Reykvíkingur - 26.07.1928, Blaðsíða 23
REYK VÍKIKGUF
343
— Söngmót var haldiö i Est-
landi i byijun þessa mánaðar, og
Voru þar saman komnir söngmenn
llr Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
^ettiandi og Estlandi. Stóð söjng-
mótið í þrjá daga, og var éætl-
að alls hefði þar verið saman
homið um 500 þúsund manns.
Síðasta daginn sungu allir söng-
mennimir sem einn kór, og voru
Það 20 þúsundir manna. Heyrð-
*st söngurinn og lófatak áheyr-
endanna vel 5 kílómetra, eða eins
°g hálfa ieið úr Reykjavík suður
‘ Hafnarfjörð.
— Afskapleg rigning varð í
Lundúnum 4. þ .m. Hefir ekki
r%nt þar jafn mikið á þessu ári,
°S ef til vili ekki í fyrra heldur.
— ítalska skipið, sem getið var
um hér í blaðinu um daginn að
væri að reyna að ná gimsteinun-
úr skipinu Elisabethville er
Var sökt í stríðinu, hefir orðið
nokkuð ágengt. Hefir náð tölu-
verðu af fílabeini, en af því voru
r,° smálestir í skipinu; gera menn
Ser góðar vonir um að gimstein-
arnir náist, þó skipið á marar-
Þotni sé að sögn kafaranna hálf-
s°kkið í sand.
— Litlar marglyttur sáust í
Uðrninni í dýragarðiinum í Lund-
ónum árin 1880—1883, en ekki
síðar fyr en nú í ár, eftir 45 ár.
Margiyttutegund þessi þolir ekki
sa*t vatn og mun vera tegund
sunnan úr hitabelti, en hvaðan
hún komst í tjömina nú og fyrir
48 árum vita menn ekki. ^
— Maður var myrtur í dt mants-
námu í Transvaal og tekimn af
honum gimsteinn sem var um 500
króna virði.
— Loftfarið „R 100“ sem er eign
brezka hersins, er nýlega full-
smíðað. I^að flytur 5 milj. ten-
ingsfet af gasi.
— Mauretania, (Cunard-lí'nan)’
fór um daginn tvisvar yfir At-
lantshaf á 12(4 sólarhring. 1 New
York stóð skipið við í 30 stund-
ir, var þvegið stefnanna á milii,
tók í sig 5000 smálestir af olíu
til brenzlu og ekki minna en 75
þús. dúka, rekkvoðir og kodda-
ver. Kom það með 2000 farþega
frá Ameríku. Að meðaitali fór |iað
25,3 sjómílur; 611 sjómíiur á ein-
um sóiarhring mest.
— Maður að nafni Westlake i
Chicago ætlar að fljúga frá Chi-
cago til Parísar. En nú hefir
kona hans stefnt honum og heimt-
ar að dómstólamir banná honum
að fljúga, þvi giftir menn eigi
ekki að leggja í slíka för, sízt
með tveim ungum stúlkum, eins
og þarna sé ráðgert. Ekki vit«
menn hvort dómstólamlr viija
sinna þessu.
— 1 þrumuveðri, sem geisaði
á Spáni, brunnu 50 hús, sem
kviknaði í af eldingum.