Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 179
Málfrœðihugmyndir Sturlunga
177
máls grein og hljóðs grein og sagnarinnar að greina virðist koma heim
og saman við þetta en vera almennari en Fyrsta málfræðingsins. Snorri
talar um að „stafasetning [greini] mál allt“, en að hljóð greini „þat at
hafa samstQfur langar eða skammar, harðar eða linar“ (sjá tilvitnaðan
texta). Hér virðist sögnin að greina vísa til þess að mál sé saman sett
úr stöfúm, og þannig greini stafimir málið, (eða að greina megi málið
eftir þeim), og að málið greinist líka eftir því hvemig samstöfúmar em,
hvort þær em langar eða skammar, harðar eða linar. Þetta er í sjálfu sér
gott og gilt, en það mætti e.t.v. teljast dálítið ónákvæmt að tala í öðm
orðinu um máls grein með þeim skilningi að málið sé greint, þ.e. það
sem greint er, en í hinu tilvikinu um hljóðs grein í þeim skilningi að
það sé hljóðið sem greinir, þ.e. í öðm tilvikinu vísar eignarfallsein-
kunnin til „þolanda" greinarinnar, sem er málið, en í hinu tilvikinu vísar
hún til þess sem greinir, þ.e. hljóðsins. Það virðist þó alveg rökrétt að
tala um hljóðs grein málsins, sem er þá í rauninni grein máls í þeim
skilningi að hún greinir málið á gmndvelli hljóða. í textanum hér að
ofan talar Snorri í næsta orði um „setning hljóðs greina er vér kgllum
hendingar“. Hér er hlýtur hann að vera að tala um hljóðs greinir sem
greina bragarháttinn, þ.e.a.s. hljóðs greinir bragarháttanna, sem em þá
hvort tveggja í senn greinir bragarháttanna og hljóðs greinir.
Orðið grein kemur aftur fyrir þegar Snom ræðir um hendingar og
segir (Faulkes 1991:4):
Qnnur stafasetning [en stuðlar og höfuðstafir] er sú er fylgir setning hljóðs
þess er hátt gerir ok kveðandi. Skal sú grein í dróttkvæðum hætti svá vera
at fjórðungr vísu skal þar saman fara at allri stafa setning ok hljóða.
Síðan útskýrir hann reglumar um hendingar.
Eftir að hafa rætt um stuðla og hendingar og lýst þannig réttri setningu
háttanna vflcur Snorri í inngangi að 2. vísu kvæðisins að breyttri, en
þó leyfilegri, setning háttanna. Þar segir hann (Faulkes 1991:5):
Hvemig er breytt setning háttanna?
Tvá vega.
Hvemig?
Með máli ok hljóðum.
Hvemig skal með máli skipta?