Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 55

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 55
53 Fyrri sögnina (ainountes) vantar í Sínaí og Vatíkanska-handritið og 2 önnur (C og L") upphafsstafa-handrit, og sömuleiðis í sýrlenska þýðingu, kenda við Jerúsalem, frá 11. öld. Þessi lesháttur er kendur við Alex- andríu. Siðari sögnina (evlogountes) vantar í Cambridge-handritið (D ) og nokkr- ar gamlar latneskar þýðingar. — Þessi lesháttur er talinn vestrænn. Nú segir W. og H. að báðir síðar- nefndu leshættirnir hlióti að vera eldri en sá fyrstnefndi, því að þar sjeu tekin upp bæði orðin sitt úr hvoru handriti (alexandrínsku og vestrænu handriti). Giska þeir á, að einhvern tíma á tímabilinu frá 250 til 400 hafi fram farið austur á Sýrlandi tvær endurskoðanir á gríska texta nýja testamentisins (hin siðari líklega skömmu fyrir árið 400), og hafi þá verið reynt að samþýða mismunandi leshætti þriggja aðaltexta, hlutlausa textans, Alexandríu textans og vest- ræna textans. Sömuleiðis giskuðu þeir á að svipuð endurskoðun hafl fram fanð á sýr- lensku þýðingunni Peshitto, sem enn er notuð hjá Nestoringum, Tómas- kristnum, o. fl. fornum kristnum trúar- flokkum í Asíu. Sú þýðing hefir samt áður verið og er enn talin af sumum elsta þýðingnýjatestam.,fráfyrri hluta 2. aldar. En hún kemur svo vel heim

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.