Vera - 01.06.1985, Qupperneq 14
ef þaö er það sem þú meinar. Ég vinn einfaldlega ekki þannig
aö ég ákveöi að skrifa um þetta eöa hitt og byrji svo aö skrifa.
Þaö er bara eitthvað í mér sem hefur gert þaö aö verkum aö
þetta hefur orðið eins og þaö er. Bækur eru náttúrlega fyrst
og fremst mynd af einni manneskju, hugsun hennar og skoö-
unum.“
Heföu bækur þínar sem sagt orðið ööru vísi hefðir þú verið
karl?
,,Já örugglega." Astrid svarar hiklaust en horfir svo lengi
útum gluggann áöur en hún bætir við. ,,Á hvern hátt er þó
ómögulegt aö segja.“
En valdið; það eru höfðingjar og yfirvöld í bókum þínum, en
þaö eru jafnframt konur sem stjórna á vissum sviöum, t.d.
getur Lovisa látið ræningja skjálfa á beinunum.
,,Já víst geta konur veriö býsna áhrifamiklar. En þaö sem
mér líkar t.d. best hjá Línu er aö hún hefur völd, hún er sterk
og á nóg af peningum og er sjálfstæö, en hún misnotar aldrei
völd sín. Verstafólk sem ég veit er þaö sem misnotar völd sín.
Misnotkun á valdi er á öllum sviöum í samfélaginu og þaö er
alltaf jafn andstyggilegt og viö verðum aö berjast gegn því.
„Aðalatriðið er
trúnaður á milli
foreldra og barna"
Innan fjölskyldunnar og útum allt, því eins og Lína orðar þaö
— sá sem er óvenju sterkur verður aö vera óvenju góöur.“
Astrid hefur sjálf verið virkur þátttakandi í sænska samfé-
laginu og látið álit sitt í Ijós í skattamálum, umræöunni um
kjarnorkuna, tilraunastarfsemi á dýrum og fleiru. Hún er ekki
hrædd viö aö vera hreinskilin og valda óþægindum ef því er
aö skipta og þaö undirstrikar margar sögupersónur hennar.
Ronja neyöist t.d. til aö gera uppreisn gegn pabba sínum,
þegar hann hefur tekiö ranga og óréttláta ákvöröun.
„Hún breytir gegn vilja föður síns, og ég hef oft fengið aö
heyra að uppreisnir gegn foreldrum séu algengar í bókum
mínum og aö ég væri á móti foreldrum yfirleitt. Þaö er rangt.
Bækur mínar eru fullar af ástúö á milli barnaog foreldra. Ronja
er djúpt snortin yfir því aö vera ekki lengur barn Matthiasar."
Astrid líkar þaö engan veginn aö sumir hafa viljað halda því
fram aö í bókum hennar séu foreldrarnir fjandmenn barnanna.
„Ekkert barn getur orðið hamingjusamt ef þaö hefur ekki ná-
ið og gott samband við einhvern fullorðinn. Auövitaö er ekki
nauðsynlegt að það séu foreldrar en barnið þarf aö hafa ein-
hvern fullorðinn til aö geta snúiö sér til. Hins vegar höfum við
ekkert viöforeldra aðgerasem haldabörnum sínum niðri, eða
lifa ekki á jafnréttisgrundvelli með barni sínu.“ Astrid lítur ekki
á börn sem einhverjar hlýðnar leikbrúöur.
„Aðalatriöið er trúnaöur á milli foreldra og barna, ekki nein
blind hlýöni. Börn læra af því sem þau sjá og fyrir þeim er haft,
og ekkert annað en jafnrétti á milli foreldra og barna gerir þau
hamingjusöm. Þau veröa aö treysta hvort ööru. Kærleiki elur
af sér kærleika, ef börn eru alin uppán ofbeldiseigum viöjafn-
framt von um veröld án ofbeldis.“
Ronja, sem á tímabili trúir því aö hún hafi misst fööur sinn
fyrir fullt og allt, snýr sér til náttúrunnar og sækir þangað kraft.
Á sama hátt fá börnin í Kattholti líf í leggina þegar voriö kemur
o.s.frv. Hversu mikla þýðingu hefur náttúran fyrir þig?
„Náttúran er aðalatriðið. Hún er sú stóra uppspretta lífsins
sem fólkiö getur sótt stuðning til og gleöi, þegar sverfur aö
Þaö hafa verið geröar margar tilraunir til þess aö túlka skrif
mín um náttúruna, en ég elska einfaldlega náttúruna. Þegar
ég get ekki verið útí henni þá læt ég t.d. Ronju vera í vorinu
og njóta náttúrunnar í minn stað.“
í þinni náttúru getur þó allt gerst. Þar eru grádvergar, villi-
hestar, nornir o.s.frv. Hversu mikilvægt er ímyndunaraflið?
„•Við þörfnumst öll ímyndunarafls, en það virðist vera nokk-
uð sem viö fæöumst með. Þaö er þó hægt að örva það. Frá því
ég var barn hef ég haft höfuðið fullt af myndum og mér finnst
hræðilegt aö hugsa til þess aö allir geti ekki notið slíks."
Astrid hrýs hugurvið hugsuninni og spyr mig einsog svo oft
í þessu spjalli um mitt álit. Augljóst er aö hún kennir sárlega
í brjósti um þá sem ekki hafa ímyndunaraflið í lagi. Sjálf gerir
hún allt til þess aö gæða myndir sínar lífi í bókum sínum meö
góöum árangri. Þaö er því eðlilegt aö spyrja hana um tungu-
málið og aöferðir hennar við aö skrifa?
„Málið er mikilvægt. Ég hraörita alltaf, svo ég er fljót aö
skrifa, en svo sit ég og hugsa um setningarnar og breyti þeim
a.m.k. tíu sinnum. Ég gefst ekki upp fyrr en ég get sagt — þó
ég sé ekki fyllilega ánægö — nú get ég ekki gert betur.“
Sem dæmi um hversu nákvæm Astrid er meö málið má geta
þess, aö þýðendur hennar hafa miskunnarlaust þurft aö byrja
uppá nýtt hafi henni mislíkað.
„Tungumálið er afar mikilvægt og við veröum aö halda
því hreinu. Þaö er tilgangslaust aö skrifa bækur fyrir börn ef
viö notum ekki tungumál sem þau skilja. Þaö verður aö vera
samsvörun á milli tungumálsins og þess sem á aö lesa þaö og
orðin veröa aö örva ímyndunarafl hans. Maður verður að nota
hreint og hljómfagurt mál, já, eitthvað í ætt viö tónlist
kannski."
Eins og fram hefur komið tilheyrir Astrid ekki þeim hópi rit-
höfunda sem vinna eftir þeirri köllun aö ala börn upp. Þó talar
hún oft um viöbrögö lesenda sem hafa þýtt aö bókin hafi haft
tilgang.
„Börn hafa fengiö nóg af beinum boöskap, ég vil aö bækur
mínar beri meö sér anda lýðræðis og þolgæðis og sýni
frammá aö til er fólk sem hugsar og er ööru vísi. Þaö er þaö
sem ég reyni.“
Klukkan er aö veröa ellefu, en þá bíður Astrid annaö viðtal.
Nú þegar „voróp“ Ronju hefur ómað í kvikmyndahúsi í
Reykjavík og sólin skín þennan morgun er ógerningur aö
kveöja hina 78 ára gömlu skáldkonu án þess aö spyrja, Astrid,
er vorópið líka í þér?
Já svo sannarlega er þaö líka í mér.“
— KB