Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 271
Ritfregnir
269
f0royingar altan á húsum sínum. Hvat hevur altanin at gera í hesum verðurlagnum?"
(74) Seinni greinin er eftir Unni Dís Skaptadóttur og nefnist „Sæmd er hverri þjóð að
eiga sægarpa enn. Hafið í sjálfsmynd íslendinga." Þar tengir hún umræðu um sjávar-
útveg við þjóðemishyggju íslendinga og bendir einnig á að sægarpamir hafa orðið að
þoka fyrir annars konar hagrænum hetjum.
Þá kemur textafræðileg grein eftir Guðvarð Má Gunnlaugsson sem kallast ein-
faldlega „Færeyskar málheimildir." Færeyskar málheimildir era reyndar ansi fátæk-
legar fram til 1773 en þá fór Jens Christian Svabo að setja saman færeyska orðabók.
Fáar heimildir era til fyrir þann tíma, þó nokkur fombréf og handrit. Guðvarður reif-
ar þessar heimildir og sérstaklega þær kenningar að tvö þekkt handrit eigi sér færeysk-
an upprana.
Þessi grein stendur stök og hið sama á við um næstu grein sem einnig er íslensk
en fjallar um botndýrarannsóknir við fsland og Færeyjar. Hún kallast „Botndýrarann-
sóknir á norðurslóðum: BIOFAR og BIOICE“ og er eftir Jörand Svavarsson. Sam-
kvæmt honum vora slíkar rannsóknir stundaðar undir lok 19. aldar en síðan ekki sög-
una meir fyrr en nú undir lok þeirrar tuttugustu.
Næst er komið að tveimur málfræðigreinum. Sú fyrri kallast „Um áhrif dönsku á
íslensku og færeysku" og er eftir Höskuld Þráinsson. Þar era þessi áhrif skoðuð út frá
hljóðkerfi, beygingakerfi, fjölda tökuorða og setningafræði. Meginniðurstaða Hösk-
uldar er að dönsku áhrifin séu sýnu meiri í færeysku en íslensku og nefnir hann helst
tvennt; tökuorð úr dönsku era óumdeilanlega fleiri í færeysku en íslensku og áhersla
á annað atkvæði þekkist í mörgum orðum í færeysku en ekki í íslensku. Þó að fær-
eyska sé um margt líkari dönsku í beygingum og setningamyndun en íslenska — t.d.
er röð sagnar og atviksorðs í aukasetningum eins í færeysku og dönsku og einnig er
beygingakerfi færeyskunnar mun einfaldara en íslenskunnar — telur Höskuldur það
ekki endilega til marks um bein dönsk áhrif, fremur um almenna tilhneigingu í Norð-
urlandamálum og jafnvel öllum germönskum málum.
Sú seinni er eftir Jóhan Hendrik W. Poulsen og heitir „Fproyskt fyri íslendskum
árini.“ Þar fjallar höfundur um tengsl íslensku og færeysku en þau vora mikil á mið-
öldum og fram eftir öldum. Til að mynda á færeysk stafsetning rætur að rekja til Jóns
Sigurðssonar forseta. Þá fjallar höfundur um íslensk nýyrði í færeysku en þau koma
inn í málið á tvennan hátt; með lærðri orðmyndun og með virkri orðmyndun sem oft
getur þó byggst á misskilningi. Nefnir höfundur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings,
t.d. máldæmi þar sem Færeyingur nokkur notaði orðið /haivur/ í merkingu íslenska
orðsins ‘hægur’.
Greinasafninu lýkur með tveimur greinum um málstefnu. Sú fyrri er eftir Auði
Hauksdóttur og kallast „Sambúð dönsku og íslensku.“ Þar er fjallað um dönsku og
dönskukennslu í íslensku samfélagi, einkum fram til stofnunar lýðveldisins 1944.
Auður fjallar einnig um þá áhugaverðu staðreynd að dönskukennsla virðist lítið hafa
þróast frá lýðveldisstofnun en þá var ofuráhersla lögð á þýðingar, stfla og málfræði-
kennslu. Nýjar aðferðir í tungumálakennslu, t.a.m. aukin áhersla á tal og hlustun, virð-
ast ekki hafa skilað sér í dönskukennslu.