Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 233

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 233
Ritdómar 231 Helgi Haraldsson. 1996. Rússnesk-íslensk orðabók. Ritstjóri V. P. Berkov. Nesút- gáfan, Reykjavík. xl, 946 bls. 0. Inngangur Það voru mikil tímamót þegar Rússnesk-íslensk orðabók (RÍO) Helga Haraldssonar (HH) leit dagsins ljós í árslok 1996, stórviðburður sem margir höfðu beðið eftir. Flest- ir þeir sem á einn eða annan hátt höfðu verið viðriðnir rússneskunám eða rússnesku- kennslu á undangengnum 10-15 árum höfðu haft einhverjar spumir af þessu mikla verki, að það lægi tilbúið í handriti og þess væri skammt að bíða að það birtist á prenti. Þegar slík óbirt stórvirki eru annars vegar fara hvers konar ýkjusögur oft á kreik og þá þeim mun svæsnari því lengur sem beðið er útgáfunnar. Sá sem þetta rit- ar man til dæmis eftir því að hafa á fyrstu námsárum sínum í rússnesku (um miðjan níunda áramginn) heyrt svaðilfarasögur af því að handrit RIO hafi tapast út í á og þurft að slá allt inn frá upphafi. Þótt slíkar hrakfarasögur eigi að sjálfsögðu lítið skylt við raunveruleikann, þá verður því ekki neitað að píslarsaga Rússnesk-íslenskrar orðabókar — og um leið höfundarins, Helga Haraldssonar — varð æði löng. Sú saga er hins vegar um margt lærdómsrík, því hún ber ekki aðeins vitni um þær umbreytingar sem orðið hafa í Aust- ur-Evrópu á þeim tveim áratugum sem um ræðir, heldur og um þá erfiðleika sem lít- ið málsamfélag þarf að glúna við þegar útgáfa slíks rits er annars vegar. Jafnframt er sagan vitnisburður um dæmafáa eljusemi og þolinmæði höfundarins; umfang RÍO er slíkt að það er hreint ótrúlegt að samning hennar skuli að mestu hafa verið „íhlaupa- verk á síðkvöldum, um helgar og í sumarleyfum sem aldrei urðu sumarfrí", eins og HH segir sjálfur í formála. Það er því vel þess virði að endursegja hér í megindráttum sköpunar- og örlagasögu þessarar merku orðabókar, áður en farið er í saumana á upp- byggingu bókarinnar og efnistökum og tíundaðir kostir hennar og gallar. HH hefur um árabil kennt við slavneskudeild Oslóarháskóla, en stundaði doktors- nám í Leníngrad á árunum 1967-71. Að áeggjan læriföður síns þar, Valerij Pavlovitsj Berkov, samdi HH bráðabirgðasýni að rússnesk-íslenskri orðabók og árið 1976 gerði hann svo samning við forlagið Russkij jazyk um útgáfu slíkrar bókar. Tíu árum síðar var samningu og vélritun handritsins lokið, en þá var hins vegar skollin á tölvuöld. Unnið var að því að tölvusetja orðabókarhandritið 1988-91. Vert er að nefna að Dina Jakobsdóttir Shabakajeva, eiginkona HH, hafði mestan veg og vanda að því verki (auk vélritunar upphaflega handritsins á árunum 1979-86). Á sama tíma var unnið að endurskoðun og dagréttingu handritsins, m.a. í kjölfar þeirra þjóðfélagsbreytinga sem urðu í Sovétríkjunum á tímum perestrojku Gorbatsjovs. En perestrojkan hafði aðrar og alvarlegri afleiðingar fyrir útgáfu RÍO. Ríkisfor- lagið Russkij jazyk, sem í skjóli ríkisstyrkja og ýmiss konar fyrirgreiðslu hafði áður getað gefið út með halla orðabækur á málum smærri þjóða, tilkynnti árið 1991 að útgáfu RÍO væri frestað um óákveðinn tíma. Forlagið kvaðst hins vegar reiðubúið að gefa ritið út með því óraunhæfa skilyrði að það fengi upp í hendumar tilbúið ljóssett handrit og 1.000 fyrirframpantanir frá væntanlegum kaupendum. (Þess má til gamans geta að á útmánuðum 1991, eða um það leyti sem samingaviðræður við Russkij jazyk íslenskt mál 22 (2000), 231-249. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.