Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 70

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 70
68 heitir Östreicher. Hann hefir og rit.að um þetta mál ritgerð1), sem spreng- lærð og skarpvitur þykir. Hann telur sig sanna það, að Móse hljóti að vera höfundur allra laganna í 2., 3. og 5. Mósebók, en hallast að frum- ritakenningunni í sögulegum köflum Mósebóka. —Siðustu árin fjölgar þeim, sem ráðast gegn sjálfri frumritakenn- ingunni. Hefir einkum B. D. Eerd- mans prófessor í Leiden vakið eftir- tekt í því efni. Siðan 1908 hefir hann smágefið út bækur eða hefti um g. testam. (4 eða 5 eru komin út), sem heita einu nafni Alttestament- lichen Studien2 3 * * * *). í formála 1. heftis segir hann: „Jeg segi skihð við Graf- Kuenen-Wellhausens stefnuna, og jeg mótmæli yfirleitt hinni svo nefndu nýju frumritakenningu". Hann sýnir meðal annars fram á, að það nái engri átt að skift.a Mósebókum í frumparta eftir því hvar guðsnöfnin Jahve og Elohim standi í elsta hebreska text- anum, sem nú er kunnur, Massoreta textanum svo nefnda, því að þessi nöfn sjeu ekki alstaðar á sömu st.öð- um í „Septúaginta"8), sem gjörð hafi 1) I)as Reich Ohristi 1911 nr. 3—4. 2) 'Útgefandi Töpelraann í Giessen. 3) Svo or nefnd elst.a þýóing gamla testament.isins á grisku. Sögusagnir Begja, að 72 (70 = septuaginta) lœrðir Gyðingar í Alexandríu hafi þýtt hana á 3. öld fyrir Krist, en nú er talið sannað að hún sje nokkru yngri (frá fyrri hluta2. aldar f. Kr.).

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.