Reykvíkingur - 26.07.1928, Blaðsíða 14
334
REYKVIKINQUR
Steinaldar-smyrslingar. Fellibylur i Póliandi.
____ * •’ W • _____
Náttúrugrfpasafnið i New York
sendi i vor leiðangur til Alenta-
eyja, sem liggja frá Aiaska í átt-
iná til Kamtsjaka, nyrst í Kyrrahafi.
Nú hefir frézt að Harold Mc,
Cracken, sem var foringi þessa
Ieiðangurs, hafi fundið 4 smyrsl-
inga eða múmíur, er munu vera
frá steinöld og eldri en egypzku
múmíurnar.
Múmíur þessar fundust uppi á
fjalli á eyju, sem er mjög erfitt
að komast upp á. Eru þær af
þrem fullorðnum og barni. Virð-
ist svo scm að ein múmían sé
af höfðingja, en hinar af þrælum
er offrað hafi verið til þess að
hann hcfði fylgd h'numegin. Var
þarna einnig fatnaður, vopn og
veiðitæki, Jíkt og notuð hafa ver-
ið á steinöldinní. En múmiurnar
og hlutirnir voru í húsi úr reka-
viði, er neglt var saman með bein-
nöglum.
Ekki vita menn enn hvort fólk
þetta hefir verið af Eskimóa eða
Indíána kyni, en atrvnað hvort tal-
ið líklcgt. Núverandi íbúa'r eyj-
anna eru af Eskimóakyni og tala
tungu náskylda tungumáli þnirra.
Múmíurnar verða fluttar á nátt-
úrugripasafnið i New York. Mun
Reykvíkingur segja nákvæmafr frá
þessu þegar ábyggilegar fregnir
bexast um það.
f Póllandi kom fellibylur 5. Þ'
m. Fór hann yfir hérumbil þriggja
mílna breitt svæði, og skall meðal
annars á höfuðborgina Varsava-
Hrundi fjöldi húsa í útjaðri borg-
arinnar, en alt scm lauslegt Var
fauk, þar á meðal 30 flugvélar á
flugvellinum og gereyðilögðust
þær. Fellibylnum fylgdu þrum-
ur og cldingar og fórst fjöldi
fólks sem urðu fyrír eldingu.
Bylurinn stóð ekki nema örstutta
stund.
— Skipstjóri einn franskur,
Theodore Tomas að nafni, er
hættur var siglingum, tók að sér
að fara með lítið seglskip miH’
Le Croisic og Cannes, en skipið
strandaði á leiðinuí. Fanst skip'
stjórinn dauður í skipinu; hafði
hengt sig. Hann lét eftir sig bréf.
þar sem hann sagðl, að hann hefði
verið skipstjóri í 35 ár, og ser
hefði aldrei viljað neitt slys td.
og hann gæti ekki lifað eftir a®i‘
hann væri búinn að setja skiP
í strand. '
— Arabaflokkur einn i Vestur-
Afriku hefir tekið höndum púst'
flugmenn tvo, er fara milli Parísar
og Buenos Aires, og vilja ekki
sleppa þeim nema þeir fái lausm
aTgjald.