Vera - 01.06.1985, Page 15
samtök gegn frelsi kvenna
Laugardaginn 18. maí héldu
samtökin Lífsvon fund í Gamla
bíói. Þessi samtök eru stofnuð til
aö hafa áhrif á núgildandi lög um
fóstureyðingar í þá átt að réttur
kvenna til aö binda endi á meö-
gönguna af félagslegum ástæð-
um veröi skertur ef ekki afnum-
inn. Fundurinn var illa sóttur og
mátti raunar ekki á milli sjá, hvor
hópurinn var fjölmennari, kon-
urnar sem stóðu aö þöglum mót-
mælum úti fyrir eöa gestir Lífs-
vonar inni viö. Vera hlustaði á það
sem fram fór þar:
Á fremsta bekk sátu annað hvort forvíg-
ismenn samtakanna eða þá þau, sem
höfðu fallist á að tala á fundinum: Hulda
Jensdóttir, Þorvaldur Árnason, sr. Sólveig
Lára Guðmundsdóttir, Egill Friðleifsson,
stúlka úr kór Öldutúnsskóla, biskupinn yfir
íslandi og hans kona, Elín Sigurvinsdóttir,
Sigfús Halldórsson, Katrín Fjeldsted,
Kristín Kvaran, Guðjón Guðnason og Þor-
valdur Garðar Kristjánsson. Uppi á sviðinu
voru hljómflutningsgræjur og ræðupúlt
með krossmerki á. Hulda Jensdóttir setti
fundinn. Hún sagði okkur saman komin
vegna „flóðbylgju ranghugmynda" —
ræddi um skólastúlkur, konur í háum stöð-
um, barnmargar konur, sem yrðu óléttar
en mættu þeim viðhorfum hvort þær
ætluðu virkilega að leggja það á sig aö
eignast barnið. ,,Það er þetta mengaða
hugarfar, sem Lífsvon berst gegn.“ Hulda
var sjálfri sér samkvæm — sem er meira
en hægt er að segja um marga aðra á
sömu báru, þegar hún kvaö það óréttlæt-
anlegt að leyfa fóstureyðingu af félagsleg-
um ástæðum vegna þess að fóstrið væri
fatlað. ,,Ef við ættum engin fötluö börn til
að elska, þá værum við fátækari." í máli
Huldu kom eiginlega hvergi fram að hún
væri beinlínis á móti fóstureyðingum, að-
eins að hún ynni fyrir heilbrigðri afstööu til
alls sem lifir eins og hún orðaði það.
Öldutúnsskóli söng undir stjórn Egils
Friðleifssonar. Þetta reyndist vera
stúlknakór mannaður hressum táningum í
bláum kjólum með hvíta kraga og þær
sungu negrasálm og Maístjörnuna og svo
verkið Dúfa, um frið og líf. (Einhvern veg-
inn var eins og uppruni negrasálmsins og
andi stjörnunnar væru á skjön við tilgang
fundarins).
Biskupinn yfir íslandi fór ekki dult með
sína afstöðu. ,,Það á aö nema úr lögum
ákvæði um fóstureyðingu af félagslegum
ástæðum11. Biskupinn rifjaði upp heiðna
siði um útburð barna, minnti á að það hefði
verið bannað með lögum 13 árum eftir
kristnitöku. Nú eru 15 ár þangað til haldið
verður upp á þúsund ára kristni á islandi
— hvort munu íslendingar hætta að brjóta
lögmál Guös fyrir þann tíma? Orðið Lífs-
von, sagði biskupinn, er frá Guði komið,
það er lögmál skaparans en í okkar mann-
anna höndum, við erum kölluð til ábyrgð-
ar. Og það verður að byrgja þann brunn,
sem fóstureyðingarlöggjöfin er okkur. Þor-
valdur Garðar Kristjánsson tók mjög í
sama streng. Hann byrjaði á að minna á
fjölda látinna af slysförum á sjó og í um-
feröinni og rakti hversu mikið fé er lagt í
slysavarnir og hversu sárt okkur þætti að
sætta okkur við þessi dauðsföll. „Nær
hálft áttunda hundrað“ urðu fóstureyðing-
um að bráð á síöasta ári bætti Þorvaldur
Garðar svo við og það er „hljótt um þessar
fórnir". Og þetta „nístir hvern mann í merg
og bein.“ Síðan rakti ÞorvaldurGarðartöl-
urnar um fjölgun fóstureyöinga eftir árið
1975. Þetta er vandi sem verður að leysa,
ekki síst með því að aðstoða konur þó svo
það kosti fjármagn. Blóðfórnir fóstureyð-
inga varða miklu þjóð, sem þarf mest af
öllu fleiri hendur til að halda sjálfstæði
sínu. Þorvaldur Garðar taldi enn fremur
fjölda fóstureyðinga vera mesta vandann,
sem íslendingar standa frammi fyrir í dag
og kvaðst vera með lífsstefnu og gegn hel-
stefnu.
Þá söng Elín Sigurvinsdóttir viö undir-
leik Sigfúsar Halldórssonar en að tónlist-
inni lokinni talaði Guðjón Guðnason yfir-
læknir. Þar var ekki verið með tilfinninga-
ríkar vísanir heldur skýrði Guðjón stuttlega
frá þróun fóstureyðingarlöggjafarinnar hér
á landi á hlutlausan hátt. Það var einkum
tvennt í máli hans, sem vissulega átti er-
indi til forsvarsmanna Lífsvonar: 1) Sú
staðreynd að enginn veit í rauninni um hve
margar fóstureyðingar var að ræða árlega
fram til 1975. Þær tölur sem liggja fyrir
segja aðeins til um fjölda löglegra en
ekkert um þær ólöglegu eða þær, sem áttu
sér stað utanlands. Það er því ekki hægt