Vera - 01.06.1985, Side 24
vinnulaun á almennum markaöi miklu
hærri en hjá ríkinu. Ég sagöi upp 1947,
innritaði mig í Háskólann og fór í bréfrit-
arastarf hjá heildsölu, en skrif mín
gegn Atlantshafsbandalaginu (þegar
þar aö kom) voru ekki að skapi stjórn-
endum og mér var sagt upp. Þeir gáfu
mér frest en ég var ekki til í samninga
um þaö mál.
— Hvaða augum var það litið að þú
skyidir vera að fara í Háskóla?
Það var auðvitað nýlunda að taka
upp þráðinn eftir þrettán ár frá stúd-
entsprófi. Annars hirti ég ekkert um
það. En sjáðu til, viðhorfin réðust af
þessu: í 1. lagi var ég sósíalisti og það
var nógu slæmt. í 2. lagi var ég kven-
maður, það var líka afleitt, en svo í 3.
lagi var ég ógiftur kvenmaður og það
var algjör glæpur — og er enn. Mér
skilst að svona sé það í hænsnakofan-
um. Nú það breytist ekki fyrr en hænsn-
in breytast. Annars var ég lengi að
þessu, lauk ekki prófi fyrr en 1958,
vegna alls konar umsvifa eins og hér
kemur fram.
Já, ég varð fyrsta konan sem lauk
meistaraprófi í íslenskum fræðum. En
það liðu ein tíu ár áður en ég fengi fast
starf í fræðunum. Þess var gætt svona
rækilega aö ég kæmist hvergi aö! En
svo fékk ég vinnu í handritadeild
Landsbókasafns 1968 og þar var ég
heppin.
— Segðu mér frá Melkorku, hún byrj-
aði að koma út 1944 ekki satt? Hver átti
frumkvæðið?
Rannveig Kristjánsdóttir. Fyrsta
blaðið kom út 1. maí 1944. Rannveig
var aðaldriffjöðrin og svo Þóra Vigfús-
dóttir. Annars voru margar ágætar kon-
ur í kringum fyrirtækið. Ritið hætti að
koma út í tvö ár þegar Rannveig gifti sig
og flutti til Svíþjóðar. Þegar útgáfan
hófst aftur kom ég inn í ritstjórnina. Þá
hafði Mál og menning tekið við útgáf-
unni.
— Höfðuð þið alveg frjálsar hendur?
Já, algjörlega. Þeir skiptu sér aldrei
af neinu. Einar Andrésson, bróðir Krist-
ins safnaði fyrir okkur auglýsingum og
hann var jafn óþreytandi að safna fyrir
okkur áskrifendum. Þetta var auövitað
ómetanlegt, enda átti Einar engan sinn
líka fyrir Mál og menningu.
— Og gekk blaðið vel?
Ég man nú bara ekki hve margir voru
áskrifendur, en það stóð undir sér.
— Hvernig stóð á að það hætti að
koma út?
Mál og menning ákvað að hætta
þessu. Það var einmitt þá, þegar farið
var að gera blaðið upp sem í Ijós kom
að það hafði borið sig. Þeir héldu víst
að það værí tap á því og vildu hætta því
þess vegna.
— Það hefur ekki verið sérstakt kven-
félag í Sósíalistaflokknum?
Nei. Þær stofnuðu að vísu Kvenfélag
sósíalista nokkrar, en ég var aldrei þar.
Ég hef enga trú á sérstökum kvenfélög-
um innan flokkanna, ég held það leiði
bara til einangrunar og sé ekki af hinu
góða. En þeim fannst í Kvenfélaginu að
þær næðu betur til kvenna með þessu
móti.
— Svo þið hafið verið virkar í flokkn-
um við hlið karlanna?
Já, skipulagið gerði öllum kleift að
vera með. Annars var ég vara-bæjar-
fulltrúi 1950—54. Húsnæðismálin voru
í ólestri eins og þau eru alltaf í Reykja-
vík, fátæktin ólýsanleg. Ýmiskonar
vandi sem fylgdi dvöl erlends hers á
Keflavíkurflugvelli. Jafnvel smátelpur
lentu í hermönnunum. Þær höfðu auð-
vitað enga hugmynd um hvað var
þarna á ferðinni, veslingamir, og voru
herfilega leiknar af hermönnunum, svo
að þær fundust jafnvel dauðar fyrir ut-
an braggana. Framan af datt íslensk-
um yfirvöldum ekki í hug aö rukka hern-
,,Sem hyggin skandinavísk kona,
gerði Sigrid Undset sér einatt grein
fyrir augljósum sannleik: að það em
konur. sem rækta og hlúa að þjóð-
menningunni, að það er engin
menning. . . án konu."
