Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 220
218
Ritdómar
Rastaðir jaðrar eru löngu alsiða í erlendum orðabókum í þessari stærð en á íslandi
virðast fáir hafa áttað sig á nauðsyn þessa lítilræðis nema útgefendur símaskrárinnar.
Bókin er í stóru broti og textinn er settur í þremur dálkum með nokkuð smáu letri en
þó læsilegu fyrir fólk á miðjum aldri.
Auk meginbálksins er á 14 blaðsíðum í lok bókar skrá um hugtakaheiti á íslensku og
jafnheiti þeirra á dönsku, ensku og þýsku með íslenskum þýðingum. Þessi skrá um hug-
tök vísar til 840 orða í fýrri meginparti bókarinnar, svokallaðra hugtakaheita, sem þar er
raðað í einfalda stafrófsröð með venjulegum orðum en aðreind frá þeim með hástöfum.
Það tekur svolítinn tíma að átta sig á að fyrri meginparturinn er grundvallarhluti
bókarinnar og aðrir hlutar hennar eru í rauninni ekki annað en mismunandi aðkomu-
leiðir að þessum fyrri parti, nokkurs konar atriðisorðaskrár. Ljóst er af inngangi að
höfundi er afar mikið í mun að notendur geti nálgast efni bókarinnar úr ýmsum áttum
og því er rétt að skoða þetta tvennt, efnið og aðkomuleiðimar, hvort í sinu lagi.
2.1 Efnivióur
Meginefniviður og fjársjóður Stim er óhemjumikið og verðmætt safn orða og dæma
um samsetningar þeirra, afleiðslu og notkun. Safnið er í rauninni tvö söfn: safn um
orðmyndun og safn um orðnotkun.
Safnið um orðmyndun virðist geyma nánast tæmandi upptalningar á samsetning-
um og afleiðslum orða og orðhluta, einmitt þess konar orðum sem venjulegar orða-
bækur vanrækja. Þama getur notandi fúndið hvaða orð tíðkast að búa til með
ákveðnum fyrri lið eða síðari lið, því báðir liðir em flettur í bókinni og leiða lesand-
ann að marki sínu. Annar notandi getur rannsakað stofnsamsetningar og eignarfalls-
samsetningar, eintölu eða fleirtölu, margs konar orða og rannsakað lögmál sem uffl
samsetningar gilda á grundvelli flokkaðra dæma. Undir flettiorðinu hugsjón finnur
lesandi t.d. lýsingarorðin hugsjóna ríkur, hugsjóna snauður og hugsjóna laus, og
kemst þar með að því að orðasambandið „hugsjóna-fullur kennari“, sem hann hafði
látið sér detta í hug að nota í þýðingu á hinu erlenda ideologisk lœrer er ekki alls
kostar gott. Svona getur bókin m.a. hjálpað þýðendum og öðmm málnotendum sem
lentir em í vandræðum með að frnna réttu orðin.
Safnið um orðnotkun geymir ógrynni dæma, ekki bara orðtök og málshætti eins
og áður hafa birst í bókum, heldur líka hvers konar samfylgd ákveðinna orða í mál-
inu. Þessi samfylgd orða kann að liggja innfæddum íslendingum í augum uppi en svo
þarf alls ekki að vera. Sjóður flokkaðra dæma um slíka samfylgd getur komið sér vel
fyrir þá sem era enn að læra málið, leita sér að tilbrigðum í máli, eða langar til að
rannsaka málið og notkun þess. Um orðið núm fáum við dæmi um nám igrein, nám
við skóla, halda, senda eða kosta til náms, vera við nám, stunda nám <af kappi>, og
að síðustu: liœtta, hverfa frá eða flosna upp úr námi.
2.2 Aðkoma
Vandi höfúndar er fólginn i því að gera þetta mikla efni aðgengilegt og nothæft sem
eina heild. Aðkoma lesandans að þessum tvenns konar efnivið er ólík. í meginatrið-