Vera - 01.06.1985, Síða 5
Henriette: Ég er fædd árið 1950 í
Christianshaab og ólst þar upp sem Græn-
lendingur. Skólaganga mín einkenndist
aftur á móti af því að gera mig að Dana og
það tókst næstum því. Þar kom þó að mér
fannst ég hafa misst tengslin viö uppruna
minn og síðan hef ég reynt að leita hans
aftur. Ég er menntuð sem kennari i Dan-
mörku og kenndi um tíma eftir að ég flutti
heim aftur árið 1975. Nú, síðan fór ég að
starfa sem fréttamaður við grænlenska út-
varpið, en þegar farið var að kenna blaða-
mennsku á Grænlandi ákvað ég að setjast
á skólabekk aftur. 1983 var ég svo kosin í
bæjarstjórnina í Nuuk fyrir Inuitaflokkinn
og árið eftir á landsþingiö. í bæjarstjórn-
inni sit ég í minnihluta ásamt Siumut-
flokknum en á landsþingi eru þessir tveir
flokkar í meirihluta og fara með heima-
stjórnina.
Marta: Ég er fædd í Sissimiut árið 1950
eins og Henriette og hlaut svipaða skóla-
göngu og hún. Ég lærði svo félagsráðgjöf
í Danmörku og með námi fékkst ég mikið
við aðstæður ungra Grænlendinga í Dan-
mörku sem að mörgu leyti eru mjög slæm-
ar. Fyrir daga heimastjórnarinnar varð allt
ungt fólk, sem sóttist eftir meiru en grunn-
skólanámi, aö fara til Danmerkur og þ.a.l.
var þar mikill fjöldi af ungum Grænlend-
ingum. Þetta fyrirkomulag hafði fjöldann
allan af vandamálum í för með sér, eins og
gefur að skilja þegar ómótaðir unglingar
flytja skyndi'eqa inn í nýtt og framandi
samfélag. 1978 flutti ég svo heim og
kenndi við félagsráðgjafaskólann í Nuuk
þar til ég fékk þá stöðu sem ég gegni núna
í félagsmálaráöuneytinu.
— Er það ekki rétt hjá mér að þú hafir
líka setið í bæjarstjórninni í Nuuk um
tima?
Marta: Jú ég var kosin í hana árið 1979
fyrir Siumutflokkinn og sat þar í 3 ár. Ég
sagði af mér áður en kjörtímabilinu var lok-
iö að hluta til vegna þess að mér fannst ég
ekki geta setiö þar og gegnt stöðu
embættismanns í félagsmálaráðuneytinu
á sama tíma. Að hluta til hætti ég svo
vegna þess að mér finnst alveg hræðilegt
hvernig sveitarstjórnarpólitík er rekin. Það
er alltaf verið að vasast í smáhlutunum án
þess að hugsa um hin almennu markmið.
Henrietle Rasmussen
Sem kjömum fulltrúa fannst mér svo mikil
gjá milli þeirra hugmynda og stefnumiða
sem maður hefur í farangrinum og þess
sem maður þarf svo að fást við. Maður er
svo bundinn af því sem fyrir er. Þetta er
sérstaklega erfitt í minnihluta. Þrátt fyrir að
maður komi með mikilvæg sjónarmið sem
ættu aö hafa sitt að segja, þá er allt fellt án
þess að fyrir því séu færð málefnaleg rök.
— Það er bara eins og þú sért að lýsa
aðstæðum Kvennaframboðsins í Borg-
arstjórn Reykjavíkur! En við skulum ekki
tala um það heldur stöðu kvenna á
Grænlandi, hvernig er hún?
Henriette: Þegar við ræðum um stöðu
kvenna þá verðum við að fara aðeins aftur
í tímann til að skilja hana. Sögulega séð
finnst mér að konur og karlar í gamla
inuitasamfélaginu hafi staðið nokkuö jöfn-
um fæti en á nýlendutímabilinu, sem ein-
kenndist af evrópsku nýlenduvaldi, hafi
konum verið haldið mjög niöri. Þegar kon-
ur fengu svo kosningarétt árið 1948 þá
varð ,,Kvindeforeningen“ tilsem hafði það
að markmiði að gera mæðurnar að betri
mæðrum og húsmæðurnar að betri hús-
mæörum. Auk þess lagði félagið áherslu á
að varðveita grænlenska útsauminn og
loks að hvetja konur til að taka aukinn þátt
í hinni pólitísku þróun.
