Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 204
202
*
Kristján Arnason
grein hafi einkennt einkvæð orð með stuttu sérhljóði, og að umbeygileg
hljóðs grein hafi átt heima á einkvæðum orðum með löngu sérhljóði,
þar sem rúm gafst fyrir þá lækkun á tónlínunni sem giskað var á að
fylgdi í lok fyrra tónkvæðis. Einrœnliga er að sjálfsögðu samsett orð,
og ekki auðvelt að giska á hvemig hljóðs greinum hafi verið skipað
í samsettum orðum, en rótin -rœn-, með löngu sérhljóði, virðist hafa
verið nokkuð virk í orðmynduninni, og þar sem hún stendur í vísuorðinu
sem rímatkvæði er eðlilegt að gera ráð fyrir að hún hafi borið áherslu.
Ef við útilokum hvassa hljóðs grein úr -rœn-, em bara eftir umbeygileg
og þung hljóðs grein, og e.t.v. er ekki út í hött að gera ráð fyrir að
-rœn- hafi getað borið umbeygilega hljóðs grein sem áhersluatkvæði í
þessari vísu, rétt eins og það hefur væntanlega gert í mörgum myndum
lýsingarorðsins einrænn, sem endað hafa á einkvæðum áherslulið með
löngu sérhljóði.
Allt em þetta að sjálfsögðu harla ótraustar vangaveltur og margs
konar óvissa á ferðinni, en með góðum vilja væri hægt að þoka þessu
öllu ögn nær því að láta hlutina ganga upp með því að gera ráð fyrir
að -rœn- hafi haft umbeygilega hljóðs grein, eins og stungið var upp á,
og rímið þá krafist þess að í aðalhendingu hefði viðurhendingin sömu
, Jiljóðs grein“. Þetta kemur heim við textann sem segir að bœnum með
hvassri hljóðs grein sé sett fyrir b&num með umbeygilegri hljóðs grein,
því þá væri bœ-num með hvassri hljóðs grein á fyrra atkvæðinu sett inn í
textann merkingarinnar vegna, jafnvel þótt bœn-um með umbeygilegri
hljóðs grein passaði betur hvað rímið varðar.
Það er svo aftur annað mál hvað um það er að segja að láta bœ-num
hafa hvassa hljóðs grein á fyrra atkvæði, en textinn virðist gera það ber-
um orðum. Miðað við þá tilgátu að það sem Þriðja málfræðiritgerðin
kallar „hvassa hljóðs grein“ sé í rauninni ftemri partur fyrra tónkvæðis,
sem fólginn var í hækkun tóns ftaman til í atkvæði, að slepptri lækk-
uninni, sem gera má ráð fyrir að fylgt hafi á eftir, og að „umbeygileg
hljóðs grein“ hafi verið fyrra tónkvæði með bæði hækkun og lækkun, er
hugsanlegt að hlutimir gangi upp. Þetta væri þá þannig að einkvæð orð
sem enda á sérhljóði, og sem hvort eð er eru dálítið tvíræð hvað varðar
atkvæðaþunga (sbr. Kristján Ámason 1991:111-23, Hrein Benedikts-