Vera - 01.06.1985, Side 6
komst fyrr á þar en í Danmörku. Launa-
jafnréttið kostar hins vegar ekki neitt því
flestar konur vinna ófaglærð störf og til-
heyra því láglaunahópunum.
— En það er mikill munur á launum
Grænlendinga og Dana, er það ekki?
Henriette: Jú, þar er launamismunur.
Launin fara eftir því hvar maður er fæddur.
Ef maður er fæddur utan Grænlands,
hvort sem er í Danmörku eða annars stað-
ar, þá fylgja því alls konar forréttindi s.s.
húsnæðisstyrkur og ferðastyrkur fyrir alla
fjölskylduna einu sinni á ári.
Marta: Auk þess færðu uppgjör við
starfslok þ.e.a.s. á hverju ári eru nokkur
þúsund krónur greiddar inn á lokaðan
bankareikning þannig að sá vesalingur
sem hefur verið kallaður til starfa á Græn-
landi fái nú væna summu þegar hann fer
aftur til Danmerkur.
— Hvernig er ástandiö í dagvistarmál-
um?
Henriette: Það er slaemt. Dagheimili
erufáog dýr.og skipulögðað evrópskri fyr-
írmynd. Það er mjög fáar grænlenskar
fóstrur og við notum þær illa. Það eru sótt-
ar fóstrur til Danmerkur til að veita dag-
heimilum forstöðu þar sem eingöngu
dveljast grænlensk börn.
Marta: Þetta er nú að breytast Henri-
ette. Það útskrifast æ fleiri grænlenskar
fóstrur og það eru nokkur dagheimili núna
undir grænlenskri stjórn. Það er aftur á
móti mjög erfitt fyrir ungar fóstrur, sem
hafa nýlokið námi, að losa sig við allar
hefðir um það hvernig eigi að reka dag-
heimili og byrja að vinna á einhvern allt
annan máta. Þetta er sérstaklega erfitt í
Ijósi þess að Fósturskólinn er að stórum
hluta mannaður með dönskum kennurum
sem byggja auövitað á dönskum uppeldis-
hefðum. Engu að síður eru þó nokkuð
margar fóstrur farnar að vinna út frá græn-
lenskum efnivið og reyna að skipuleggja
hið daglega líf barnanna út frá grænlensk-
um hugsunarhætti. Það er kannski ekki
síst vegna tillögu þinnar á landsþinginu,
Henriette, sem farið er að setja fram kröfur
um stefnumörkun varðandi innra starf
dagheimilanna.
Henriette: Já, eitt af því fyrsta ég ég tók
upp á landsþinginu var, að við yrðum að
gera okkur grein fyrir því hvernig við vild-
um reka okkar dagheimili. í framhaldi af
því þarf svo að marka stefnu um það
hvernig við getum fullnægt þörfinni og í því
Þau vandamál sem grœn-
lenskir karlmenn eiga við
að stríða hafa óneitan-
lega áhrif á tilveru grœn-
lenskra kvenna.
sambandi get ég vel hugsað mér að
stærstu vinnustaðirnir leggi þar sitt af
mörkum.
— Við töluðum áðan um Kvindeforen-
ingen. Er það eina kvennahreyfingin á
Grænlandi?
Henriette: Nei, hún fékk mikla sam-
keppni í kringum 1975 þegar við þessar
ungu, byrjuðum að hópast heim aftur með
nýjar hugmyndir um kvenfrelsi. Þá kom
nýtt sjónarhorn á málin og það varð heil-
mikil umræða um stöðu kvenna í samfé-
laginu. Þetta leiddi til þess að við komum
upp blaöi sem hét ,,Kilut“ og síðan var
stofnaður kvennahópur um blaðið.
— Hvað þýðir Kilut?
Henriette: Þetta er nafnið á hinu græn-
lenska saumspori. Við gengum útfrá því
að grænlenskar konur hefðu haft töluverð
áhrif í inuitasamfélaginu ekki síst vegna
þeirra tækni sem þær réðu yfir í sauma-
skap. Grænlenska konan var algerlega
ómissandi fyrir viðgang eskimóasam-
félagsins enda var það ekki síst tækni
hennar og saumaskap að þakka að karl-
arnir gátu notað kajakana. Á þann hátt
hafði hún mjög mikla þýðingu fyrir ferða-
lög og þ.a.l. menningu inuitia. Þetta vild-
um viö leggja áherslu á með því að skýra
blaðið Kilut.