Marta: Ég hef svolítið annaö sjónarhorn
á stöðu kvenna á nýlendutímabilinu en þú
Henriette. Ég er ekki endilega þeirrar
skoöunar að konum hafi verið haldið niðri,
heldur hafi verið ýtt undir karla svo þeir
gætu gegnt hlutverki sem n.k. strengja-
brúður danska ríkisins. Það var nefnilega
mikilvægt í augum yfirvalda að láta líta svo
út sem grænlenska þjóðin ætti þátt í
ákvörðununum. Karlarnir höfðu þó í raun-
inni engin áhrif og fjölluðu aðeins um hluti
sem litlu máli skiptu en ríkið stjórnaði þró-
uninni. Ég held að það hafi þá verið styrkur
kvenna að þær stjórnuðu heimilunum og
barnauppeldinu og að þær hafi verið kjöl-
festan í viðhaldi grænlenskra lífshátta.
Þróunin varð svo í þá átt að hinar þjóð-
kjörnu samkundur fengu aukið umboð og
um svipaö leyti fengu konur kosningarétt.
Til þess að grænlenskar konur gætu not-
fært sér þennan rétt var Kvindeforeningen
sett á laggirnar, byggð upp af og að fyrir-
mynd „Dansk kvindesamfund". í raun
hefur félagið ekki skipt sér ýkja mikið af
pólitík enda finnst dönskum konum og
Dansk kvindesamfund grænlenskur list-
saumur mjög spennandi og hafa þ.a.l. lagt
aðaláhersluna á hann. Að mínu mati hefur
félagið ekki staðið viö þau markmið að
örva grænlenskar konur til pólitískrar þátt-
töku. Það er ekki fyrr en hin síðari ár aö
Kvindeforeningen hefur orðið svolítið póli-
tísk, ekki síst vegna aukinnar umræðu
milli þeirra og okkar, þessara ungu, um
stöðu og hlutverk kvenna.
— Ertu þá þeirrar skoðunar að konur
hafi varðveitt sinn menningararf betur
en karlar?
Marta: Já, vegna þess að karlar voru
teknir úr sínum hefðbundnu störfum og
fengið nýtt hlutverk sem var þeim fram-
Marta Labansen
andi. Ég held að við sjáum þetta í samfé-
laginu í dag m.a. á því að karlar eiga við
mikla erfiðleika að etja. Þeir eru aldir upp
til þess að ráða fram úr öllum þeim að-
stæðum sem mæta veiðimanni einum á
ferð á kajak en síðan verður það þeirra
hlutskipti að eyða stærstum hluta æf i sinn-
ar sem ófaglærðir verkamenn. Veruleikinn
er ekki í samræmi við uppeldi þeirra sem
miðast við allt aðra samfélagsgerð þ.e.
gamla veiðimannasamfélagið. Konur eru
miklu sterkari vegna þess að þær geta not-
að hvor aðra og talaö saman um sín mál.
Karlarnir eru aldir mun strangar upp og
hafa ekki lært að tala opinskátt við hvorn
annan. Aö gera sér þetta Ijóst skiptir mjög
miklu máli þegar verið er að fjalla um að-
stæður kynjanna á Grænlandi. Öll þau
vandamál sem grænlenskir karlmenn eiga
við að stríða hafa óneitanlega áhrif á til-
veru grænlenskra kvenna.
— En hvernig er staða grænlenskra
kvenna t.d. á vinnumarkaðinum í dag?
Marta: Konur eru aðallega í störfum þar
sem ekki er krafist menntunar. Mennta-
kerfið hefur verið sniðið að þörfum karl-
manna og menntun kvenna hefur setið á
hakanum. Þetta er reyndar að breytast
með auknum menntunarmöguleikum.
Henriette: Ömmur okkar og mömmur
voru fyrst og fremst húsmæður á sínum
heimilum og það breyttist ekki fyrr en um
það leyti sem við fæddumst. Þá urðu fisk-
iðjuverin til og mæður okkar fengu vinnu
utan heimilis.
Marta: Til aö byrja með fóru konurnar
aðallega í fisk á sumrin. Vinnubrögðin
voru allt önnur þá en nú og þaö var hægt
að hafa það notalegt saman í vinnunni. Ég
man vel eftir því sjálf að það var ansi oft lif-
legt hjá þeim, þær sögðu hver annarri sög-
ur og við börnin komum til að fylgjast með
þeim og hlusta á þær. Börnin í dag geta
ekki farið inn i fiskiðjuverin og fylgst með
og þeir sem þar vinna geta alls ekki talaö
saman. Nú eru börnin slitin úr tengslum
við foreldra sína og ofan á það bætist að
kennarar mjög margra þeirra eru danskir.
— Er mikill launamismunur á konum
og körlum á Grænlandi?
Marta: Formlega séð er launajafnrétti
milli karla og kvenna á Grænlandi og það