Reykvíkingur - 26.07.1928, Blaðsíða 24

Reykvíkingur - 26.07.1928, Blaðsíða 24
344 REYKVIKINGUR Skipið, sein ekkert jjárn er í. Hér á höfninni liggur nú amer- íska rannsóknarskipið „Carniegie", 268 smáiesta tvímastrað seglskip, með 1(X) hestafla mótor. Skip petta er á [iriggja ára Jöngu ferðalagi. Fór [lað í vor frá Washington og er búið að Itoma við í Englandi og Pýzka- landi, en héðan fer það til suð- austurstrandar Grænlands, en síð- an eftir endilöngu Atlantshafi suð- ur í Suðuríshaf. Verður hvergi komið við á Jwí ferðalagi, og er áætlað að ferðin taki níu vikur. í skipinu eru 8 amerískir vís- indamenn ; er einin þeirra af norsk- um ættum og ber norskt nafn. Af skipshöfninni eru margir danskir og norskir, því ekki var hægt að fá nógu marga Amer- ikumenn, sem voru vanir að fara með segl. Höfðu þeir skipverjar ætlað að hitta hér Knud Rasmussen, en komu of seint til þess. „Garnegie“ var bygður árið 1!)09- og kostaði of fjár. Þeir vísindameninirnir átta iðka hafrahnsóknir, loftranmsóknir og rannsóknir á seguimagni. Vegna se gu Imagn s rann sóknan na e r u kompásar [>eirra hafðir afska|)Jega nákvæmir, en af því Jieir eru svona nákvæmir, er ekki einm ein- asti járnnagli í öllu skipinu. Það er alt eimeglt. Ekki dygði heldur að hafa miótorinn úr járni, og er hann því allur úr kopar. Atker- isfestarnar eru gildir kaðlar, en sjálf atkerin eru úr kopar. 1 skipinu er ágætur grammó- fónn og er verkið í honum sér- staklega búið til fyrir „Carneg'ie“. Er það aðallega úr kopar, og ekkert þar úr járni né stáli, ekld einu sinni fjöðurin. Ofurlitið járnstykki er þó inn- anborðs á „Carnegie", það er kerti í mútor á björgunarbátnum, en ■*A mótor er að öðru leyti ór aluminium. Núna meðan skipið liggur hér í höfn, eru kompásarnir hrimgl' andi vitlausir; það gerjr járnið í skipum í kring. , Ekki þurfa skipverjar að eyða tímanum í að gljá kóparinn, því flest það sem úr kopar er, er málað. Foringi fararinnar heitir Ault- Héöan fer skipið seinnihluta vik- unnar. „Eruð þér og systir yðar, sem er ógift, ekki tvíburar?" „Við vorum það, en nú er ihun þrem árum yngri.“

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.