Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 271

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 271
Ritfregnir 269 f0royingar altan á húsum sínum. Hvat hevur altanin at gera í hesum verðurlagnum?" (74) Seinni greinin er eftir Unni Dís Skaptadóttur og nefnist „Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Hafið í sjálfsmynd íslendinga." Þar tengir hún umræðu um sjávar- útveg við þjóðemishyggju íslendinga og bendir einnig á að sægarpamir hafa orðið að þoka fyrir annars konar hagrænum hetjum. Þá kemur textafræðileg grein eftir Guðvarð Má Gunnlaugsson sem kallast ein- faldlega „Færeyskar málheimildir." Færeyskar málheimildir era reyndar ansi fátæk- legar fram til 1773 en þá fór Jens Christian Svabo að setja saman færeyska orðabók. Fáar heimildir era til fyrir þann tíma, þó nokkur fombréf og handrit. Guðvarður reif- ar þessar heimildir og sérstaklega þær kenningar að tvö þekkt handrit eigi sér færeysk- an upprana. Þessi grein stendur stök og hið sama á við um næstu grein sem einnig er íslensk en fjallar um botndýrarannsóknir við fsland og Færeyjar. Hún kallast „Botndýrarann- sóknir á norðurslóðum: BIOFAR og BIOICE“ og er eftir Jörand Svavarsson. Sam- kvæmt honum vora slíkar rannsóknir stundaðar undir lok 19. aldar en síðan ekki sög- una meir fyrr en nú undir lok þeirrar tuttugustu. Næst er komið að tveimur málfræðigreinum. Sú fyrri kallast „Um áhrif dönsku á íslensku og færeysku" og er eftir Höskuld Þráinsson. Þar era þessi áhrif skoðuð út frá hljóðkerfi, beygingakerfi, fjölda tökuorða og setningafræði. Meginniðurstaða Hösk- uldar er að dönsku áhrifin séu sýnu meiri í færeysku en íslensku og nefnir hann helst tvennt; tökuorð úr dönsku era óumdeilanlega fleiri í færeysku en íslensku og áhersla á annað atkvæði þekkist í mörgum orðum í færeysku en ekki í íslensku. Þó að fær- eyska sé um margt líkari dönsku í beygingum og setningamyndun en íslenska — t.d. er röð sagnar og atviksorðs í aukasetningum eins í færeysku og dönsku og einnig er beygingakerfi færeyskunnar mun einfaldara en íslenskunnar — telur Höskuldur það ekki endilega til marks um bein dönsk áhrif, fremur um almenna tilhneigingu í Norð- urlandamálum og jafnvel öllum germönskum málum. Sú seinni er eftir Jóhan Hendrik W. Poulsen og heitir „Fproyskt fyri íslendskum árini.“ Þar fjallar höfundur um tengsl íslensku og færeysku en þau vora mikil á mið- öldum og fram eftir öldum. Til að mynda á færeysk stafsetning rætur að rekja til Jóns Sigurðssonar forseta. Þá fjallar höfundur um íslensk nýyrði í færeysku en þau koma inn í málið á tvennan hátt; með lærðri orðmyndun og með virkri orðmyndun sem oft getur þó byggst á misskilningi. Nefnir höfundur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings, t.d. máldæmi þar sem Færeyingur nokkur notaði orðið /haivur/ í merkingu íslenska orðsins ‘hægur’. Greinasafninu lýkur með tveimur greinum um málstefnu. Sú fyrri er eftir Auði Hauksdóttur og kallast „Sambúð dönsku og íslensku.“ Þar er fjallað um dönsku og dönskukennslu í íslensku samfélagi, einkum fram til stofnunar lýðveldisins 1944. Auður fjallar einnig um þá áhugaverðu staðreynd að dönskukennsla virðist lítið hafa þróast frá lýðveldisstofnun en þá var ofuráhersla lögð á þýðingar, stfla og málfræði- kennslu. Nýjar aðferðir í tungumálakennslu, t.a.m. aukin áhersla á tal og hlustun, virð- ast ekki hafa skilað sér í dönskukennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.