Marta: Það er rétt að taka það fram að
þó að það hafi verið skoðanaágreiningur
milli okkar og Kvindeforeningen þá erum
við núna farnar að vinna saman að
ákveðnum hlutum. Við getum tekið
Kvennamiðstöðina í Nuuk sem dæmi. Við
höfum áður talað um það hversu erfitt það
hafi verið fyrir grænlenska karlmenn að
fóta sig í þeirri samfélagsbyltingu sem hef-
ur átt sér stað. Það eru margir karlmenn
sem eiga í miklum erfiðleikum og þeir láta
það bitna á konunum. Þess vegna hefur
verið, og er enn, mikið ofbeldi gegn kon-
um. Hópur kvenna tók sig saman og fór að
ræða þessi mál opinskátt og reyna að
skilja ofbeldi gegn konum. Hópurinn byrj-
aði á því að gera könnun á hversu útbreitt
ofbeldið væri og í framhaldi af því ákvað
hann að koma á fót ráögjöf fyrir konur sem
hafa verið beittar ofbeldi. Fyrst rákum viö
þessa ráðgjöf í húsakynnum Kvindeforen-
ingen en svo ákváðum við að fara fram á
það við bæjarstjórnina í Nuuk að hún léti
okkur í té húsnæði fyrir athvarf. Bæjar-
stjórnin hafnaði þessari beiðni og úthlut-
aði húsinu, sem við höfðum augastað á,
sem vinnustofu til dansks listamanns.
Þetta olli mikilli reiði meðal kvenna og nú
var þeim nóg boðið. Mál þetta komst á
dagskrá bæjarstjórnarfundar og konur
þustu á pallana til að hlusta á umræðuna.
Þetta var mjög merkilegur fundur því við
upphaf umræðunnar töluðu allir karlarnir
um aö það væri mjög einkennilegt að kon-
ur vildu fá sérstakt hús fyrir sig. Auðvitað
vildu þeir ekki tala mikið um konur sem eru
beittar ofbeldi; það gerir maður ekki í
svona karlastofnun eins og bæjarstjórn-
inni. En svo kom kaffihlé og þá fóru allar
konurnar af pöllunum inn á kaffistofu
bæjarfulltrúanna, settust að þeim og
Við erum svo fáar að við
megum ekki við
klofningi. Við verðum
bara að setja okkur
ákveðin markmið og
reyna svo að vinna
saman.
sögðu þeim allt um þessi mál. Þá fóru þeir
að skilja og eftir kaffihlé hélt umræöan
áfram eftir allt öðrum brautum. Stemning-
in var allt önnur og það var samþykkt að
konurnar fengju húsið. Svo nú höfum við
kvennahús ( Nuuk.
— Er þetta bara athvarf eöa rekið þið
þarna einhverja aðra kvennapólitíska
starfsemi?
Henriette: Þetta er baeði athvarf og
fundarstaður. Þaðeru margir kvennahóp-
ar sem hafa þarna aðsetur og þetta er
þverpólitísk starfsemi. Kilut-hópurinn er
þarna, Kvindeforeningen, athvarfshópur-
inn, Samtök sjómannskvenna o.fl. Við
héldum heilmikla kvennaráðstefnu s.l.
haust þar sem við komumst að þeirri niður-
stöðu að við konur verðum að vinna miklu
meira saman og styðja við bakið á þeim
fáu konum sem taka þátt í stjórnmálum.
Við erum svo fáar að við megum ekki við
klofningi. Við verðum bara að setja okkur
ákveðin markmið og reyna svo að vinna
saman. Þetta ætlum við að gera með því
að stofna tvo vinnuhópa. Annar á að gefa
út blað fyrir allar grænlenskar konur og
hinn, sem allir kvennahópar eiga fulltrúa í,
á að hafa það að markmiði að vera konum
í stjórnmálum til aðstoðar við að setja fram
pólitískar kröfur. Þegar ég segi pólitískar
kröfur þá á ég fyrst og fremst við kröfur í
samræmi við óskir og þarfir kvenna. Við
bindum miklar vonir við þennan hóp — en
hann heitir ,,Papiit“ sem þýðir stél — af því
að flokkapólitíkin hefur sundrað okkur svo
mikið fram til þessa.
— Eruð þið bjartsýnar á að þetta tak-
ist án þess að til átaka komi?
Marta: Ef við einbeitum okkur að nokkr-
um ákveðnum málum þá held ég aö við
ættum að geta komist framhjá þeim skoð-
anaágreiningi sem auðvitað er í mörgum
málum.
— Hvaða baráttumál viljið þið setja á
oddinn?
Henrietta: Það eru dagheimilismálin og
svo munum við örugglega fjalla eitthvað
um hina nýju áfengispólitík sem við getum
haft áhrif á. Annað mál sem ég get nefnt er
að danska ríkið stjórnar heilbrigðiskerfinu
og nú hefur það hætt að láta barnshafandi
konum og ungabörnum i té ókeypis mjólk.
Þar höfum við verk að vinna. í framtíðinni
vonumst við svo til að geta haft meiri áhrif
á stefnuna í mennta-, húsnæðis- og at-
vinnumálum.
— isg.