Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 29

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 29
27 inn danski, sem vitanlega rengir þessi vers, þar sem þau geta stutt fiið- þægingarkenninguna, nefnir heldur ekki nema þetta eina gríska hand- rit, og nokkrar fornar latneskar þýð- ingar, skyldar þessu handriti, sem sleppi fyrgreindum orðum; 2 gamlar sýrlenskar þýðingar hafa hjer að vísu nokkurn orðamun, en sanna ekkert um úrfellinguna. (sbr. N. P. A. Ras- mussen: Fra Papyrusbladet til vort Ny Testamente 1912 bls. 22). Úr því þýð. var kappsmal að koma textakritik að hjer, hefði því verið visindalegra að segja: „vantar í nokk- rar fornar heimildir", eins og gert er í ensku þýðingunni frá 1885. Orðin: Þa birtist honum engill af himni o. s. frv. í Lúk. 22. 43. 44. hafa þýðendurnir gert tortryggileg með umsögtiinni: „vantar í sum elstu og merkustu handrit". — Enska þýð- ingin er varkárri og segir: „margar fornar heimildir". Þau vantarí Alexandríu og vatíkanska handritið (frá 5. og 4. öld) og 2 önnur upphafsstafa handrit frá 5. og 6. öld og sömuleiðis í allmargar fornegypsk- ar þýðingar, nokkrar armeniskar og eina fornsýrlenska og fornlatneska þýðingu. — 44. vorsið einsamalt vant- ar ennfremur í 13 „litlu stafa hand- rit“ miklu yngri, sem venjulega er tekið lítið tillit til í þessu sambandi. Á hinn bóginn hefur Sinaí-handritið 2*

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.