrarsveit 1781-1786 en þar dvaldi hann til æviloka (Hannes
Þorsteinsson 1924:119-121). Prófastur var hann í Barðastrandaiprófastsdæmi lengi
(bls. x). Þekktasturer Bjöm trúlega fyrir áhuga sinn á búnaðarmálum, bæði rit um þau
efni og fiamkvæmdir í Sauðlauksdal, en þar lét hann meðal annars hlaða garð til vamar
sandfoki sem sveitungar hans kölluðu Ranglát. Útgefandi segir að hagur Bjöms hafi
vænkast skjótt í Sauðlauksdal og að Sauðlauksdalur hafi orðið eitt glæsilegasta setur
á íslandi meðan hann bjó þar (bls. x). Fyrir utan rit um búskap skrifaði Bjöm annál
(1400-1778) og útgefandi telur að hann hafi verið tungumálagarpur mikill (bls. x-xi).
Þess má og geta að Bjöm var skáldmæltur, að minnsta kosti em til í handritum kvæði
og sálmar sem em eignuð honum (sjá nánar Hannes Þorsteinsson 1924:137).
Ekki er vitað mikið um áhuga Bjöms á íslensku máli eða orðabókaigerð en útgefandi
telur að hann hafi byijaö að vinna að orðabókinni um 1770 og hún hafi verið tilbúin frá
hans hendi 1785 (bls. xi-xii). Útgefandi ýjar að því að Eggert Ólafsson (1726-1768),
náttúmfræðingur, varalögmaðurog skáld, þekktur málfymingarmaðurog áhugamaður
um íslenskt mál, hafi ef til vill haft þessi áhrif á Bjöm, en Eggert dvaldi langdvölum
f Sauðlauksdal hjá systur sinni og mági, þ.e. Rannveigu og Bimi (bls. xi). Útgefandi
telur að Bjöm hafi fyrst og fremst lagt eigið talmál til gmndvallar orðasöfnuninni en
einnig leitað fanga í prentuðum bókum og handritum, t.d. vitnar hann stundum í fomar
sögur svo sem Sturlungu (bls. xiii). Bók Bjöms var upphafiega einungis íslensk-latnesk
og er sú tilgáta útgefanda mjög sennileg að Bjöm hafi ætlað hana ffæðimönnum ffekar
en almenningi (bls. xiii). Bjöm fór til Hafhar árið 1786 til að leita sér lækninga og
hefúr vafalaust haff handrit að bókinni með sér, að minnsta kosti kemur Jón Ólafsson
úr Svefheyjum, mágur hans, handritinu á ffamfæri við Ámanefnd þá um haustið (bls.
xiii).
Ámanefnd ákvað að gefa bókina út en útgáfan dróst og kom bókin ekki út fyrr
en 1814 í tveimur bindum eins og rakið er lauslega í innganginum (bls. xiii-xv).
Útgáfusagan er rakin nákvæmar í Árni Magnússons Levned og Skrifter (bls. 207-208)
sem útgefandi hefur ekki notað. Þar kemur m.a. fram að Ámanefnd vildi gjaman gefa
út stóra íslenska orðabók og henni fannst verk Bjöms of lítið. Vegna fjárskorts varð
það samt að ráði að auka orðabók Bjöms og var Jón Ólafsson fenginn til þess en hann
vildi einungis vinna við það í ffístundum. Þá var C. E. Werlauff, styrkþegi Ámasjóðs
1800-1808, fenginn til verksins og lagði hann ffam „en prpve deraf‘. Svo var Gísli
Thorlacíus, fyrrverandi rektor, ráðinn til að aðstoða við verkið 1805 en þegar hann
dó ári síðar var bókstafurinn A tilbúinn. Loks ákvað nefhdin 1809 eða um það bil að
hætta við að gefa út stóra orðabók, m.a. vegna fjárhagserfiðleika, og gefa bók Bjöms
út í staðinn með dönskum þýðingum og var Rasmus Rask fenginn með aðstoð fimm
íslenskra stúdenta til að ganga frá verkinu til prentunar. Það vom tveir norskir efhamenn
sem stóðu straum af útgáfunni en P. E. Miiller, prófessor við Hafnarháskóla, sá um að
koma bókinni út og skrifa formála að henni. Rask og félagar bættu ýmsum orðum við