Régis Boyer, franskur bókmennta-
fræðingur.
aðaryfirvöldin um meðlög með börnum
þessara manna hér, né annað. Herinn
skyldi fá allt án greiðslu! Svo eru menn
nú átímum að skrifa um ,,ástandið“ og
lepja slúðursögur karla frá þeim tímum
um samskipti íslenskra kvenna og
hersins. En hvað um islenskar ríkis-
stjórnir. Þvílíkar undirlægjur! Það hafði
þurft konu, Laufeyju Valdimarsdóttur,
til að berjast af haröfylgi fyrir málinu og
koma íslenskum yfirvöldum í skilning
um hvað þeim bæri að gera. Kvenfyrir-
litningin, ræfildómurinn, ríða ekki við
einteyming í þessu karlasamfélagi. Hér
hleypa þeir heilu skipsförmunum af
Natódátum í land til þess eins að þeir
geti létt á sér og þá eru það ekki síst
smástelpurnar sem verða fyrir þeim.
Ekki einu sinni Þjóðviljinn segir auka-
tekiðorð. Svonatil samanburðar: Dan-
ir neituðu Nató um slíka fyrirgreiðslu,
man ég eftir þegar ég var þar einu sinni
sem oftar.
— Þú minnist á Laufeyju. Hvaða aug-
um lituð þið kempurnar úrbaráttunni fyr-
ir kosningaréttinum, kynslóðirnará und-
an ykkur?
Þessar konur höfðu unnið gegn for-
dómunum og fyrir framtiðina. Bríet
naut óumdeilanlegrar virðingar, enda
stórkostlegt hverju hún fékk áorkað —
hugsaðu þér, hún gaf út þetta blað,
Kvennablaðið, áratugum saman. Svo
var Laufey, ég man vel eftir þeim báð-
um, þær voru stórmerkar, Laufey auk
þess listamaður. Þær voru ákaflega
duglegar að stofna félög út frá Kven-
réttindafélaginu. Mæðrafélagið, Lestr-
arfélag kvenna, þær stóðu líka að baki
stofnun verkakvennafélaga.
— En t.d. Kvennalistinn 1922. . . ?
Þegar Ingibjörg H. Bjarnason fór á
þing. Hún gekk svo í Sjálfstæðisflokk-
inn já, ég held að það hafi farið mjög illa
með hinar. En, nei, þetta kom ekki ná-
lægt manni, okkur fannst það fjarlægt.
Ingibjörg féll inn í flokksmunstrið.
En stefnuskráin hjá KRFÍ, hún var
alltaf í takt við tímann. Ég hef ekki skipt
mér af þeim lengi núna. Og þar var
samstaða um réttindamálin. En enn
þann dag í dag er ekki jafnstaða í sam-
bandi við menntun og atvinnu. Það er
gengiö fram hjá konum alveg purrkun-
arlaust. Það er ekki mikill vandi að
vinna að þessum málum nú á tímum
hjá því sem fyrri tíma konur höfðu að
berjast við. Þær eiga t.d. mestan þátt-
inn í hverjum einasta spítala í Reykjavík
svo við tölum nú bara um það menning-
arstarf, sem er fyrir framan nefið á okk-
ur. Jú, sannarlega voru þær stórvirð-
ingarverðar. En eldri kynslóðin svona
upp og ofan, konur og karlar, fannst
mér hálfgerð plága! Sagan endurtekur
sig!
— Þú ert búin að trúa mér fyrir því að
þú hafir kosið bæði Kvennaframboðið
og Kvennalistann. . .
Það hefur aldrei verið neitt leyndar-
mál. Ég var alveg ákveðin í því, að
kvennaframboð yrði að koma til viö
borgarstjórnarkosningarnar, varð hálf
hrædd um að ekkert yrði úr því. Ég var
ekki eins viss um alþingiskosningarn-
ar. En svo kaus ég þær auðvitað þégar
til kom, mér finnst þær standa sig
svona líka vel. Þetta eru sérlega fram-
bærilega konur og það fer ekki á milli
mála að fjölga verður konum á þingi og
í bæjar- og svéitarstjórnum.
— Þú hefur ekki farið til starfa með
þessum nýju samtökum?
Nei. Ég hef nú reyndar komið í
Kvennahúsið nokkrum sinnum, þetta
eru frískar konur og ungar og þytur um
þær af nýjum tíma.
Ms.
24