Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 47

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 47
45 lærðra guðfræðinga vorra e n n þ á, að nein ástæða sje fyrir þá, að vera að þýða þýðingar annara þjóða. Jeg ætlaði ekki að þreyta lesend- urna með því, að telja upp meira af slíkum „skýringum", sem nú eru komnar i staðinn fyrir nákvæma þýðingu. Samt verður að minnast á eina grein enn, af því ,að nokkuð sjerstaklega stendur á með hana. Matt. 28. 19. hljóðar svo á frum- málinu orðriett þýtt: „Farandi gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum, skír- andi þá til nafnsins föðurins og son- arins og hins heilaga anda, kennandi þeim o. s. frv. (20. v.). í þýðingunni frá 1908 var þetta orðað svo: „Farið því og gerið allar þjóðirnar að lærisveinum með því að skíra þá o. s. frv............................ og með því að kenna þeim“ o. s. frv. Var kvartað yflr þessari þýðingu af hálfu þeirra, sem hafna barnaskirn, og er því þessi þýðing neðanmáls nú, en í lesmálinu stendur: „Farið því og kristnið allar þjóðir, skírið þá“ o. s. frv. Orðið k r i s t n i ð er harla athuga- vert á þessum stað. Að vísu má segja, sem rjett er, að það merki hið sama hjá venjulegum bibliu- lesendum og: „gerið að lærisveinum11. En gætinn lesandi rekur sig fljótt á að í Postulasögunni 11. 20 stendur: „að lærisveinarnir hafl fyrst verið kallaðir kristnir í Antíokkíu", löngu L

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.