Vera - 01.06.1985, Qupperneq 8
Þá er vorið komið. Dagarnir eru orðnir langir og Ijósir og það
er hreinn munaður að fara í kvöldgöngur eftir Ægisíðunni, Faxa-
og Sörlaskjólinu og fylgjast með sólarlaginu, sem innan tíðar
kemur til með að renna saman við sólaruppkomuna. Þessi töfra-
veröld Ijóss og lita er svo upphafin, að það er auðvelt að horfa
framhjá klósettpappír og öðrum úrgangi frá útrásum holræsanna
sem enda í miðri fjörunni, gleyma skömmunum, sem börnin
fengu aö heyra, þegar þau komu heim alsæl með skeljar, gler-
brot, gamlan skó og netahringi, sem þau höfðu týnt í fjörunni. —
Vitið þið ekki, að það er eitrað ullabjakk, sem þið finnið í fjör-
unni? Þið getið orðið veik. —
Já, það er hægt að gleyma því, að líffræðikennarar í skólum
þessarar borgar, sem liggur á hinu forna Seltjarnarnesi með sjó á
báðar hendur, verða að fara með börnin í önnur landspláss til
þess að sýna þeim lífríki fjörunnar.
Okkur er sagt að holræsaframkvæmdir kosti mikla peninga.
Þær verði að bíða. Enn eiga ekki allir Reykvíkingar eigið
húsnæði. Það þarf að byggja fleiri villur. Það liggur i eðli
fslendinga að eiga eigið húsnæði, segja menn, byggja stórt, hafa
rúmt um sig. En það virðist ekki vera neinn erfðavísir fyrir því hjá
íslendingum, að hafa strendur og fjörur og sjóinn ( kringum sig
hreinan. Þvert á móti, ef marka má umgengnina, ekki bara hér í
höfuðborginni heldur víðast hvar á landinu.
Svo að það er best að vera ekki niðurlútur á Ægisiðunni heldur
háleitur og njóta ævintýrisins f litum, sem er að gerast í himin-
hvolfinu og er ókeypis og opið öllum og svo stórkostlegt, að kona
nokkur sem býr í einni villunni á það til að hringja til vinar síns í
Kaupmannahöfn um miðjar nætur til þess að lýsa því fyrir
honum.
Já, vorið er komið og grasið orðið grænt, brumin að springa út
á trjánum og garðeigendur eru farnir á stjá í görðum sínum í
kvöldsólinni, stinga upp, hreinsa og laga til í blómabeðunum og
jafnvel farnir að slá, þótt enn sé maí. Svona er tiðin dæmalaus
þetta dæmalausa vor eftir þennan dæmalausa vetur.
Davíð bóndi er farinn að slá eitthvað af öllum grænu blettunum
og eyjunum sínum og má finna ilminn af nýsleginni töðunni í
gegnum stybbuna frá útblástursrörum bílanna, svo fersk og
höfug er hún. En öll þessi indælis taða hún fer fyrir Iftið. í stað
þess að verða að heyi og lenda ofan í kýrmaga og verða að
mjólk og skyri eins og taðan hjá öðrum góðbændum lendir tað-
an hans Davíðs á haugunum og þar á allt þetta góða Iffræna efni
erfitt uppdráttar við að uppfylla það hlutverk sem náttúran ætlaði
því, þ.e. að standa undir nýju lífi.
Sem góðum fulltrúum kvennamenningarinnar sæmir rann
Kvennaframboðinu til rifja þessi sóun og bar fram þá tillögu í um-
hverfismálaráðinu að athugað yrði, hvort hægt væri að koma upp
safnhaugum hér og þar í borginni, sem borgin sjálf og íbúar í
nágrenninu gætu notað til að koma frá sér lífrænum úrgangi,
sem til félli í görðunum og notiö góðs af moldinni, seniþannig
myndi skapast. Svörin sem bárust, munnleg og órökstudd, voru
þau að hugmyndin væri óraunhæf og tillagan næsta fáránleg.
Þannig'fór um þá tilraun til að stuðla aö því að viðhalda hringrás
náttúrunnar og sóunin heldur áfram.
í þessum dapurlegu hugleiðingum sný ég baki við sÖlarlaginu
og held suður í Garðabæ til Bar
. ■ , ,uoa
so^° %
Barbara Stanzeit frá
Þýskalandi er meinatæknir,
stúdent frá öldungadeild-
inni í Hamrahlíð, BS I líf-
fræði frá Háskóla íslands,
leiðsögumaður, gift
íslendingi og móðir sex
barna á aldrinum 12—22
ára, húsmóðir I Garðabæ,
áhugamaður um kórsöng,
enda hefur hún sungið í
flestum kórum í Reykjavík
og Garðabæ. Margur hefur
komist á blað fyrir minna,
en erindi mitt við Barböru
er að ræða við hana um
enn eitt áhugamálið, þ.e.
garðyrkju og sér I lagi um
safnhauginn hennar.
Barbara var að dunda sér
úti í garðinum sínum í vorblíð-
unni, þegar ég renndi í hlað.
,,Er það satt, Barbara,"
spurði ég, ,,að engin átta
manna fjölskylda í Garðabæ
hendi jafn litlu í öskutunnurn-
ar og þið?"
,,Það er ekki mjög mikið
sem við hendum. Mikið af úr
ganginum í húsinu og svo til
allt úr garðinum fer í safn-
hauginn."
Hún leiðir mig út í eitt horn-
ið. Þar er kassi um það bil
60—70 cm á hæð, hólfaður í
þrennt, falinn á bak viö runna
og lætur lítið yfir sér.
,,Sjáðu!“ segir Barbara og
mokar úr einu hólfinu upp í
fötu. ,,Þetta er fínasta rnold."
Ég, sem er minnstur spá-
manna meðal garðyrkjufólks,
sé ekki betur en að moldin sé
fin og laus í sér og liturinn
kórréttur.
,,Svona var þetta fyrir
tveimur árum síðan," segir
hún og bendir á annað hólf
þar sem greina má sitt af
hverju, lauf og sölnuð grös,
kartöfluhýði, ávaxtahýði af
ýmsu tagi, eggjaskurn, kaffi-
korg, gamlar pottaplöntur,
sem hafa séö sitt fegursta
o.fl.
,,Hér kennir
grasa," segi
,,Já við höfi
safnhaugsfötu I eldhúsinu
hliðina á ruslafötunni. í hana