Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Blaðsíða 194
192
Margrét Jónsdóttir
Eins og áður sagði er grenj einstakt í sinni röð í ÍO.9 Þar er það
greint sem hvorugkynsorð en beygingar ekki getið. Ekkert sérstakt
skýrir það hvers vegna þessi orð urðu hvorugkyns. Ekki krefst merk-
ingin þess. Og benda má á að í safhi OH eru t.d. orðin lönsj og káboj
greind sem karlkynsorð en jiddisj kvenkynsorð. I 7O eru orðin levkoj
og moj hvorugkyns. Fræðilega séð mælir því ekkert gegn því að orð
eins og grenj hefðu orðið karlkyns eða kvenkyns.
í (2a-e) eru dæmi úr ritmálssafni OH sem sýna beygingu saman-
hypj, emj, grenj og ymj (sjá skrá um vísanir til rita hér á eftir; í aldurs-
merkingu OH er hverri öld skipt í þriðjunga og táknar f fyrsta þriðj-
ung aldar, m miðbik aldar og s síðasta þriðjung). Dæmin eru í þolfalli
eintölu, þágufalli eintölu og fleirtölu en líka nefnifalli með og án
greinis. í ritmálssafninu eru engin dæmi um eignarfall en slíkt dæmi
hefur þó fundist á Netinu (2f).10
9 Auk þeirra orða sem nefnd hafa verið og öll eru af gerðinni -(C)Cj eru í ÍO og
OH nokkur önnur orð sem enda á -j. Þetta eru nafnorðin levkoj og moj, lýsingarorðin
sloj og foj en foj getur líka verið upphrópun eins og oj. Tökuorðið poj er líka
upphrópun, sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:718). Allt eruþetta tökuorð. Það er
líka orðið paranoj sem fannst á Netinu. Tökuorðin dervisj, jiddisj, káboj, lönsj,
ódukólonj, pútsj og retsj eru í OH. Um langflest orðanna er aðeins eitt dæmi í ritmáls-
safninu og óhætt er að fúllyrða að þau hafa ekki öðlast þegnrétt í málinu ef svo má að
orði komast. Orðin levkoj og oj eru án athugasemda í /O; það kemur ekki á óvart með
levkoj. Á hinn bóginn eru foj, moj og sloj sögð óformleg. í formála að ÍO (2002:xiv)
er það orðfæri sagt óformlegt „sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna
merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna." Það skal tekið fram að Laufey Leifs-
dóttir fann orðin, eins og önnur sem enda á -j í ÍO.
10 Laufey Leifsdóttir segir að eignarfall hafí ekki verið sett við orðið grenj í lO
vegna þess að dæmi hafi ekki fundist í ritmálssafni OH. (Orðið kumr fær hins vegar
-s í eignarfalli í ÍO en bogr ekki.) í skrá tengdri ÍO er eignarfalls .v-ið á grenj þó haft
innan sviga sem hugsanlegt. í textasafni OH er orðið emj sýnt í öllum föllum eintölu
nema eignarfalli. Laufey benti á eignarfallsdæmið i (2f). Það er af Netinu. Sigurður
Konráðsson (1980:23) gerir ráð fyrir því að orð eins og grenj geti bætt við sig -s. Á
hinn bóginn segir Kiparsky (1984:158) að eignarfall sé „impossible" af orðum eins og
grenj og kumr, hann ber Höskuld Þráinsson fyrir því.
Ekki er hægt að fallast á þá röksemd að hafa orð eins og grenj án eignarfallsend-
ingar í ÍO (2002) vegna þess eins að dæmi hafi ekki verið fyrirliggjandi. Það er þo
ljóst að dæmi um grenj og álíka orð eru ekki mörg og eðli máls samkvæmt sist í eign-
arfalli enda er það fátíðasta fallið.