Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 19

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 19
17 Hægðarleikur er og að sanna að þýðendurnir hafa við og við vikið frá texta W. og H. og það víða t.il bóta, þótt ekki sje það alstaðar. Frávikningar til bóta frá texta W. og H. tel jeg meðal annars: 1. í Matt. 27. 49. hafa W. og H. svigasetningu samhljóða Jóh. 19. 34, en henni hafa þýð. slept, sem betur fer, því að hún átti þar ekki heima. 2. I Lúkas 14. 5. segja W. og H.: „Nú fellur sonur eða naut einhvers yðar í brunn“, en þýðendur segja: „asni eða naut.“, eins og góðar heim- ildir eru til. 3. —4. Þýðendurnir hafa rjettilega haidið orðunum: „sem treysta auð- æfum“ (Mark. 10. 24.) og „þágólhan- inn“ (Mark. 14. 68.) enda þótt W. qg, H. sleppi þeim. 5. W. og H. tala um e i n g e t i n n guð í Jóh. 1. 18., en það hafa þýð. til allrar hamingju ekki tekið eftir þeim, en segja sem fyr: eingetni sonurinn. 6. í Mark. 9. 42. sleppa W. og H. orðunum: á m i g, svo að setning- in verður: „Hver sem hneykslar einn af þessum smælingjum sem trúa“. En þar hafa þýð. fylgt öðrum betri heimildum og halda orðunum: á m i g, sem þessi setning endar venju- lega á. Á hinn bóginn sleppa þeir með

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.