Vera - 01.06.1985, Síða 9

Vera - 01.06.1985, Síða 9
Ljósmynd: Svala hendum viö öllum leifum úr jurtaríkinu, eggjaskurn, kaffi- korg og telaufum og jafnvel hár- og naglaafklippum. Kjöt- og fiskúrgangur ásamt um- búöum og ööru rusli fer í hina fötuna. Þaö fer í ösku- tunnurnar, hitt hingaö á safn- hauginn. Hérna enda líka lopapeysurnar þegar þær eru ónýtar. Sjáöu!“ segir Barbara og grefur upp svolitla pjötlu af útprjónaöri lopapeysu. ,,Æi,“ segir hún svo og gref- ur áfram i binginn. ,,Það hef- ur ekki veriö dreift almenni- lega úr henni. Hún er hérna öll í hrúgu. Þaö er best aö klippa peysurnar í sundur í litlar pjötlur og dreifa þeim vel. Þá rotna þær fyrr,“ segir hún og dreifir úr pjötlunum og mokar yfir. ,,Ég frétti aö þú settir dag- blöðin í hauginn líka,“ sagöi ég. ,,Já, við settum Moggann i hauginn áður fyrr, en ég held aö prentsvertan sé ekki holl, ekki einu sinni úr Þjóðvilj- anum. Þaö safnast nóg af blýi fyrir í haugnum frá út- blæstri bílanna," segir hún og bendir á götuna, sem er hinum megin viö limgerðið á bak við kassann. ,,En allt sem til fellur úr garöinum fer í hauginn. Fg ætla þó aö hætta aö henda greinum sem viö klippum af trjám og runnum beint í hauginn. Það rotnar ekki nógu fljótt hér á íslandi. Þaö er of kalt. í Þýskalandi rotnar það á einu ári. En sjáöu hvernig þetta er eftir þrjú ár,“ segir hún og tekur handfylli af mold úr fötunni og þaö má greinilega sjá flísar af greinum. ,,Svona er þetta ennþá, þó aö ég hafi klippt þaö niður í smá búa. Ég ætla að fara aö brenna greinarnar og setja öskuna í hauginn." ,,Hvað tekur það langan tíma áður en þú færð nothæfa mold?“ sþyr ég. ,,Þrjú ár. Þess vegna er kassanum skipt í þrjú hólf. Ég tek úr einu hólfinu á hverju vori, flyt þaö sem er næst elst í hólfiö sem tæmist og það yngsta aftur í þaö hólf og byrja svo að safna aftur í sama hólfiö." ,,Setur þú nokkur efni í hauginn til þess aö flýta fyrir rotnuninni?" ,,Nei, þaö þarf ekki. Kass- inn er svolítið niðurgrafinn, svona 10—15 cm og þaö koma nógir rotnunargerlar úr moldinni." ,,Og þú hefur ekkert lok yfir og þaö er engin vond lykt,“ segi ég og þefa út i loftið. ,,Nei, viö höfum ekkert lok yfir en viö setjum torfur yfir hólfin sem ekki er verið aö fylla í og lyktin er ekkert vandamál. Þaö myndast mikill hiti í haugnum, svo að stundum er ekki hægt aö koma viö moldina meö berum höndunum." ,,Mér viröist þetta vera heil- mikil vinna," segi ég, og and- varpa, sjáandi fyrir mér aö lofsvert fordæmi Barböru muni varla duga mér til aö koma upp mínum eigin safn- haug í garöholunni minni. ,,Já, þetta er dálítil vinna og tekur tíma, en sumir sem ekki hafa aðstæður til aö koma sér upp safnhaug og vilja ekki henda öllu sem til fellur í garðinum sínum setja það í svarta plastpoka og grafa það niður yfir veturinn og nota það undir nýgræö- inga. Það vex mjög vel upp af því.“ Viö eru orðnar kaldar og rauönefjaöar, þrátt fyrir skjól- iö af runnunum umhverfis þennan merkilega, lífgefandi kassa. Barbara býöur mér inn í kaffi og sýnir mér allar pottaplönturnar sínar, sem í fyllingu tímans munu lenda á safnhaugnum og síðar eiga sinn þátt í blómadýrðinni í steinbeðinu hennar eöa sæt- leika sólberjanna hennar. Þar sem viröingin fyrir hringrás náttúrunnar ríkir, lætur umbunin heldur ekki á sér standa.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.