Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Page 229
Ritdómar
227
Leitað að erlendum hugtaksheitum. Hér er líkt eftir leit í síðasta parti bókarinnar,
og hér gildir sama og um aðra leit, aðgangur að merkingarsviðum íslenskunnar verð-
ur miklu skjótari og greiðari heldur en í hinni prentuðu bók þegar unnt er að stökkva
á augabragði eftir öllum tilvísunum.
Notkun disksins hefiir marga kosti umfram hina prentuðu bók. Viðmótið er ein-
falt, laust við prjál, auðskilið og notendavænt. Auðvelt er að rekja sig áffam frá einu
orði til annars, frá orðum til hugtaksheita og aftur til orða. Unnt er að fylgja öllum
vísunum með því að smella á viðkomandi orð. Eini gallinn við hina tæknilegu
útfærslu er að það vantar hnappinn „TIL BAKA“ sem alls staðar þarf að vera. Lesandi
sem kominn er á skrið á diskinum og hefur gleymt sér á hliðarvegi getur ekki bakkað
heldur verður að byija ferðalag sitt að nýju. Mikill kostur er að dæmi um orðasam-
bönd og samsetningar eru tölusett. Lesandi sér í hendi sér að í bókinni eru 113 dæmi
um samsett orð með orð- að fyrri lið, 77 dæmi um orð með orða- en ekki nema tvö
um orð með orðs- að fyrri lið.
7. Lokaorð
í lokin er sjálfsagt að spyrja: Mun notandi finna í bókinni það sem hann leitar að?
Tökum dæmi af algengu vandamáli: Á að segja að eða af gefnu tilefni, að eða affeng-
inni reynslul Með því að fletta upp orðunum tilefni og reynsla í síðari hluta bókarinn-
ar fann ég dæmið að gefnu tilefni, en ekki að fenginni reynslu. Undir reynsla eru hins
vegar dæmi um af sem gætu hugsanlega leitt notanda að rangri niðurstóðu: miðla af
reynslu sinni, reynsla af <tœkinu>,það er reynsla af<þessu>. Undir fá/fenginn fann
ég ekki nein dæmi sem unnt er að styðjast við.
Meginkostur bókarinnar eru hin gríðarlega stóru dæmasöfn um myndun og notk-
un orða. Sennilega er safhið ekki tekið saman beinlínis með það í huga að sýna óyggj-
andi dæmi um rétta málnotkun þar sem íslendingar eru iðulega í vafa, eins og um
notkun að eða af. Fara þyrfti sérstaklega yfir safnið með það í huga. í hinni prentuðu
gerð verða hinar margbrotnu aðgangsleiðir að efninu til að gera bókina þunga í vöfum
þar sem endurtaka þarf sömu dæmin margoft í bókinni. Aðgengi lesanda að safninu
er þó býsna gott gegnum orðsflettumar í fyrri og seinni partinum, en lesandi veit ekki
alltaf í hvomm hlutanum er meiri von um árangur að leit og hann veit sennilega ekki
að meiri líkur em á að finna sjaldgæf orð í síðari hlutanum. Veika hlið bókarinnar er
hins vegar hugtaksflettumar, aðallega vegna þess að þær ná ekki nógu vel utan um
dæmaforðann og lesandi á erfitt með að átta sig á hvers konar hugtaksheitum hann
getur leitað að með sæmilegum árangri.
Hugmyndin með hugtaksheitunum er að draga saman í einn stað orðaforða á
ákveðnu hugtaka- eða merkingarsviði. Til þess að slík heiti komi að gagni þarf les-
andi að vita hver þessi merkingarsvið em og hvemig orðnotkun daglegs máls er skipt
á milli þeirra. Átta hundmð og fjörutíu hugtök er ekki mikið, mörg þeirra skarast, hug-
taksheitin virðast þéttari á sumum sviðum en öðmm, og þá hætt við að margt verði
útundan. í inngangi höfundar er engin hugmyndafræði lögð ffam sem skýri hvemig