Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 226
224
Sverrir Tómasson
sérstakri lærdómshefð (Curtius 1965:486-490). Ónnurefni málræktar
áttu einnig greiða leið inn í fræðiritin. Hugtök, sem áður höfðu verið
glögglega skýrgreind í mælskufræðum, skutu þá upp kolli í normatífri
málfræði og síðar í óðfræði (ars poetica); þau urðu sameign þessara
þriggja fræðigreina. Hugtakið figura sem almennt var í málsnilldarlist
(rhetorica) varð þannig brátt algengt í mál- og óðfræði. Mælskufræð-
ingurinn kunni, Quintilíanus, sem uppi var á 4. öld e. Kr., gerði t.d.
ráð fyrir tvenns konar skiptingu figurae í mælskufræði, annars vegar
figurae verborum og hins vegar figurae sententiarum, en hvorar-
tveggja greindi hann frá trópum. Við þessa skiptingu var í höfuðat-
riðum stuðst á miðöldum, en um leið þrengdu sér inn í ffæðibækumar
aðrar skýringar á hugtökunum. f Rhetorica ad Herenninum, sem var ein
aðalheimild mælskufræðinga á miðöldum, var t.d. ekki gerður munur
á trópum og fígúmm. Þar var hvorttveggja kallað figurae verborum.
En í málffæðinni vom einnig notaðar figurae sem heyrðu til setninga-
og orðhlutaffæðum. Þær nefndust þar figurae verbomm. Dónatus tekur
þær upp og setur í sama flokk og figurae verborum mælskuffæðinnar og
kallar schemata lexeos. Þann flokk greinir hann ffá figurae sententiar-
um sem hann nefnir schemata dianoeas og telur heyra mælskuffæðum
til. Hjá Priscíanusi kemur ffam enn önnur flokkun. Hann gerir greinar-
mun á tveimur flokkum af figurae, sá fyrri nefnist figurae locutionis,
og er eiginlega trópar sem heyra mælskulist til og sá síðari er figurae
constructionis, sem eiga heima í málfræði, grammatica (Bjöm M.
Ólsen 1884:xii-xviii; Collings 1967:22-24). Ég nefni þetta hér til að
leggja áherslu á að málfræðirit miðalda byggjast á fræðilegri hefð sem
er síður en svo samhljóða um hugtök og heiti, og það getur verið býsna
erfitt að greina til hvaða ffæðirita menn hafa sótt hugtökin þegar samið
var á þjóðtungu og þau síðan þýdd. Hér við bætist að athugagreinir við
rit Priscíanusar og Dónats vom mjög algengar og margt af þeim hefúr
enn ekki verið gefið út.
Allt ffam á 12. öld, þegar talið er að Fyrsta málfræðiritgerðin sé sett
saman, er normatíf málfræði alls ráðandi í Evrópu. Á þeirri öld em
þó nokkrir franskir heimspekingar, eins og t.d. Vilhjálmur frá Conches
(Guillaume de Conches, d. eftir 1154) og nemandi hans Petms Helias (d.