Vera - 01.06.1985, Qupperneq 22
orq_>.cz) i-í £ Frrt> C a>
— Nanna, Helga Sigurjónsdóttir
sagði í viðtali við Veru, að vinstri konum
hafi ,,þótt hróflað við grundvatiarskoð-
unum sínum ipólitík og þá líka í kvenna-
pólitík“ þegar hugmyndirnar um
kvennamenningu komu fram. Var þér,
sem gömlum sósialista og kvenréttinda-
konu, þannig farið?
Nei. Þjóðviljinn var að halda þessu
fram, þeir sáu auðvitað strax, að þetta
var hættulegt fyrir þá enda hafa vinstri
konurnar alltaf stutt kvennabaráttu af
öllum mætti. Máttur slagorðanna er
mismikill. Hjá okkur var þetta fyrst og
fremst kvennabarátta, og auðvitað
verða konur úr öllum stéttum að heyja
sína baráttu meðan karlarnir í flokkun-
um sjá ekki þeirra hlut. Það er eins og
það komist ekki inn úr skrokknum á
körlum að konum er haldið utangarðs,
jafnvel ekki vænstu mönnum. Þetta
hefur furðulítið breyst. Þeir fleyta rjóm-
ann af öllu sem þjóðfélagið hefur
handa þegnunum. Samstaða þeirra
um það er óhagganleg.
— Hvernig leist þér á hugmyndirnar
um reynsluheim kvenna og þeirra sjón-
armið?
Þú sérð það á Melkorku — þar voru
almennt sjónarmið kvenna, auðvitað
mörkuð reynslu þeirra. Það var óhjá-
kvæmilegt, hvernig má annað vera?
Nanna Ólafsdóttir er fædd árið 1915. Hún tók stúdentspróf frá
MR árið 1934 (þá útskrifuðust 35 piltar og 6 stúlkur) og starfaði síð-
an í Landsbankanum. Árið 1947 hóf Nanna nám í íslenskum fræð-
um við Háskóla íslands og lauk þaðan magistersprófi með sögu
sem aðalgrein árið 1958. Lokaritgerð hennar fjallaði um Baldvin
Einarsson og var ritgerðin gefin út af Hinu íslenska bókmennta-
félagi 1961. Árið 1946 gekk Nanna í Sósialistaflokkinn og var vara-
bæjarfulltrúi hans í Reykjavík 1950—1954. Árið 1949 varð Nanna
ritstjóri kvennatímaritsins Melkorka (ásamt Þóm Vigfúsdóttur og
Svövu Þorleifsdóttur) var hún í ritstjóm þess allt til 1962, þegar
tímaritið hætti að koma út. Nanna starfar við handritadeild Lands-
bókasafns íslands. Hún hefur búið handrit til prentunar og útgáfu
oggreinarhennarhafa birst í tímaritum. Eftir Nönnu liggja margar
greinar um málefni kvenna. Nanna er ógift og barnlaus.
Þetta hefur verið hrikaleg kúgun um
aldir, konur voru hreinlega þrælkaðar
— og svo er enn. Taktu eftir: svo er
enn.
„Hvergi nokkurs staðar hef ég séð
konur vinna jafn mikið og á íslandi"
segir danskur læknir, P. A. Schleisn-
er, en hann skrifaði stórmerka lýsingu
héðan, var hér læknir í 3 ár á síðustu
öld. Mér dettur í hug annað dæmi, úr
bréfi frá ungum vesturfara, einnig frá
síðustu öld.... Það hefi ég fyrir satt,
að tugthúslimir hjer í landi hafi minni
þrælkun og betri viðurgjörning en
vinnukonur upp til sveita á íslandi.1'
Það er nú mín skoðun, að bændurnir
hafi litiö á vinnukonurnar eins og hús-
dýrin sín og svo gengu þeir í þær sam-
kvæmt því.
Mér hefur annars þótt undarlegt
Samtalið endalausa
SAGAN
hversu seint það fór að tíðkast hér á
landi, aö konur hefðu börn á brjósti,
það varð ekki algengt hér fyrr en um
100 árum eftir að það varö venja með
Dönum, sem íslendingar tóku þó allt
eftir. Ég er nú nægilega illkvittin til að
eiga skýringu á þessu: það var erfiðara
að halda konum til vinnu sem voru með
börn á brjósti. Því vinnudýr skyldu þær
vera. Hvernig þeim eða börnunum
reiddi af, var ekki mál þessara karl-
punga, frekar en í fjölmörgum hlið-
stæðum dæmum í nútímanum. Þriðja
dæmi: „í Reykjavík hreyfist ekkert
nema konur og flugur" segir Ross
Browne, erlendur ferðalangur hér
1862.
— Kvennamenning hefði ekki verið
fjarri lagi í ykkar hugum?
Við notuðum ekki þetta orð. En þú
mátt lesa það út úr skrifum okkar, að
það var það, sem raunverulega réð
ferðinni, sérstaða þeirra í mannheim-
um.
— Svo við víkjum afturað viðtalinu við
Helgu Sigurjónsdóttur — hún minnist á
bókina Váckarklocka eftir Elínu Wágn-
er. . .
Já, við lásum hana. Sú bók var mikil
hressing. Mikið eru þær merkilegar
þessar hugmyndir hennar um mæðra-
veldi á Krít til forna. . . annars er orðið
langt síðan ég las þá bók. Hún kom aft-
ur út rétt fyrir 1980. Á sama hátt eru
bækur nútíma kvenréttindakvenna
afar áhrifamiklar.
(Hér má skjóta því inn, að Melkorka
kynnti Elin Wágner og Váckarklocka í
desember 1949. Tímaritið birti kafla úr
bókinni og segir svo í kynningunni:
„bók þessi hefur vakið mikla eftirtekt,
m.a. vegna þeirra skoðana höfundar-
ins, að móðurveldi eða matriarkat hafi
ekki einungis átt sér stað á frumstæð-
asta stigi mannkynsins, heldur einnig
hjá þjóðum á háu og glæsilegu menn-
ingarstigi eins og hjá íbúum Krítar,
1400 árum f. Kr.“ Og síðar: „í Váckar-
klockan bendir Elin Wágner á, að á
þessu menningartímabili sögunnar
hafi vegur konunnar staðið með mikl-
um blóma og áhrifa hennar gætt alls
staðar í þjóðfélaginu og að jafnréttis-
barátta kvenna í dag sé jafnframt bar-
átta fyrir réttindum, sem tröðkuð voru
niður af sigurvegurum nýrra þjóðfé-
lagstímabila á löngu liðnum tímum.")
— Melkorka var ötul við að kynna
erlendar konur, ekki síst sovéskar. Voruð
þið mjög hrifnar af Sovétríkjunum?
Þarna var verið að byggja upp ríki
sósíalisma. En þetta voru menntakon-
ur, það varö strax algengt þar, að konur
menntuðu sig og það var sjálfsagt að
halda því á lofti. Á meðan það blundar
enn í þjóðinni okkar að ekki borgi sig að
mennta konur, er það líka nauðsynlegt.
Þetta hefur breyst með aukinni vel-
sæld.
En hvað eigum við konum að þakka
einmitt í menningarlegu tilliti? Þær
22