Vera - 01.06.1985, Síða 17

Vera - 01.06.1985, Síða 17
Qósí * »ycunder kvenna sem gengust undir ólög- legar fóstureyöingar. Þessar sög- ur, ásamt fleirum, birtust áður í Forvitin rauð í janúar 1974 en það tölublað var einmitt helgað baráttunni fyrir rýmri fóstureyð- ingalöggjöf. Jafnframt birtum við hér tvær töflur úr riti Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, ,,Fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir", sem út kom 1973. Töflurn- ar sýna nokkrar synjanir sem konur fengu við umsókn sinni um fóstureyðingu og/eða vönun á árunum 1964—1970. Látum við lesendur sjálfa um að meta þær. — isg. SAGA 1 j j Fyrir pillutíð. Ja, hvað gerði maður þá, jú þá voru gúmmíverjurnar og þær gátu nú svikið, jafnvel á bestu bæjum. Börnin voru þegar tvö, eiginmaðurinn rétt hálfnaöur í námi, hvað átti nú að taka til bragðs. Vonlaust var að framfleyta fleir- um á því kaupi, sem ég aflaði og dugði það reyndar ekki til fjögurra manna fjölskyldu. Hófst nú auðmýkingarganga mín milli lækna. Fyrst til heimilislæknis, hann gat náttúrlega ekkert hjálpað, hristi hausinn, það væri kannski reynandi að tala við hann þennan I vissu úthverfi, sem þá var. Ég þangað. Eftir tveggja til þriggja tíma bið gat ég aftur hafið lýsingar vandræða minna. Á endanum fékk ég sprautu plús pillur og átti ég aö koma daglega I ca. viku í sprautur og gleypa pillurnar reglulega. — Þetta kostaði ærið fé og fyrirhöfn og klukkustunda biðir dag hvern, árangur af öllu saman vitaskuld enginn. Þá var næst að snúa sér til þess manns, er munnmæli sögðu leysa vanda kvenna hér I bæ. Eftir langa bið var komið að mér og ég tjáði að- stæður mínar. Ég fékk góðlátlegt klapp á öxlina „farðu heim og talaðu við mömmu þína góða — það gefst venjulega vel". Ég var nú þegar búin að leggja nógar byrgðar á móður mína, þótt þetta bættist nú ekki við. Fimm sinnum mátti ég þrauka á biðstof- unni og gráta framan í hann, áður en gekk. Mætti ég á tilteknum tíma, fékk sprautu í mjöðmina og var vísað inn í lítið herbergi. Þar var bekkur einn húsgagna, af þeirri gerð er kvensjúkdómalæknar nota — þið vitið hnén upp I loft. Úr að neðan og upp á bekkinn. Þar lá ég um stund og horfði upp I loftið, herbergið var grænt. Nú hófst aðgerðin. Nokkurskonar spaði (líktist helst þvingum, eins og smiðir nota) var settur inn í göngin og ég síðan skrúfuð niöur svo ég mætti kyrr liggja. Síðan var komið með bakka, í honum lágu prjónar og teinar af mismunandi gerðum, sumir með eins og litlu tannhjóli á endanum (leit út líkt og bandprjónn af stærri gerð). Prjónarnir voru nú reknir inn í legið einn af öðrum, stundum fleiri enn einn í einu, síðan var tólunum snúið og skekið sitt á hvað, kvöl- unum þarf ekki að lýsa (en fæðingarhríðir þóttu mér barnaleikur í samanburði) og ekki mátti heyrast hljóð — fólk handan við vegginn og uppi og niðri — ég beit saman tönnunum, þetta hlaut að taka enda. Á eft- ir lá ég smástund og jafnaði mig. Aðgerðin kostaði litlar 10 þúsund krónur, mánaðar- kaup mitt fyrir fulla dagvinnu var þá milli 7 og 8 þúsund kr.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.